Bikarmóti MotoMos í íscrossi aflýst vegna dræmrar þátttöku

Vegna ónógrar þátttöku og dræmra undirtekta að þá hefur MotoMos ákveðið að hætta við áður auglýst bikarmót í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar.  Rétt um tíu keppendur hafa skráð sig til leiks og er ekki stætt á því fyrir klúbbinn að halda keppni gangandi með þeim fjölda.  MotoMos þakkar þeim sem skráðu sig fyrir sýndan áhuga og mun endurgreiða að fullu keppnisgjaldið til þeirra sem skráðu sig.  Senda þarf upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu á motomos@internet.istil þess að hægt verið að ganga frá endurgreiðslu til keppenda.  MotoMos vonar að hjólamenn taki svo betur við sér þegar næsta fyrirhugaða mót verður auglýst og óskar hjólamönnum góðrar hvíldar í vetur og vonar að með hækkandi sól verði menn tilkippilegri.

Einar Sigurðsson íþróttamaður KKA 2011

Mynd: Motosport.is
Einar Sigurðsson

Einar Sigurðsson hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins hjá KKA. Einar fór einfaldlega á kostum á síðasta ári, var fullkomlega óstöðvandi og ósigrandi. Einar keppti í flokki 85cc hjóla í mototcrossi og vann allar fimm umferðir Íslandsmótsins. Einar gerði ekki endasleppt með þessu því hann keppti ekki bara í motocrossinu heldur líka í enduro akstri í flokki 85cc. Skemmst er frá því að segja að þessi stórkostlegi akstursíþróttamaður sigraði þar allar 6 umferðir íslandsmótsins. Hann sigraði því með fullu húsi stiga bæði í motocrossi og enduro,  sem er einstakt og sýnir hve gríðarlega fjölhæfur og hæfileikaríkur ökumaður Einar er.

Á Unglingalandsmótinu sem haldið var á Egilsstöðum í sumar vann Einar 85cc flokkinn og keppti einnig í 125cc unglingaflokki og varð þar í 3. sæti.

KKA er heiður að hafa Einar í röðum sínum og geta útnefnt hann íþróttamann ársins 2011.

Til hamingju Einar með titilinn.

Tekið af kka.is

Dakar 2012 Dagur 4

Marc Coma

Nú þegar dagur 4 er að kveldi komin þá virðist sem að þeir KTM félagar Cyril Despres og Marc Coma séu að stinga aðra keppendur af því það er nú orðið um 18mín bil milli Coma í 2 sæti ogHelders Rodrigues(Yamaha) sem er í 3 sæti.

Coma sem tapaði forustu í gær eftir slæm mistök í rötun átti mjög góðan dag í dag.

Kláraði hann 326km sérleið dagsins á 4klst, 16min og 43sek og náði að minnka forskot Cyrils Despres(KTM) um 2mín og 2 sek en hann varð annar í dag. Hollendingurinn Frans Verhoven(Yamaha) varð þriðji í dag, 8mín og 26sek á eftir Coma

Marc Coma(KTM) sagði þegar hann kom í mark „þetta var mjög erfið leið í dag, hún byrjaði mjög hröð og varð ég að fókusa vel á leiðarbókina, einnig var mikið vatn á leiðinni. Ég reyndi að halda uppi góðum hraða frá byrjun en það var erfitt, mér tókst þó að taka framúr nokkrum keppendum og draga svolítið á Cyril en það eru margar leiðar og margir dagar eftir svo þetta er ekki búið“.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 4

Akstur á motocrosshjóli á skíðasvæðinu í Bláfjöllum

Vefnum hefur borist stutt grein og eru menn vinsamlega beðnir um að lesa og taka tillit til annara útivistarunnenda.

Góðan daginn.
Ég fékk þá frétt í dag að í gærkvöldi kl 20:20 mætti skíðagöngumaður sem var að ganga í skíðaspori á sléttunni við Suðurgilslyftu bláklæddum manni á motocrosshjóli sem ók eftir skíðasporinu og spændi það upp. Göngumaðurinn náði ekki að tala við ökumanninn en ræddi við annann ökumann motocrosshjóls á bílaplaninu við Suðurgilslyftuna um þetta, í allt voru á þessum tíma 5 ökumenn á motocrosshjólum á/við bílastæðið.

Við óskum eftir aðstoð ykkar við að koma því á framfæri við ökumenn motocrosshjóla að þeir virði reglur um bann við akstri utan vega á skíðasvæðinu í Bláfjöllum svo ekki séu skemmd okkar íþróttamannvirki, sem eru skíðabrekkur og skíðaspor, sem lögð eru með ærnum tilkostnaði.

Bestu kveðjur með óskum um góðan íþróttavetur

Þóroddur F. Þóroddsson, formaður Skíðagöngufélagsins Ulls

Dakar 2012 Dagur 3

Cyril Despres

Dagleið 3ja dags var 561km og hluti af henni fór ansi hátt uppí fjöllin með tilheyrandi þunnu lofti og nýr maður Cyril Despres(KTM) komin í forustu.

Hann sagði eftir komuna í mark „það skrítna við svona rall er að oft veistu ekki hvort þú hafir átt góðan dag eða ekki fyrr en allir eru búnir. Þegar ég átti um 10 km eftir þá fann ég að þetta hafði verið ansi erfiður dagur. Ég byrjaði illa í morgun með því að rífa illa fingurnögl þegar ég var að fara í stígvélin mín, svo eftir ca.160km fór áttavitin minn að klikka og þegar um 70km voru eftir í tæknilegum og hlykkjóttum uppþornuðum árfarvegi skemmdi ég bremsudisk að aftan.

Þetta eru allt atriði sem geta kostað þig tíma svo ég var mjög undrandi þegar ég tók eftir því að það voru mótorhjólaför á undan mér, einnig tók ég eftir því að það var þyrla að sveima yfir mér en ég var ekki viss fyrr en ég kom yfir endalínu að ég trúði því að ég væri fyrstur í mark. Að sjálfsögðu er ég mjög glaður með það en ég er búin að vera svo lengi í þessu að ég veit að það er ennþá löng leið í lokamarkið“

Marc Coma(KTM) lenti í vandræðum þar sem leið mótorhjóla og bíla aðskildust en hann las rangt í leiðarbókina og fór 8km inná leið bílanna áður en hann áttaði sig á mistökunum og tapaðu miklum tíma á þessum mistökum, fram að því höfðu þeir félagar verið á nánast sama tíma við 160km markið

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 3

Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar

Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni.  Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld.  Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir

  • 85cc flokkur
  • Kvennaflokkur
  • Standard flokkur
  • Opin flokkur

Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ.  85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman.  Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45.  Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45.  Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.

Lesa áfram Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar

Bolalada