Á morgun er síðasta umferðin í Íslandsmótinu í motocross og daginn eftir það er síðasta umferðin í enduro.
Dagskráin fyrir motocross er HÉR.
Dagskráin fyrir enduro er HÉR.
Þetta er allt að smella hjá okkur en okkur vantar aðeins upp á. Í brautinni eru 8 pallar sem þurfa að vera mannaðir flöggurum á meðan keppni stendur. Hingað til hafa keppendur þurft að flagga sjálfir í Íslandsmótum í Bolaöldu. Það hefur verið til þess að menn hafa ekki mætt í sína flöggun. Flöggun er mjög mikilvægt öryggisatriði í svona keppni. Þannig að ef þú ætlar þér að koma og horfa á keppnina, þá væri það vel þegið ef þú gætir kannski skroppið á pall í 2 eða 3 moto.
Þó að starf flaggara sé mikilvægt, er það alls ekki erfitt starf. Staðreyndin er líka sú að í 99,99% tilvika, þarf flaggari ekki að gera neitt annað en að standa og horfa á keppnina. Flaggari stendur s.s. við stökkpall með gult flagg og fylgist með keppendum. Flaggari þarf að passa að flaggið sé ekki að flakkta eða vekja athygli á sér. Ef að keppandi fellur í lendingunni á pallinum er hann úr sjónlínu keppenda sem nálgast pallinn. Þá þarf flaggari að veifa gula flagginu og láta keppendur vita að þeir verði að gæta varúðar. Flaggari má staðsetja sig þeim megin í uppstökki sem keppandi liggur svo að umferðin stýrist hinum megin yfir pallinn. Keppendur mega ekki stökkva pall á gulu flaggi og framúrakstur á gulu flaggi er ekki löglegur. Flaggara ber að láta keppnisstjórn vita keppnisnúmer keppanda sem stekkur þegar gula flagginu eru augljóslega flaggað eða um slíkan framúrakstur er að ræða. Þegar keppandinn sem féll er kominn út fyrir braut og brautin eru orðin örugg aftur fyrir þann sem féll, þá sem hann aðstoða og alla aðra keppendur kemur flaggari sér bara aftur fyrir og fylgist með. Mjög einfalt og svo er mjög sjaldgæft að flaggari þurfi að sinna hlutverki sínu. Engu að síður verður hann að vera til staðar til að tryggja öryggi keppenda. Ef þú getur aðstoðað okkur, þá máttu endilega koma til okkar sem stjórnum keppninni á morgun.
Svo vantar okkur nokkra aðila í aðstoð á sunnudeginum í race police. Þar þarf viðkomandi að mæta á hjóli. Race police dreifir sér um brautina og fylgist með öryggi keppenda. Einnig fylgist race police með því hvort að keppendur fylgi brautinni. Race police er með talstöð sem tilkynnir númer keppanda í sem styttir sér leið. Keppnisstjórn fær þær upplýsingar og setur viðkomandi keppanda í víti. Að öðru leyti er viðkomandi úti í náttúrunni að horfa á keppnina. Ef þú hefur tök á að aðstoða okkur í því, þá máttu senda okkur póst, vik@motocross.is eða hafa samband við einhvern úr stjórninni. Þú getur líka hitt okkur á staðnum á laugardeginum ef þú hefur einhverjar spurningar.
Með von um gott samtarf og aðstoð
Stjórn VÍK