Dakar rallinu 2012 er nú lokið og stendur Cyril Despres(KTM) uppi sem sigurvegari, er þetta 4 Dakar sigur hans og líklega sá sem hann hefur þurft að hafa mest fyrir.
Til marks um það er hann ekki með nema 3 sérleiðasigra í ár en það sem telur er að halda sér alltaf sem næst toppnum og með jöfnum akstri hefst þetta.
En það var nú samt 43 ára norski frændi okkar hann Pal Anders Ullevalseter(KTM) sem sigrað síðustu sérleiðina í ár, kom hann rúmri mínutu á undan næsta manni sem var Marc Coma(KTM) en sigurvegari rallsins kom ekki fyrr en í 10 sæti, 3min51sek á eftir fyrsta manni.
Þessarar keppni verður líklega minnst lengi þar sem þeir félagar Despres og Coma börðust ansi hart alla leið og skiptust á að hafa forustu en Coma sigraði 5 sérleiðir í ár.
Eftir um 8300km keppni um vegi, slóða, eyðimerkursandöldur og ár munaði 53min og 20 sek á milli þeirra félaga. Þá munar einum titli milli þeirra en þeir höfðu báðir unnið Dakar 3svar fyrir þessa keppni.
Lesa áfram Dakar 2012 – lokadagur – Cyril Despres sigurvegari