Krakkakeppni á sunnudag

Á sunnudaginn ætlum við að halda krakkakeppni í Reiðhöllinni Víðidal. Mæting er fyrir ALLA kl 17:00! Að keppni lokinni ætlum við svo að grilla og fá allir medalíur.

Sunnudaginn eftir það, þ.e. 22. febrúar, verður ekki æfing í Reiðhöllinni, en í staðinn ætlum við að hittast í Söngskóla Maríu Bjarkar, á efri hæð Fákafens 11 og horfa á Supercross the movie og fá okkur pizzu. Síðast þegar við héldum svona kvöld var mikil stemning og vel mætt. Vonumst við til þess að sjá jafn marga, og helst fleiri til að þjappa hópinn enn frekar.

Við erum ekkert búnir að heyra meira um það hvort við fáum Reiðhöllina aftur, en við verðum vonandi komnir með frekari upplýsingar á sunnudaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn og gerum okkur glaðan dag 🙂

Kveðja,

Helgi Már, Gulli, Pétur og Össi

Hvernig á að yfirfara og smyrja „linkinn“

Þar sem það hefur ekki verið séstaklega mikið hjólaveður undanfarið þá gerum við ráð fyrir því að allir séu að strjúka tuggunum sínum og yfirfara. Að yfirfara linkinn er eitthvað sem þarf að gera MJÖG reglulega. Fyrir hjól sem er notað reglulega má gera ráð fyrir að það þurfi að hreinsa og smyrja linkinn amk fjórum sinnum á ári. Að minnsta kosti er þörf á hreinusn og smurningu tvisvar á ári og þá skiptir notkun engu máli.yz250work024

Tengill á myndband  HÉR

Ef reglulegu viðhaldi er ekki sinnt á linnknum þá má gera ráð fyrir þessu hér:

Er ástandið á linknum hjá ykkur nokkuð svona? Þetta er lýsandi dæmu um vöntun á viðhaldi.
Er ástandið á linknum hjá ykkur nokkuð svona? Þetta er lýsandi dæmu um vöntun á viðhaldi.

 

 

 

Eru Drullumallararnir bara nothæfir fyrir dekk?

AN25499

Ekki  samkvæmt meðfylgjandi mynd.

Heyrst hefur að nokkrir grjótharðir hafi farið út í að smíða svona sleðabúnað á hjólin sín og dæmið virki ótrúlega vel. Svo er líka hægt að labba sér út í búð og kaupa þetta tilbúið.

Tengill á beltabúnað HÉR

 

VEI JIBBÍ JEI. Síðan er farin að virka aftur.

Þar sem vefurinn hefur legið niðri hjá okkur sl mánuð eða svo vegna „hökkunar“ þá er okkur það mikill léttir að hún virki aftur.

Nú er bara að girða sig í brók og hefja skriftir aftur.

Smá yfirlit um hvað stjórn VÍK er að huga að þessa dagana:

Ískeppni.

Endurokeppni og svæði undir það.

Klaustursundirbúningur.

Bolaöldusvæðið, lagfæringar á brautum næsta sumar. Nú erum við komin með tvo ofvirka brautarstjóra sem hafa skoðanir á hvernig brautin á að vera. Verður spennandi að sjá útkomuna þar.

Barnastarfið er í fullum gangi en þó er ekki alveg öruggt hversu lengi við höfum aðgang að Reiðhöllinni í Víðidal.

Eins og alltaf þá er stjórn VÍK að huga að því hvernig við náum inn tekjum fyrir félagið. Félagsstarfið verður víst aldrei rekið án þess að fá inn tekjur og tekjur fáum við ekki inn án félaga. Þó stjórn VÍK sé skipuð fólki sem er til í að gefa félagstarfinu mikinn tíma þá verður ekkert gert án $$$$. Hvetjum alla til að borga félagsgjöldin þegar þar að kemur.

Stjórn VÍK.

Framtíðin okkar.

Frábær barnakeppni var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Gaman er að sjá hversu vel vinnan, sem þjálfararnir okkar sjá um, er að skila sér til okkar upprennandi keppnisfólks. Gulli Karls, Helgi Hrafnkels, Pálmar Péturs, Pétur Smára og Örn Sævar ( Össi ) eru að gera frábæra hluti með krökkunum. Það að hafa aðgang að svona æfingasvæði er okkur gríðarlega mikilvægt. En nóg um það..

Það er frábært að sjá hvað krakkarnir eru duglegir og harðir af sér, einnig er gaman að sjá hversu foreldrarnir eru áhugasamir í starfinu. Ánægjulegt að sjá að það er framtíð í sportinu.

Fullt af myndum og videóum inná FB síðu VÍK sjá HÉR.

 

Reiðhöllin 14.12.14
Reiðhöllin 14.12.14

Krakkakeppni á sunndag, Viðurkenningar og fleira

SPÁÐ ER STORMI Á SUNNUDAG, FYLGIST MEÐ HVORT KEPPNI VERÐUR HALDIN Á SUNNUDAG!

Á sunnudaginn verður haldin krakkakeppni í Reiðhöllinni fyrir alla krakka á 50-85cc hjólum. Mæting er fyrir alla kl 16:45 og hefst upphitun kl 17 fyrir 50cc.

Skipt verður í þrjá flokka, 50cc, 65cc og 85cc og munu allir flokkar byrja á því að taka 5 mínútna upphitun og taka svo tvö moto hver. Í 50cc flokki er hvert moto 6 mínútur + 1 hringur, 65cc flokkur er 8 mínútur + 1 hringur og 85cc flokkur er 10 mínútur + 1 hringur.

Að keppni lokinni munu allir fá verðlaunapening og mun Pétur vera á grillinu og grilla ofan í keppendur og aðstandendur. Einnig ætlum við að afhenta viðurkenningarskjöl fyrir mestu framfarir á árinu fyrir hvern flokk, þ.e. 50cc flokk, 65cc flokk og 85cc flokk.

Að öðru:

Líklegt er að við munum fá Reiðhöllina allavega fram í miðjan febrúar en möguleiki er á því að við þurfum að seinka æfingunum um klukkutíma, þannig að æfingar verði kl 18 og 19 í stað 17 og 18. Ekki er ljóst hvenær það yrði, en það myndi vera auglýst þegar að því kæmi. Þar sem ekki er hægt að lofa okkur nema einn mánuð í einu, munum við einungis rukka fyrir einn mánuð í einu eftir áramót. Gjald fyrir einn mánuð verður því eins og áður 10.000 kr á mánuði og stakur tími á 3.000 kr. Systkyni munu svo fá afslátt af þessu verði.

Ef Reiðhöllin í Víðidal verður ekki í boði lengur en fram í febrúar, munum við reyna að finna lausnir til þess að halda starfinu áfram gangandi. Hugmyndir hafa komið upp um að reyna að komast þá í Reiðhöllina í Kópavogi, en verið er að skoða það.

Nú erum við byrjaðir að skipuleggja námskeið sumarsins og búumst við við því að þetta verði stórt sumar. Sumar námskeiðin byrja mánudaginn 4. maí og munu vera á sama tíma og síðastliðin ár, þ.e. á mánudögum og miðvikudögum þar sem fyrri æfingin byrjar kl 18 og sú seinni kl 19. Sumarnámskeiðið verður eins og síðastliðin sumur í maí, júní, ágúst og september, en frí er í júlí. Verðið fyrir alla fjóra mánuðina verður 25.000 kr og hægt verður að notast við frístundakort til að greiða námskeiðið niður. Einnig verður hægt að vera í einn mánuð og er verðið þar 10.000 kr. Allir krakkar sem skrá sig allt sumarið munu fá merkingar með númeri á hjólin sín, ásamt peysu merkt námskeiðinu.

Frábær mæting hefur verið á æfingar undanfarið og vonumst við til þess að það muni fjölga í þeim hópi. Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel á æfingum og sjáum við miklar framfarir hjá öllum þeim sem hafa verið að mæta!

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn, endilega látið ættmenni og vini vita og myndum frábæra stemningu í kringum þessar krakkakeppnir!

Kær kveðja,

Helgi Már og Gulli

Bolalada