Við komuna til Peru á degi 11 náði Cyril Despres(KTM) sínum 4 sérleiða sigri þetta árið og þeim 30 yfir heildina og jók forskot sitt á Marc Coma(KTM) í 2min og 22sek
Despres skráði sig í sögubækur Dakar rallsins með þessu sigri í dag sem fyrsti sigurvegari í hjólaflokki í Peru en Perú er 27 landið sem býður Dakar rallið velkomið.
Honum mun örugglega ekki veita af þessu forskoti því baráttan um 1 sæti hefur sjaldan eða aldrei verið svona hörð þegar svona stutt er eftir af rallinu.
Við komuna í mark sagði Despres „þetta var en einn erfiði dagurinn(705km í heildina), að frátöldu smá óhappi á lítilli ferð er ég mjög ánægður hvernig dagurinn fór. En og aftur áttum við Coma í harðri barráttu og skiptumst nokkrum sinnum á að hafa forustu áður en mér tókst að ná forustunni á seinni sérleiðinni. Ef þetta heldur svona áfram, að við séum að taka til skiptis 2 mín af hvor öðrum á hverjum degi verður þetta mjög spennandi í lokinm bæði fyrir okkur, þá sem eru að fylgjast með okkur og keppnina sem slíka“.