Skemmtilegasta keppnin árið 2019 verður á Kirkjubæjarklaustri helgina 24-26 Maí 2019. Við hvetjum alla að vera tímalega til að skrá sig þar sem það verða aðeins 300 sæti laus.
Skráning fer fram á msisport.felog.is
Allir sem taka þátt á Klaustri 2019, verða að vera skráðir í félag og það er nóg af þeim til á landinu. Tekið verður á þessu fljótlega og hvetjum við alla keppendur til þess að ganga frá þessum málum áður en skráningu líkur.
Í ár sem endranær þarf auðvitað að skoða öll hjól áður en þau fá grænt ljós á þátttöku.
Skoðun á höfuðborgarsvæðinu fer fram hjá Ragga Heimsmeistara í Nitro Urðarhvarfi 4, þriðjudaginn 21. maí, milli kl. 18:00 og 20:00. Skoðað verður einnig hjá öðrum klúbbum á landsbyggðinni.
!! ATHUGIÐ að skoðun á Klaustri, á keppnisdegi, verður EKKI í boði eins og áður!
Einungis verður mögulegt að fá „neyðarskoðun“ fyrir þá sem hafa gilda ástæðu fyrir slíku.
Þátttakendur verða því að ganga frá sínum skoðunarmálum þriðjudaginn 21. maí, svo ekki verði eitthvað ves á keppnisdegi.
Stjórnin