Þessa sniðugu lausn sáum við á alnetinu. MXA vefsíðan sýnir hér einfalda lausn á flóknu máli. Eitt vitum við og það er það að þessi aðferð verður notuð í staðinn fyrir að festa á demparann. Og eitt vitum við líka og það er að OFUR-Haukur Þ. hefði verið sáttur við þessa lausn um árið í Álfsnesi þegar sendirinn festi stýrið.
VÍK-VERJAR Í VETRARHAM
Stjórn VÍK mætti á vinnufund í Bolaöldu í gærkvöldi. Verkefni kvöldsins voru að ganga frá vökvunarkerfinu fyrir veturinn. Allir stútar voru teknir af, öllu vatni tappað af kerfinu og ýmislegt annað sem gera þurfti og græja. Því miður er brautin ófær vegna vatnselgs neðst í gryfjunni. Við ætlum að taka stöðuna á brautinni um helgina til að sjá hvort hægt er að að hagræða einhverju í brautinni svo að hún verði nothæf. Ein leiðin til þess er að taka slóða fram hjá pollinum þ.e fara fyrir ofan pollin og þar inn í brautina. Við munum láta vita hér á netinu ef brautin verður nothæf.STJÓRNIN.
Flott lokakeppni hjá æfingahópnum í dag
Það var flottur hópur sem mætti í lokakeppnina hjá æfingakrökkunum í Bolaöldu í kvöld. Veðrið lék ekki beint við keppendur og foreldra en sem betur kom alveg þokkalegt veður inn á milli élja og aðstæður voru því hreint ekki sem verstar á köflum. Keppendur létu hins vegar veðrið sig engu máli skipta. Það var keppni framundan og það var það eina sem skipti máli. Samtals voru 11 keppendur mættir sem keyrðu tvö 10 mínútna moto í 85 brautinni í alls kyns aðstæðum.
65 flokkinn sigraði Júlíus Davíðsson í öðru sæti varð Guðjón Guðmundsson og Ingvar Einarsson lenti í þriðja sæti. Í 85 flokki varð Eiður Orri í fyrsta sæti, í öðru sæti varð Guðlaugur Árnason og Borgþór hafnaði í þriðja sæti. Í kvennaflokki var einn keppandi, Salka Sól kom sá og sigraði sinn flokk með glæsibrag. Lesa áfram Flott lokakeppni hjá æfingahópnum í dag
Krakkakeppni í dag
Pálmar fór uppí braut áðan og tók stöðuna og sagði að bratuin væri í góðu lagi þannig að keppnin verður í dag. Mæting er kl:17:30 fyrir alla og byrjum við stundvíslega kl:18:05. Verðlaunaafhending verður eftir keppnina en grillið frestast fram á sunnudag.
Á sunnudag byrjum við æfingar inni í reiðhöllinni, frítt fyrir alla á fyrsta æfinguna, Pétur verður með grill og það verður grillað eftir æfinguna. Mæting kl:17:00 fyrir 50/65 og kl:18:00 fyrir 85. Hlökkum til að sjá sem flesta.
kv
Gulli og Helgi
KRAKKAKEPPNI FRESTAÐ VEGNA VEÐURS
Eins og flestir hafa tekið eftir er óveður úti og líklegt er að veðrið sé enn verra í Bolaöldu. Því ætlum við að fresta keppninni sem átti að vera á eftir. Við ætlum að stefna á að hafa keppnina á fimmtudag, þar sem veðurspáin, eins og staðan er í dag, góð. Plan C er þá að keppnin verði haldin á laugardag.
Mæting á fimmtudag er þá eins og átti að vera í dag, kl 17:30 og byrja strax að hita upp. Keppnin hefst svo á slaginu 18.
Hlökkum til að sjá sem flesta á fimmtudag!
Kveðja,
Gulli og Helgi Már
Sumarslútt og inniæfingar í Reiðhöllinni
Næstkomandi mánudag verður síðasta krakkakeppnin í sumar haldin í Bolaöldu. Mæting er fyrir ALLA kl 17:30 því við ætlum að byrja keppnina kl 18:00. Pétur Snæland ætlar að vera á grillinu og munu allir fá verðlaunapening að keppni lokinni.
Æfingar byrja svo í Reiðhöllinni sunnudaginn 5. október og verður 50/65cc kl 17 og 85cc kl 18. Verð fram að áramótum verður 25.000 kr, en einnig er hægt að kaupa stakan mánuð fyrir 10.000 kr.
Hlökkum til að sjá sem flesta á mánudaginn og svo í Reiðhöllinni í kjölfarið!
Gulli og Helgi Már