1. umferð í Ís-Cross fer fram á Akureyri 11. febrúar

Skráning í 1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross sem far átti fram í Reykjavík 28. janúar mun gilda fyrir keppnina sem sem fram fer á Akureyri laugardaginn 11. febrúar. Þeir keppendur sem skráðu sig í 1. umferð athugið að sú skráning mun standa og verður opnað fyrir þá skráningu aftur til miðvikudagsins 8. febrúar til kl: 21:00

Þeir keppendur sem þegar hafa skráð sig en geta ekki mætt á Akureyri er bent á að senda póst á kg@ktm.is áður en skráningarfrestur rennur út og mun þá keppnisgjaldið verða fært á aðra keppni. Langtímaveðurspáin lítur vel út og allt útlit fyrir góða keppni á Akureyri. Ekki hefur verið ákveðið með aukakeppni í Ís-Cross en gera má ráð fyrir að hún verði sett á í kringum 25. febrúar ef aðstæður leyfa.

Stórskemmtileg Snjó Cross Country keppni að baki

Í dag fór fram á Bolaöldusvæðinu fyrsta snjócrosscountrykeppnin af þremur sem haldnar verða í vetur. Hugmyndin með þessum keppnum var að bjóða upp á einfalt og skemmtilegt keppnisform fyrir sleðamenn þar sem aðalmálið væri skemmtileg keppni í einfaldri braut þar sem allir gætu keppt á jafnréttisgrundvelli. Það er óhætt að segja að þessi fyrsta keppni hafi tekist frábærlega. 24 keppendur voru skráðir til keppni á alls konar sleðum, ungum og öldnum auk þess sem keppendur voru á aldrinum 15 og upp undir fimmtugt. Tvær konur tóku þátt og stóðu sig frábærlega.

Brautin byrjaði fyrir ofan motokrossbrautina og lág inn í Jósepsdal og lykkjaðist upp og niður um brekkurnar í dalnum. Talsvert hart færi var í brautinni í dag og höfðu menn nokkrar áhyggjur af kælingu á beltunum fyrir keppni. Það virtist þó ekki koma að sök þar sem brautin tættist fljótt upp sem dugði til að kæla beltin.

Lesa áfram Stórskemmtileg Snjó Cross Country keppni að baki

Krakkaæfingar

Því miður er enginn æfing á morgun sunnudag. Engir lausir tímar eru í Reiðhöllini þennan mánuðinn. Vonandi verður ástandið í Bolöldu gott í Mars svo að við getum haldið áfram þar sem krakkarnir eru að sýna frábæran árangur og við erum alveg vissir um að þarna í hópnum eru sigurvegarar.
Verið er að athuga með tíma í Reiðhöllini í Mosfellsbæ.

kv.
Motocross skóli VÍK

Skráning í Sno Cross Country (á vélsleðum)

Vegna slæmrar veðurspár fyrir fyrirhugaðann keppnisdag í 1. umferð Sno Cross Country 2012 laugardaginn 4. febrúar hefur verið ákveðið að færa keppnina um einn dag yfir á sunnudaginn 5. febrúar. Á sunnudaginn er spáð flottu veðri og verður keppnin keyrð af fullu afli á sama tímaplani. Það eru flottar aðstæður uppfrá og hefur bætt í snjó, í Bláfjöllum hefur t.d. verið ófært í 2 daga svo nú er um að gera að mæta til leiks og þenja tugguna í snjónum í suðrinu ! Muna að skrá sig hérna á síðunni !

Þá er komið að því, skráning er hafin í 1. umferðina í Sno Cross Country 2012 sem mun fara fram þann 4. febrúar við akstursíþróttasvæði VÍK í Bolaöldu. Fyrir þá sem ekki vita eru þetta einskonar endurokeppnir fyrir snjósleða og er þetta tilraun snjósleðanefndar MSÍ til að sprauta lífi í keppnishald í sleðasportinu hér heima.

Keppt verður í fjórum flokkum, Meistaraflokki, B flokki, Unglingaflokki og Kvennaflokki. Það þurfa að vera 5 í flokk til að hann telji til verðlauna. Allar vélarstærðir eru leyfðar í öllum flokkum nema að í unglingaflokki er 600cc hámark. Keyrðar eru tvær umferðir í hverri keppni og þá seinni umferðin öfugan hring. Allir flokkar fara á sama tíma á ráslínuna en Meistaraflokkur er ræstur 1 mínútu á undan restinni. Það verður hlaupandi start 20 m fyrir aftan hverja ráslínu að sleðanum. Meistaraflokkur keyrir í 2x 75 mínútur og hinir í 2x 45 mínútur.

Lesa áfram Skráning í Sno Cross Country (á vélsleðum)

útlendingur hafi farið á ísinn

smellið hér

Fyrstu umferðinni í íscrossi frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna

Af óviðráðanlegum orsökum hefur fyrstu umferðinni í íscrossi verið frestað um óákveðin tíma.  Aðstæður eru mjög erfiðar til keppnishald og er með öllu ófært upp að Hafravatni og óvíst hvort þessar þrjár leiðir verði yfirhöfuð mokaðar fyrir helgi.  Þar fyrir utan er ekki forsvaranlegt að láta fólk ferðast landshluta á milli við þessar aðstæður á meðan færðin er eins og hún er.  MSÍ mun í samráði við klúbbana finna nýja dagsetningu við fyrsta hentugleika og mun sú skráning sem nú hefur átt sér stað gilda áfram.  Þeir sem hafa athugasemdir við það er bent á að hafa samband við MSÍ.  Vænta má upplýsinga um nýjan keppnisdag og hugsanlega nýjan keppnisstað fljótlega upp úr helgi.  Verður upplýsingum um framhaldið komið í loftið um leið og það er ljóst hvert framhaldið verður, þ.e. nýr keppnisdagur og hugsanlega nýr keppnisstaður.


Bolalada