Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð

mynd: Kristján Skjóldal
Íscross

Eins og menn vita fór fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi fram á Leirutjörn við Akureyri um þarsíðustu helgi, en það hefur ekki gengið þrautalaust að ná keppni á suð-vesturhornið vegna veðurs og aðstæðna. MSÍ leggur mikla áherslu á að Íslandsmótið verði klárað, en til þess þarf að keyra a.m.k. þrjár umferðir. Í ljósi þess mikla ferðakostnaðar sem við búum við í dag, þá hafa MSÍ og Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar komist að samkomulagi um að 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ískrossi fari fram á Mývatni helgina 17-18 mars n.k.
2. umferðin verður keyrð laugardaginn 17. mars á Stakhólstjörn og 3. umferðin verður svo keyrð sunnudaginn 18. mars, líklega í Álftabáruvogi.
Þessa helgi fer fram hið margumtalaða Mývatnssmót, sem er ein allsherjar vetraríþróttaveisla.

Dagskráin verður á þessa leið:

Lesa áfram Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð

Honda sé að hanna vélsleða

Þessi sleði er knúinn af rafmagni og er undir 100 kg á þyngd. Spurningin er bara hvernig hann kemst áfram í 40cm djúpum púðursnjó?
Reyndar er þetta bara verkefni bara að taka þátt í einhverri verkfræðisamkeppni, ekki endilega að fara í framleiðslu.


Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Mynd: Kristján Skjóldal
Jón Kr. Jacobsen, Gunnlaugur Karlsson og Jón Ásgeir Þorláksson

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Íscrossi fór fram á Leirutjörn á Akureyri í tengslum við vetrarsporthátiðina Éljagang í gær.  Keppt var í fjórum flokkum og unnu feðgarnir Jón Kr. Jacobsen og Victor Ingvi Jacobsen sitthvorn flokkinn en ekki gerist það oft í einni og sömu akstursíþróttakeppninni. Kári Jónsson var með talsverða yfirburði í fjölmennasta flokknum, vetrardekkjaflokki.

Úrslitin voru annars eftirfarandi:

Vetrardekkjaflokkur

  1. Kári Jónsson 75 stig
  2. Guðbjartur Magnússon 64 stig
  3. Bjarki Sigurðsson 60 stig

Lesa áfram Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Frábær þátttaka í Íscrossinu á Akureyri

Dagskráin

Alls eru 42 skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi sem fer fram á Akureyri á laugardaginn, nánar tiltekið á Leirutjörn. Keppnin er haldin í samvinnu við Vetraríþróttahátíðina Éljagang sem fer fram í bænum og nágrenni um helgina.
Spáð er góðu veðri svo Norðlendingar og ferðamenn hafa enga ástæðu til að missa af þessu.
Smellið á dagskrána fyrir stærri mynd.

ISDE 2012 undirbúningur hafinn

Íslenska landsliðið í Enduró hefur opnað Facebook síðu fyrir keppnina ár og hér eru opnunarorðin þeirra:

Nú er undirbúningur strax hafinn fyrir ISDE 2012 sem fer fram í Þýskalandi í ár þann 24-29. september. Við höfum úr gríðarlega flottum hóp ökumanna að velja en endanlegt landslið verður ekki valið strax, enda langt í keppnina og margt sem getur komið uppá. Þó verður undirbúningur að byrja strax enda þarf skráning í keppnina að berast núna strax í febrúar.

Endilega „like-ið“ síðuna og fylgist með fréttum af undirbúningi íslenska landsliðsins í enduro 2012 !

Bolalada