Klausturshringurinn 2012

Svona verður hringurinn í ár! 14,5 kílómetrar

Klaustur 2012, smellið á mynd fyrir stóra útgáfu

Skráning í Íscrossið á Mývatni

Opnað hefur verið fyrir skráningu í 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross. Skráningarfrestur fyrir báðar umferðirnar sem fara fram á Mývatni 17. og 18. mars er opin til þriðjudagskvölds kl: 21:00 13. mars.

Keppnirnar verða haldnar á sitt hvorum staðnum þannig að það verða lagðar 2 keppnisbrautir og klárt að snillingarnir á Mývatni gera það með “stæl”.

Skráning í Klaustur 2012

Nú styttist í að opnað verður fyrir skráningu í Klausturskeppnina – Transatlantic Offroad Challenge 2012.
Eins og frægt er orðið þá fór allt í handaskolum hjá okkur í þessum málum í fyrra, en nú vonumst við eftir betra gengi.
Eins og um var rætt þá munu þeir sem voru skráðir í fyrra, ganga fyrir varðandi þáttöku í ár.
Nafnalistinn sem gildir er listinn eins og hann leit út þann 12.06.2011 og verður hann settur fram hér á vefnum.
Keppendur sem eru á þeim lista, fá tvær vikur til þess að forskrá sig í keppnina í vor (opnun á það auglýst síðar).
Þegar þeim skráningartíma lýkur, verður opnað á skráningu í þau sæti sem eftir standa. Þá mun gilda fyrstur kemur, fyrstur fær.
Gjaldið í keppnina í ár er kr. 13.000 en þeir sem nýta sér forskráninguna (þ.e. þeir sem eru á listanum frá í fyrra) þurfa aðeins að greiða kr. 10.000. Við þetta tilefni er gott að benda á að megnið af kostnaði við keppnishaldið féll á keppnina þó hún hafi ekki farið fram. Áætlaður „sparnaður“ var ca 2500 kr. og greiða „2011 keppendur“ 3000 kr. lægra keppnisgjald í ár.

Nánari upplýsingar, tímasetningar og reglur varðandi þetta verða settar hér á vefinn á næstu dögum.

Kveðja, keppnisstjórn Transatlantic Offroad Challenge 2012

Keppnisdagatal 2012

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2012.
Helsta breytingin frá fyrra ári er sú að nú eru 6 keppnir í Íslandsmótinu í motocrossi þar sem aðeins 5 bestu gilda hjá hverjum keppanda. Svipaða sögu er að segja um Íslandsmótið í Enduro þar sem nú eru 4 keppnir og 3 bestu gilda.
Klaustur keppnin verður haldin 27.maí er nánari frétta að vænta frá henni innan fárra daga.

KEPPNISDAGATAL MSÍ 2012
Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
MX 5. Maí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
Enduro/CC 12. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 27. Maí. Off-Road 6 tímar Klaustur VÍK / MSÍ
MX 2. Júní. Íslandsmót Ólafsfjörður
Enduro/CC 16. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 7. Júlí. Íslandsmót Akranes VIFA
MX 21. Júlí. Íslandsmót Selfoss
Enduro/CC 28. Júlí. Íslandsmót Egilsstaðir START
MX 4. Ágúst. Unglingamót Selfoss UMFÍ / MSÍ / MÁ
MX 11. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 25. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 8. Sept. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
Enduro 24. – 29. Sept. Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Þýskalnd
MX 29. & 30. Sept. Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Belgía
Árshátíð 10. Nóvember. Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Nánari dagatal, með sandspyrnum og fleira, má finna á vef MSÍ.

MotoMos er lokuð

Vegna aurbleytu

Félagsgjöld fyrir árið 2012 í MotoMos

Félagsgjöld fyrir árið 2012 ættu að birtast meðlimum MotoMos í heimabanka þeirra.  Gjaldið er 5.000 kr. fyrir einstakling og fjölskyldugjald er 8.000 kr.  Þar sem ekki er hægt að stofna nema eitt gjald í bankanum að þá þurfa þeir sem ætla að greiða fjölskyldgjald að hafa samband við Bryndísi í netfanginu motomos@internet.is og hún mun gefa upp upplýsingar um á hvaða reikning hægt er að leggja og þá senda kort um hæl á félagsmenn.  Nokkur hugur er í stjórn félagsins í ár og gerum við ráð fyrir að halda fyrstu bikarkeppnina í brautinni fljótlega þegar snjóa leysir og brautin verður klár.  Verður hún með óhefðbundnu sniði og boðið verður upp á nýjungar sem nánar verður auglýst.

Að lokum viljum við benda mönnum á að brautin er LOKUÐ vegna frosts í jörðu en okkur þykir ástæða að brýna það fyrir mönnum því einhverjar hafa nýlega haft fyrir því að fara í brautina í því ástandi sem hún er í dag og má sjá djúpa skurði eftir viðkomandi.  Fólk verður að sýna tíðarfarinu ákveðna þolinmæði og það er engum greiði gerður að æða af stað of snemma því allt viðhald verður margfalt dýrara og rakaskemmdirnar mun verri, sérstaklega ef það frystir aftur.  Þannig við biðjum ykkur að virða þær aðstæður sem eru og EKKI fara í brautina.  Við munum opna hana um leið og hægt verður, en fylgst er með brautinni til að kanna hvort og hvenær hægt verði að opna hana.

Bolalada