Það er með hreinum ólíkindum að þetta þurfi að ritast hér, en því miður er það svo.
Einhverjir „SNILLINGAR“ ( að eigin áliti væntanlega ) telja sér heimilt að hjóla í MX brautunum á þeim tímum sem þeim hentar. Ekki bara það, heldur finnst þeim eðlilegt að spóla í kringum traktorinn meðan verið er eð vinna á honum í brautinni. Þetta er ekki bara bannað heldur STÓRHÆTTULEGT.
Brautirnar eru LOKAÐAR á auglýstum tímum til að hægt sé að vinna að viðhaldi í þeim. Opnunartímar hafa verið marg-auglýstir hér á síðunni og ekki lengra síðan en nú i vikunni sem það var síðast gert.
Opnuatímar í Bolaöldum:
- Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
- Mánudaga LOKAÐ
- Þriðjudaga 15 – 21
- Miðvikudaga 15 – 21 ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
- Fimmtudaga 15- 21
- Föstudaga 17- 21
VIRÐIÐ ÞESSA OPNUNARTÍMA TIL AÐ EKKI ÞURFI AÐ KOMA TIL ÞESS AÐ SETJA ÞURFI UPP ÖFLUG HLIÐ OG GIRÐINGAR. Það mun kosta okkur = ykkur mikla fjármuni sem annars færu í sportið.