Klaustur 2015. SKOÐUN

Á morgun,  Miðvikudaginn 27. maí verður skoðun hjóla/hjálma og afhending rásnúmera fyrir keppendur.

Skoðunin verður í húsnæði BL að Sævarhöfða.
 
Skoðunin hefst kl 18:15 og hvetjum við alla sem mögulega hafa tök á að koma og klára skoðun og skráningu á morgun. Það léttir mjög á okkur þar sem verkefnin á Klaustri er mörg og mannskapur af skornum skammti.
Hjól þurfa að uppfylla eftirfarandi fyrir skoðun:
Vera algjörlega skaðlaus gagnvart öðrum keppendum:
Grip/ höldur skulu vera heilar á endum.
Kúpplings og bremsu handföng óbrotin eða teipuð á enda ( Kúla )
Öll plöst heil og engir aukahlutir á hjóli sem geta skaðað aðra keppendur.
Hjólalegur í lagi.
Bremsur skulu virka fullkomlega að framan sem og að aftan.
Hjálmar meiga ekki vera með rispur sem ná inn fyrir lakkið.
Keppendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Ökuskírteini og eða ÞÁTTÖKUYFIRLÝSING :
Tryggingastaðfestingu með tryggingaviðauka  og skráningar pappíra / skráningarnúmer fyrir ökutækinu.
Kvittun fyrir greiðslu félagsgjalda í MX eða Endúróklúbb innan MSÍ
Ef upp hefur komið vandamál vegna greiðslu keppnisgjalda væri gott að koma með kvittun/ afrit fyrir greiðslu.

Klaustur 2015 skráning lokar

Skráningu fyrir Klaustur 2015 líkur mánudaginn 25. maí á miðnætti. Skráningin er opin á heimasíðunni www.msisport.is og hvetjum við fólk til að ganga frá skráningu tímanlega til að forðast vandræði á síðustu metrunum.

Miðvikudaginn 27. maí verður skoðun hjóla/hjálma og afhending rásnúmera fyrir keppendur.

Skoðunin verður í húsnæði BL að Sævarhöfða.

Skoðunin hefst kl 18:15 og hvetjum við alla sem mögulega hafa tök á að koma og klára skoðun og skráningu á miðvikudaginn. Það léttir mjög á okkur þar sem verkefnin á Klaustri eru mörg og mannskapur af skornum skammti.

Hafa með sér Ökuskírteini, skráningarnúmer af hjólunum eða tryggingarstaðfestingu með tryggingaviðauka v. keppni og staðfestingu á greiddu félagsgjaldi í þitt félag. Þátttökutilkynning verður á staðnum útprentuð og tilbúin til undirritunar.

Ef hjólin standast ekki skoðun verður þeim vísað frá, möguleiki er að láta skoða hjólin aftur á Klaustri.

Það verður skoðun á Kirkjubæjarklaustri fyrir þá sem ekki komast í þessa skoðun í BL á Klaustri á föstudagskvöldið á milli 19 og 22, og á laugardeginum til kl. 10.30

Einnig verður skoðað á eftirfarandi stöðum á landinu:

Selfoss: Axel verður með skoðun á fimmtudagskvöld kl. 20 við Selfossbrautina

(keppendur þurfa að staðfesta komu sína í skoðun í gegnum FB síðu UMFS fyrir kl. 15 á morgun miðvikudag)

Egilsstaðir: Páll verður með skoðun hjá Rafey að Miðási 11 á Egilsstöðum á fimmtudag á milli 18-20 á fimmtudag

Akranes: Jói Pétur verður með skoðun að Akurgerði 20 á fimmtudaginn kl. 20 – keppendur staðfesti komu sína við Jóa fyrir 15 á morgun

Akureyri: Siddi á sér um persónulega skoðun á Akureyri og mætir heim til keppenda á morgun

Ástæðum til að klára ekki skoðun fyrir helgina hefur farið mjög fækkandi með þessu.

Ef menn eru endalaust að velta fyrir sér hvort þær ætli að vera með þá ætti video hér fyrir neðan vonandi að hjálpa til við að ákveða sig. Margir nota afsökun að það sé lítið búið að vera hjóla þetta vorið….sem er rétt…en er þá ekki málið að skella sér á Klaustur og hjóla af sér rasgatið við frábærar aðstæður.

Skráning í barnakeppnina er einnig opin og verður fram að keppni. Þar þarf einfaldelga að senda e-mail á guggi@ernir.is og segja nafn,aldur og vélastærð og símanúmer aðstandenda.

Sjáumst með góða skapið og allt á hreinu.


Úrslit frá Hellu

Fyrsta umferð í GFH Enduro fór fram á Hellu s.l. Laugardag við frábærar aðstæður. Um 70 keppendur voru skráðir og ekki annað að heyra en að flestir hafa átt góðan dag. Tímatökumenn VÍK áttu hing vegar ekki góðan dag þar sem að kerfið fór í einhverja fílu í fyrri umferð og illa gekk að fá rétt úrslit úr kerfinu. Það hafðist um síðir og hér fyrir neðan eru úrslit úr flokkunum ásamt stigagjöf en millitímar verða eitthvað að bíða um sinn ef menn vilja sjá þá.

19-39 ára

Samtals Rd1 Rd 2
21 ORN 200 100 100
256 JON 160 75 85
35 PETUR 139 85 54
71 VICTOR 135 60 75
260 EYTHOR 114 54 60
519 GEIRHARDUR 112 45 67
263 ANTON 109 67 42
521 SÆTHOR 98 49 49
921 EIRIKUR 85 40 45
225 MAGNUS 81 41 40
143 HALLDOR 80 42 38
945 AGUST 79 38 41
845 SIGURJON 78 39 39

 

Meistaraflokkur

Samtals Rd1 Rd 2
12 GUDBJARTUR 200 100 100
10 HAUKUR 160 75 85
15 SOLVI 160 85 75
20 VIGGO 127 67 60
909 SINDRI 109 60 49
90 ODDUR 103 49 54
83 EYSTEINN 90 45 45
2 GUNNLAUGUR 67 0 67
17 JOHANN 54 54 0

 

Tvímenningur

Samtals Rd 1 Rd 2
670 BJARKI 200 100 100
23 MICHAEL 152 85 67
82 HARALDUR 145 60 85
277 ASGEIR 142 67 75
14 GUNNAR 135 75 60
690 KRISTOFER 96 54 42
466 JOHANN 94 49 45
13 HLYNUR 94 45 49
181 STEFAN 83 42 41
871 SVEINBJORN 81 41 40
595 BJORN 78 39 39
108 ROBERT 78 40 38

 

40-49 ára

Samtals Rd1 Rd2
757 GUNNLAUGUR 200 85 100
67 THORGEIR 160 100 60
48 ERNIR 145 60 85
426 EIRIKUR 152 67 85
70 JON 120 75 45
73 GUDMUNDUR 108 41 67
36 LEIFUR 103 49 54
136 BRYNJAR 103 54 49
747 MAGNUS 87 45 42
22 MAGNUS 82 42 40
223 SIGMAR 81 40 41
63 JOHANN 39 0 39
987 RAGNAR 38 0 38

 

50+

Samtals Rd1 Rd2
707 SIGURDUR 200 100 10
53 ELVAR 170 85 85
58 EINAR 150 75 75

 

Kvennaflokkur

Samtals Rd1 Rd2
25 GUDFINNA 185 100 85
64 THEODORA 175 75 100
40 SOLEY 160 75 85
31Anita 0 0 0

OKKUR VANTAR AÐSTOÐ

Okkur vantar ennþá viljuga til að hjálpa okkur í brautargæslu. Á morgun, Laugardaginn 16. Maí vantar okkur enn amk þrjá til að vinna með okkur.

Okkur vantar brautarverði í Enduro CC laugardaginn 16. Maí. Þarna er mjög gott að koma inn í sportið og fá að eiga góðan tíma með skemmtilegu fólki og enn fremur að fá að aka um þetta svæði.

Okkur vantar brautarverði í Klausturskeppnina laugardaginn 30. Maí. Þurfum varla að ræða þetta 🙂 svæðið er geggjað, skemmtunin frábær. Við sköffum bensín á hjólin, mat í tunnuna og hamborgara í eftirrétt.

Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á vik@motocross.is    Gott væri ef hægt er að taka fram nafn, aldur og símanúmer. Einnig má hringja í Óla S: 6903500

Klaustur
Klaustur

Enduro Hella
Enduro Hella

HEYRST HEFUR AÐ:

AÐ: Okkar nýju brautarstjórar séu ofvirkir fyrir allan peninginn.

AÐ: Það hafi gleymst að segja þeim að þeir fái engan pening fyrir þetta.

AÐ: Þeir séu komnir með stórvirkar vinnuvélar í Bolaöldubraut.

AÐ: Breytingar á breytingum verði breytinganna virði.

AÐ: Breytingarnar taki einhvern tíma.

AÐ: Margir eigi eftir að lýsa skoðunum og þar af leiðandi að koma til að aðstoða!!!!!!!!!!!!

AÐ: Fyrrverandi brautarstjóri sé feginn að það séu að koma nýjar hugmyndir.

AÐ: Fyrrverandi brautarstjóri gæti jafnvel hugsað sér að setja tugguna í gang og prufa eftir breytingar. ( Eitthvað sem ekki hefur verið gert lengi )

IMG_1481IMG_1482

Barna og unglingakeppnin á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Barna/Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 65/85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur.Við hvetjum forleldra til að leyfa krökkunum að taka þátt í þessu með okkur…þetta er bara gaman.

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 30 Maí milli 09-10.

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is eða í gegnum síma 864-3066.

Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer.

Bolalada