Síðasta umferðin í motocrossinu verður haldin í Bolaöldu á laugardaginn. Veðurspáin lofar mjög góðu veðri og við munum gera okkur besta til að hafa brautina og svæðið í toppstandi fyrir keppnina. Skráningarfresturinn rennur út í kvöld kl. 21 og ekki eftir neinu að bíða að skrá sig og taka þátt í gleðinni.
Brautin verður opin fram á miðvikudagskvöld en á fimmtudagskvöldið (og föstudag) verður brautin tekin í gegn. Það er heilmargt sem þarf að græja fyrir svona keppni, bæði í brautinni og á svæðinu sjálfu. Við ætlum því að vera með vinnukvöld á fimmtudagskvöldið og óskum eftir aðstoð félagsmanna, fyrrverandi keppnismanna og annarra sem vilja rétta okkur hjálparhönd. Við viljum gera svo margt en erum allt of fáir ef einungis stjórnarmenn mæta.
Mæting verður kl. 17 í Bolaöldu og verkefnalisti verður á staðnum og unnið e-h frameftir kvöldi. Það væri sérstaklega gaman að sjá einhverja koma og taka til hendinni í enduroslóðum s.s. týna grjót úr slóðum, safna saman stikum og plasti og laga slóðana fyrir haustið. Sjáumst á fimmtudaginn – vonandi 🙂