SUNNUDAGSSPRETTUR

Motocross æfingamót á Sunnudag 30 Ágúst. kl. 14:00 í Bolöldu
Á sunnudaginn verður haldið æfingamót í motocross í Bolaöldu. Keppni hefst kl. 14:00. Engin skráning, ekkert skráningargjald – bara að mæta og borga brautargjaldið! Snæland Video splæsir í grillaða og gómsæta vinninga. Fyrirkomulag verður start + 2 hringir, 3 moto og síðan úrslitariðill. Keppendum skipt upp í hópa eftir fjölda og getu – og því kærkomið fyrir nýliða sem aldrei hafa keppt að mæta og prófa. Old Boys kappar sérstaklega velkomnir, því það verður keyrt í Upside-Up demparaflokki, fornhjólaflokki (MX hjól með blöndunga), og í veltiþyngdarflokki (þar sem ökumaður er þyngri en hjólið) – ef næg þáttaka fæst. Von er á erlendum keppendum í þetta mót og hefur amk einn frá Spáni boðað komu sína. Spurning hvort þetta endi sem MX des Nations keppni og keyrt í landsliðum…!!! Búið er að panta frábært veður fyrir sunnudaginn – þurrt, sól, og 12 stig! Hlökkum til að sjá sem flesta í frábærri braut í Bolaöldu;)

Bolaöldubraut LOKUÐ fram yfir Íslandsmót

Brautin er lokuð fram yfir keppni á Laugardag 22.08.15.

Okkur vantar aðstoð við að græja brautina í kvöld. Það hellsta sem þarf að gera er að labba brautina og hreinsa steina sem hafa komið upp við rippun á brautinni. Verkið ætti að taka ca 2 klst ef við fáum 6-8 manns í að aðstoða okkur. Mæting 18:00 – 20:00.

Okkur vantar enn aðstoð við flöggun á Laugardag. Í boði er að aðstoða okkar frábæra keppnisfólk í keppni, matur og fimm brautarmiðar. Þær flöggunarstöðvar sem við náum ekki að mannna verða að öðrum kosti settar á herðar keppenda.  Áhugasamir vinsamlegast sendið á E-mail oli.thor.gisla@gmail.com aða sms: 6903500. Einnig má senda skilaboð á FB síðunni okkar.

Bol 20.08.15

Bolaalda MX keppni 2015

Nú er komið að stóru stundinni hjá okkur. MX keppnin er á laugardag 22.08.15.

Við þurfum aðstoð við flöggun, í boði er matur og kaffi ásamt 5 miðum í brautirnar/ slóðana. ( Miðarnir gilda líka fyrir næsta ár )  Þeir sem vilja aðstoða okkur við þetta nauðsynlega hlutverk, vinsamlegast sendið skilaboð á okkur: oli.thor.gisla@gmail.com  eða sms í s: 6903500. Einnig má senda skilaboð á FB síðunni okkar.

Mikið rosalega værum við þakklát ef einhver sér fært að aðstoða okkur við að tryggja öryggi keppenda. Og til að aðstoða þessi hér fyrir neðan í að verða meistarar í drullumalli.

 

IMG_1935

IMG_1932IMG_1938

BOLAÖLDUBRAUT – BIKAR – KEPPNI – HELGIN

Eins og“ örfáir“ vita þá efum við með bikar-sprett-keppni í kvöld og þar af leiðandi er brautin LOKUÐ öðrum en keppendum.  Brautin er síðan lokuð frá og með morgundeginum 19.08.15 kl 18:00 Fram yfir keppni.

En við skulum ekki gleyma okkur. Það þarf að líka að skrá sig í keppnina sem er á LAUGARDAG og það fyrir kl 10 í kvöld. Þannig ef þú ert að taka þátt í kvöld, þá er eins gott fyrir þig að klára skráningu NÚNA.

Ef þið hafið algjörlega gleymt hvar og hvernig á að skrá sig þá er tengill HÉR.

PS: Eitt „smá“ atriði við viljum minnast á sem kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart. Það eru  miðamálin, enn og aftur eru aðilar teknir miðalausir í brautum. Ekki vitum við hvernig fólk telur að rekstur á aðstöðu eins og við höfum í Bolaöldu er fjármögnuð. Tala nú ekki um alla vinnu og tækjakaup sem við þurfum að leggja peninga í. Þó að við séum svo heppin að hafa OFUR-VÍK-VERJA innan okkar raða, sem gefa sína vinnu og frítíma, þá gengur dæmið ekki upp án peninga. Hafið miðamálin á hreinu, þið sem gerið það ekki ættuð að skammast ykkar.  

Stjórn VÍK

Bolaalda 1.6

 

Bikar-sprett-keppni-gaman.

Næstkomandi þriðjudag 18.08.15 verðum við með bikar-sprett-keppni í Bolaöldubraut.

Dagskrá: Skráning 18:00 -18:30 ca. Upphitun 18:30 – 19:00. 19:15 fyrsti sprettur. Raða verður í hópa eftir getu og fjölda, teknir verða amk tveir hringir í hvert sinn. Reynum að ná eins mörgum störtum og mögulegt er. Keyrum þetta í ca 2 klst.

Keppnisgjald : 2000 kr. Sem greiðist á staðnum. Væri gott að fá senda skráningu á sms eða emil. S: 6903500 emil: oli.thor.gisla@gmail.com

Okkur þætti rosalega vænt um að fá aðstoð við flöggun á hættulegustu pöllunum, þið munið “ það gerir enginn neitt fyrir neinn ……“

Er ekki málið að mæta? Þetta er sennilega besta hjólaæfing sem mögulegt er að komast í.

VÍK

Ps: Brautin verður glæsileg Pétur og Össi munu eyða Mánudeginum í lagfæringar og breytinga.

Start í 85 og kvennaflokki
Start í 85 og kvennaflokki

Talandi um Ofur VÍK-VERJA

Þar sem greinahöfundur hefur oft komið með frasann “ það gerir enginn neitt fyrir einn né neinn sem gerir ekkert fyrir neinn“ Þá má nú kanski benda á Ofur VÍK-Verja sem gerir allt fyrir alla sem gera ekki neitt fyrir neinn!!  Brjálaða Bína – Bína Bleika – Bína frænka – Búllu Bína eða hvernig sem þið þekkið hana, hún er Ofur VÍK- VERJI. Smá dæmi, hún var mætt til að hjóla í Bolaöldubraut í gærkvöldi en þar sem húsið var undirlagt í sóðaskap eftir einhverja, sem gera væntanlega ekki neitt fyrir neinn, þá eyddi hún kvöldinu í að þrífa húsið fyrir okkur hin. Þið megið sko klappa henni á bakið og þakka henni fyrir að vera OFUR VÍK-VERJI.

11140190_10153406046249860_1671089817853016610_n

Bolalada