Endurocrossæfingar á Egilsstöðum

Alltaf standa klúbbarnir sig vel út á landi. Nú eru þeir á Egilstöðum farnir að stunda reglubundnar æfingar innanhúss. Þeir hafa fengið nota reiðhöllina á staðnum og sett upp auðvelda en skemmtilega braut til að halda sér við efnið yfir vetrartíman. Hel flott hjá þeim.

tekið af morgan.is

Dakar 2012 Dagur 7

Coma

Gærdagurinn var hálfgerður hvíldardagur þar sem sérleiðinni yfir Andersfjöllin var felld niður vegna slæmra skilyrða útaf snjó og mikillar rigninga svo dagur 6 var bara ferjuleiðar dagur, hugsanlega hefur það hjálpað einhverjum til að geta komið tækjum sínum í gott lag því sérleið dagsins í dag var 419km löng.

Marc Coma(KTM) sýndi klærnar í dag og sigraði sérleið dagsins rúmum 2 mínutum á undan helsta keppinaut sínum Cyril Despres(KTM).

Marc hefði þetta að segja eftir að hann kom ímark „það er almennt vitað að sérleiðin fyrir hvíldardaginn er alltaf erfið og dagurinn í dag var þar engin undantekning, mikill hiti og laus sandur. En þrátt fyrir það var hraðinn mikill og mér tókst að minnka bilið milli mín og Cyril um rúmar 2 mínutur þó þá sé alls ekki nóg.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 7

Krakkaæfingar í janúar

Krakkaæfingarnar halda áfram í janúar í Reiðhöllinni Víðidal. Fyrsta æfingin er á morgun sunnudag kl 16 fyrir minni hjólin og kl 17 fyrir stærri hjólin.

Verð fyrir þennan mánuðinn er 10.000 kr og þarf að greiða það á fyrstu æfingu.

Hingað til hafa æfingar gengið mjög vel og áfallalaust og við ætlum að halda því áfram.

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun,

 

Gulli, Helgi Már og Aron

Supercrossið að skella á

Þeir líklegustu á blaðamannafundi í gær

Það má heyra saumnál detta. Allir í Los Angeles halda í sér andanum. Hliðið dettur í kvöld!

Spennan hefur verið að byggjast upp síðustu mánuðina og í kvöld sjáum við hver þolir pressuna best (og hver keyrir hraðast). Nokkrir verða að teljast líklegastir til að hirða dolluna í vor. Núverandi meistari Ryan Villopoto verður ekki auðveldur andstæðingur í vetur né heldur nokkrir fyrrverandi meistarar eins og: James Stewart, Chad Reed og Ryan Dungey. Nokkrir eru einnig viljugir til að stríða meisturunum eins og Tray Canard og Jake Weimer. Canard mun þó ekki keppa í fyrstu keppninni þar sem hann er að jafna sig eftir nokkra daga gamalt viðbeinsbrot.

Lesa áfram Supercrossið að skella á

Dakar 2012 – Dagur 6 leið slegin af vegna veðurs

Skipuleggjandur Dakar rallsins ákváðu síðustu nótt að slá af 6 sérleiðina vegna mikilla rigninga og snjóa og slæmrar veðurspá í Andesfjöllunum en sérleiðin nær uppí 4700m hæð

Er þetta gert með öryggi keppenda í huga svo skipulögð var ný ferjuleið sem er mun öruggari.

Með Dakarkveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Dakar 2012 Dagur 5

Cyril Despres

Með 28 sérleiðasigri sínum á degi 5 jók Cyril Despres(KTM) forskot sitt á helsta keppinautinn Marc Coma(KTM) um 1mín og 41sek og eru þessir tveir miklu hraðari en aðrir keppendur og er gantast með það að keppnishaldarar halda varla í við þá.

Þetta hjólatvíeyki virðist hafa gríðarlega yfirburði eða kannski bara heppnari en aðrir. Slæm veðurskilyrði í gær neyddu skipuleggjendur til að stytta daginn og má reikna með að það hafi jafnvel skemmt aðeins fyrir Cyril til að auka forskot sitt þar sem sandöldunum nálægt bænum Fiambala var sleppt en þar er hann á sannkölluðum heimavelli.

En þrátt fyrir það þá jók hann forskot sitt eins og áður segir um 1mín og 41sek á Marc Coma(KTM) þrátt fyrir að leiðin væri bara 185km.

Frans Verhoeven(Sherco) sem hefur náð að halda sér þokkalega nálægt þeim félögum lenti í vandræðum með hjólið eftir einungis 50km, hann náði nú samt að klára leiðina en það má reikna með að hann sé dottin úr keppni um efstu 5 sætin eftir þessar tafir.

Eins og stendur er það Helder Rodrigues(Yamaha) sem nær að hanga aðeins í þeim en hann er samt sem áður 47mín og 56sek á eftir 1 sæti eftir 5 daga. það er mikill munur til að vinna upp en eins og sagt er „þetta er ekki búið fyrr en það er búið“

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 5

Bolalada