Dakar 2012 – lokadagur – Cyril Despres sigurvegari

Cyril Despres fagnar sigri

Dakar rallinu 2012 er nú lokið og stendur Cyril Despres(KTM) uppi sem sigurvegari, er þetta 4 Dakar sigur hans og líklega sá sem hann hefur þurft að hafa mest fyrir.

Til marks um það er hann ekki með nema 3 sérleiðasigra í ár en það sem telur er að halda sér alltaf sem næst toppnum og með jöfnum akstri hefst þetta.

En það var nú samt 43 ára norski frændi okkar hann Pal Anders Ullevalseter(KTM) sem sigrað síðustu sérleiðina í ár, kom hann rúmri mínutu á undan næsta manni sem var Marc Coma(KTM) en sigurvegari rallsins kom ekki fyrr en í 10 sæti, 3min51sek á eftir fyrsta manni.

Þessarar keppni verður líklega minnst lengi þar sem þeir félagar Despres og Coma börðust ansi hart alla leið og skiptust á að hafa forustu en Coma sigraði 5 sérleiðir í ár.

Eftir um 8300km keppni um vegi, slóða, eyðimerkursandöldur og ár munaði 53min og 20 sek á milli þeirra félaga. Þá munar einum titli milli þeirra en þeir höfðu báðir unnið Dakar 3svar fyrir þessa keppni.

Lesa áfram Dakar 2012 – lokadagur – Cyril Despres sigurvegari

Fyrsti sigur KTM í Supercrossi


Dungey leit aldrei um öxl í Arizona, nema fyrir þessa myndatöku

KTM hefur verið þekkt merki í hjólasportinu í tugi ára en hingað til hefur þeim ekki tekist að sigra í virtustu Supercross seríu í heiminum, AMA Supercrossinu í Bandaríkjunum. Það breyttist í nótt þegar Ryan Dungey skaust fyrstur úr holunni og leiddi alla 20 hringina í Pheonix í Arizona. Þetta var önnur umferðin í ár en í fyrstu umferðinni hafnaði Dungey í þriðja sæti sem var fyrsta skiptið sem KTM komst á pall í þessum flokki. Óhætt er að segja að koma Roger DeCoster liðsstjóra og svo Dungeys auðvitað líka hafi verið stórt skref fyrir KTM sem nú virðist vera að borga sig.

En aftur að keppninni, þó svo að Dungey hafi leitt allan tímann er langt frá því að einhver lognmolla hafi verið í Arizona. Meistarinn og forystusauðurinn, Ryan Villopoto, datt á fyrsta hring og þegar hann var kominn á lappir aftur var hann um það bil síðastur. Liðsfélagi hans hjá Kawasaki, Jake Weimer, náði öðru sætinu og hélt því til loka. Hans besti árangur í SX flokki.

Lesa áfram Fyrsti sigur KTM í Supercrossi

Dakar 2012 dagur 13 – Cyril á fljúgandi ferð

Cyril á flugi

Það var ljóst strax í morgun að Cyril Despres(KTM) ætlaði sér stóra hluti í dag og það gekk eftir því þrátt fyrir að Helder Rodrigues((Yamaha) hafi náð sigri dagsins en hann kom í mark 47sek á undan Despres.

Það var heilmikið drama í gangi í dag því Marc Coma(KTM) þurfti að hægja ferðina fyrripart vegna einhvera vélartruflana og svo gerði hann einnig afdrifarík mistök er hann fór útaf leiðinni í sandöldunum og uppgötvaði það ekki fyrr en eftir 2 km og þegar hann fann aftur réttu leiðina þá hafði hann þegar tapað um 13mín á Despres.

Þessir tveir keppendur eru með svo yfirgnæfandi forustu að það bendir allt til þess að Despres verði næsti sigurvegari Dakar rallsins og það þá í 4 skipti. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið, hann þarf að klára síðustu leið en hún er stutt, ekki nema 29km

Lesa áfram Dakar 2012 dagur 13 – Cyril á fljúgandi ferð

ííha æfing á morgun í reiðhöllinni

Krakkaæfingarnar halda áfram í janúar í Reiðhöllinni Víðidal.  Önnur æfingin er á morgun sunnudag kl 16 fyrir minni hjólin og kl 17 fyrir stærri hjólin.

Hingað til hafa æfingar gengið mjög vel og áfallalaust og við ætlum að halda því áfram.

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun, koma svo við viljum sjá sem flesta.

Gulli & Helgi Már

Dakar 2012 Dagur 12

Coma

Nú styttist í lokin og harka hlaupin í keppendur og það sýndi Marc Coma(KTM) sem var þriðji af stað í dag og átti frábært start og kom fyrstur í mark.

Hann náði sínum 5 sérleiðasigri og þeim 21. yfir heildina og náði að koma 3mín og 57sek á undan sínum helsta keppinaut Cyril Despres(KTM) og dugði það honum að ná forustu yfir heildina með 1mín og 35sek. En stóra spurningin er sú hvort það dugi honum, þeir félagar hafa verið að skiptast á að vinna og það með um 2mín mun, má því reikna með að það verði allt gefið í á þessum síðust metrum keppninar.

Vilja menn meina að þetta hafi verið herbragð hjá honum að koma ekki fyrstur í mark í gær, hann hefði hægt viljandi á sér til þess að vera ekki fyrstur af stað í dag því þá gæti hann einbeitt sér meira að hraðanum í staðinn fyrir að einblína í leiðarbókina, hann gæti notað förin eftir hin hjólin og unnið upp tíma þannig, sérstaklega þar sem sérleið dagsins var ekki nema 197km.
Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 12

Bolalada