Dagur tvö er nú búinn en leið dagsins var 782km og þar af 295 km sérleið og var það forystumaður gærdagsins Francisco ´Chaleco´ Lopes(Aprilia) sem fór fyrstur af stað inná leiðina.
Fyrstu 170km voru frekar auðveldir, hraðir og góðir yfirferðar en eftir það breyttist leiðin í að vera hlykkjótt og grýtt og endaði svo að vera ansi óslétt og í gegnum sandkafla.
Eins og áður þá eru alltaf sviptingar á toppnum á þessum fyrstu dögum en Marc Coma(KTM) sýndi það í dag að það er engin tilviljun að hann sigraði Dakar í fyrra, tók hann forustu í dag.
Coma sagði eftir daginn „við Chaleco voruð að hjóla á hámarkshraða og trúðu mér, þetta Aprilia er ansi hraðskreitt! Eftir að við komum að sandinum þá varð þetta tæknilegra og reyndi meira á rötun þá jókst bilið milli okkar. Ég er ánægður með að ég villtist ekki svo þetta var góður dagur fyrir mig.“
Með þessum sérleiðar sigri jók hann bilið milli sín og helsta keppinautar síns Cyril Despres(KTM) en hann var aðeins 13 af stað í dag eftir brösótt gengi í gær en gekk mun betur í dag.