Krakkanámskeið VÍK sumarið 2015 – Krakkakeppni n.k Miðvikudag

Æfingar eru hafnar við æfingasvæði okkar í Bolöldu. Æfingar eru alla mánudaga og miðvikudaga kl 18-19 fyrir 50-65cc og 19-20 fyrir 85cc. Æfingar eru Júní, Ágúst og September. Maí mánuður er nýliðinn en við hófum æfingar fyrstu vikuna í Maí. Heildarverð fyrir sumarið er 40.000.- en MSÍ (Mótorhjóla og snjósleðasamband Íslands) greiðir niður námskeiðið um 15.000.- fyrir hvern iðkanda.

Fyrsta krakkakeppni sumarsins verður n.k Miðvikudag og er mæting kl 18:00 fyrir alla þá sem ætla að keppa, keppt verður í þrem flokkum 50cc, 65cc og 85cc. Við vonumst til þess að sjá sem flesta á æfingum hjá okkur í sumar. Hægt er að fara á Facebook síðu æfinganna hér: Facebook Námskeiða VÍK  / þeir sem hafa áhuga á að fara á email lista yfir frétta v/æfinga geta sent email á Gunnlaug (gk@ktm.is)

Frábær Klausturskeppni afstaðin

Guðbjartur og Gulli sáttir eftir daginn
Guðbjartur og Gulli sáttir eftir daginn

Guðbjartur Magnússon og Gunnlaugur Karlsson sigruðu heildarkeppnina á Klaustri í gær með flottum akstri en þeir fóru heila 16 hringi á 6 klukkustundum og 5 mínútum.

Það viðraði ekki sérlega vel á okkur í gærmorgun aldrei þessu vant, rigning og þéttur vindur mættu keppendum þegar þær mættu á staðinn. Það stytti þó upp áður en keppni hófst en bætti í staðinn í vind en það truflaði ekki gleðina á þessum magnaða stað.

Lesa áfram Frábær Klausturskeppni afstaðin

Klaustur 2015.

Klaustur 2015 MINNISPUNKTAR. Og FJÖR.

Engin gisting er leyfð í pyttinum.

Tjaldstæði fyrir keppendur og aðstoðarmenn er á túninu við hlið pyttsins. Tjalstæðið kostar kr: 1000 kr á mann yfir helgina. Frítt fyrir 14. ára og yngri.

Enginn akstur á hjólum er leyfður í pyttinum fyrr en kemur að keppni. Eftir það er 1. GÍR um svæðið. Einungis merktir starfsmenn hafa leyfi til að keyra um.

Munið eftir að þetta er 6. tíma keppni, nægur tími til að gera góða hluti, þetta vinnst ekki á fyrsta hring.

Skoðun LÝKUR kl 10:30 á laugardag. Eftir það er enginn möguleiki á að vera með.

Gangið vel um svæðið og salernin. Ekki ætlast til að aðrir týni upp ruslið eftir ykkur.

Glæsileg verðlaun sem Smári Kristjánsson er búinn að græja fyrir okkur, bíðið og sjáið :)

Verlaunafhending verður að lokinni keppni. Eftir það munu verða grillaðaðir hamborgarar í Boði Snæland Videó og ÍS ( ef allt gegngur upp )

Sýnið og sannið að við erum frábært fólk að fá í heimsókn.

Svo er bara að hafa gaman saman, sýna náunga kærleik og tillitssemi.

Stjórnin.

Tryggingar.

Kæru keppendur á Klaustri ATHUGIÐ VEL.

Kynnið ykkur vel hvað ykkar tryggingafélag er með í skilmálum varðandi slysatryggingar ökumanna. Í einhverjum tilfellum eru ökumenn ekki tryggðir nema gegn sér tryggingu.

Hér er tengill frá Sjóvá varðandi þeirra tryggingar. 

Betra að vera viss um hvað er innfalið ef svo ólíklega vill til að eitthvað gerist.

Svo er það bara fullt rör og engar bremsur.

Klaustur 2015 Minnispunktar

KLAUSTUR 2015. MINNISPUNKTAR

  1. ATH að einungis verður skaffað eitt límmiðasett á eitt hjól fyrir hvern keppanda. Hægt er að panta aukasett hjá Merkistofunni gegn sanngjörnu gjaldi.
  2. Skoðun – pappírsfrágangur og keppendafundur verður miðvikudaginn 27. maí nk. hjá BL á Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík frá kl: 18:15 – 20:00. Koma þarf með kvittun fyrir félagsgjöldum ( eða félagsskírteini ) og pappíra fyrir tryggingarstaðfestingu. Hjól VERÐA að vera í lagi, bremsur – öll handföng og grip heil, engir hlutir á hjóli sem gætu skaðað aðra keppendur ( brotin plöst eða handahlífar )
  3. Skoðun verður einnig á Klaustri föstudaginn 29. maí 2015 kl. 19-21 og laugardag 910:30. Eftir það verða engin hjól skoðuð = engin keppni fyrir þá sem koma ekki fyrir 10:30!
  4. Hvetjum alla sem tök hafa á að koma á Sævarhöfðann n.k miðvikudag og klára sín mál til að flýta fyrir á laugardeginum.
  5. Ath. að í pittinum á Klaustri er ekki heimilt að gista þe. tjalda eða vera með húsbíla. Sér tjaldstæði verður rétt hjá keppnisbrautinni .
  6. Til að koma með hjól í skoðun á Klaustri: Ekki er heimilt að gangsetja og keyra á hjólunum, nota skal handaflið sem er jú góð upphitun. Í keppninni og fyrir start skal aka um pittinn í 1. gír. Brot á því kostar 10 mín VÍTI í keppninni.

Keppendalistinn á Klaustri 2015

Góðir hálsar, gleðin er skammt undan og hér er keppendalistinn sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Aron Berg Pálsson sigraði skráningarkeppnina í ár – líklega annað árið í röð, geri aðrir betur! „Skráningardeild VÍK“  aka Einar Sverrisson hefur legið yfir listanum í allan dag og lagað þær skráningar sem óskað var eftir og fundið út úr þeim fjölmörgu sem „gleymdu“ að skrá keppnisfélagann í hasarnum í skráningunni. Enn vantar þó nafn og upplýsingar um tvo keppendur á listann og væri gott að fá upplýsingar um þau sem allra fyrst!

Fjöldi keppenda er rétt yfir 200 í þetta skiptið og þó það hefði verið gaman að sjá fleiri þá munu eftirtaldir vonandi skemmta sér konunglega. Brautin var amk. merkt um helgina og er í sínu albesta formi. Listinn er hér fyrir neðan – skoðun hefst svo hjá BogL á morgun miðvikudag kl. 18.15.  Sjáumst þar. Lesa áfram Keppendalistinn á Klaustri 2015

Bolalada