Kæru hjólarar. Núna er jarðvegur alveg gríðarlega viðkvæmur og við verðum að halda aftur af okkur og hjóla ekki hvar sem er. Ég skil algjörlega hjólagredduna sem er núna í fólki en við verðum að passa að fá losun á réttum stöðum. Því vil ég vinsamlegast biðja alla um að leita á þá staði sem ráða við torfæruhjól núna. Þorlákshöfn er staðurinn núna og þar vinna menn við að halda brautinni góðri. En Bolaöldusvæðið verður ekki tilbúið á næstunni. Þar er enn snjór og þar sem er ekki snjór er bara leðja.
Við munu auglýsa það hressilega þegar við opnum, en fram að því verðum við að biðja um að svæðið fái frið til þess að koma undan vetri.
Með vinsemd og virðingu.
Sigurjón Snær Jónsson