Dakar 2012 Dagur 2

Marc Coma

Dagur tvö er nú búinn en leið dagsins var 782km og þar af 295 km sérleið og var það forystumaður gærdagsins Francisco ´Chaleco´ Lopes(Aprilia) sem fór fyrstur af stað inná leiðina.

Fyrstu 170km voru frekar auðveldir, hraðir og góðir yfirferðar en eftir það breyttist leiðin í að vera hlykkjótt og grýtt og endaði svo að vera ansi óslétt og í gegnum sandkafla.

Eins og áður þá eru alltaf sviptingar á toppnum á þessum fyrstu dögum en Marc Coma(KTM) sýndi það í dag að það er engin tilviljun að hann sigraði Dakar í fyrra, tók hann forustu í dag.

Coma sagði eftir daginn „við Chaleco voruð að hjóla á hámarkshraða og trúðu mér, þetta Aprilia er ansi hraðskreitt! Eftir að við komum að sandinum þá varð þetta tæknilegra og reyndi meira á rötun þá jókst bilið milli okkar. Ég er ánægður með að ég villtist ekki svo þetta var góður dagur fyrir mig.“

Með þessum sérleiðar sigri jók hann bilið milli sín og helsta keppinautar síns Cyril Despres(KTM) en hann var aðeins 13 af stað í dag eftir brösótt gengi í gær en gekk mun betur í dag.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 2

Dakar 2012 fyrsti dagur

Nú er Dakar 2012 hafið og hófst það á 57km sérleið sem er hugsuð sem létt leið til að keppendur gætu reynt almennilega búnað sinn, gekk á ýmsu hjá keppendum.

En fyrsti dagurinn er sorgardagur því einn keppandi lést á þessari fyrstu sérleið þegar hann átti ekki nema 2 km eftir af sérleiðinni. Argentínumaðurinn Jorge Martinez Boero(BETA) féll af hjólinu á hröðum kafla og þrátt fyrir að læknalið kæmi fljótt að þá dó hann á leið á sjúkrahús vegna innvortis meiðsla.
Lesa áfram Dakar 2012 fyrsti dagur

Takk fyrir árið sem er að líða, gleðilegt nýtt ár.

Takk fyrir allar skemmtilegu hjólastundirnar á liðnu ári með von um enn fleyri á komandi ári.

Stjórn VÍK.

PS: farið nú varlega með flugeldana annars eigið þið hættu á að missa tíma frá hjólunum.

Dakar 2012 – skoðun

Dakarinn er að byrja

Keppendur í Dakar 2012 eru farnir að setja vel mark sitt á bæinn Mal De Plata í Argentínu en þar mun rallið hefjast.

Í gærmorgun þegar skoðun keppnistækja og búnaðar hófst var það Argentínumaðurinn Luca Bonette (HONDA)sem var mættur fremstur en hann er með síðasta númerið í fjórhjólaflokki(282) og er einnig yngsti keppandi sem tekur þátt í þessu ralli, hann verður 20 ára, 3ja mánaða og 5 daga gamall þann 1 janúar 2012.

Svona skoðun er mikil aðgerð en um 350 starfsmenn sjá um skoðunina enda gríðarlega pappírsvinna sem fylgir henni

Þarna mátti sjá keppendur eins og Sebastian Halpern en hann endaði í 2 sæti í fjórhjólaflokki í fyrra en keppir núna sem aðstoðarökumaður í bílaflokki, hann sagðist ekki vera yfirgefa fjórhjólaflokkinn heldur væri hann að prófa annað, hann myndi snúa aftur til að sigra fjórhjólaflokkinn síðar

Á fyrsta degi skoðunar voru 158 ökutæki skoðun, 53 mótorhjól, 19 fjórhjól, 71 bíll og 15 trukkar.

Dakar kveðjur

Dakar 2012 – yfirlit

Dakar rallið 2012 er að hefjast eftir nokkra daga

Þar sem Dakar rallið er að fara hefjast þá er oft gaman að velta sér aðeins uppúr smá tölum varðandi rallið, t.d fjölda keppenda, fjölda hjóla af hverri tegund, velja sér einhverja keppendur til að fylgjast með þó svo að þeir séu ekki í toppbaraáttunni.

Að þessu sinni munu keppendur fara í gegnum 3 lönd, fyrstu 5 dagarnir eru í Argentínu, næstu 5 og hvíldardagurinn verða í Chile og síðustu 4 dagarnir og endamark eru svo í Perú.

Keppnin verður örugglega jafnari núna þar sem allir keppendur verða að vera á 450cc hjólum, stærri hjól eru nú bönnuð en keppendur hafa haft síðstu 2 ár til að undirbúa það og flestir voru nú komnir með þetta á síðasta ári.

Ég mun fyrst og fremst fylgjast með keppendum í mótorhjóla- og fjórhjólaflokkum og mun ég reyna eftir fremsta megni að birta einhverja fréttabúta og stöðu eftir hvern dag. Það kemur kannski soldið inn soldið seint en kemur þó.

Í ár eru 188 keppendur skráðir í hjólaflokkinn og skiptast hjólategundirnar sem hér segir eftir fjölda:

Lesa áfram Dakar 2012 – yfirlit

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Bolalada