Bolaalda og HETJURNAR

Því er þannig farið í öllu íþróttastarfi að það þarf sjálfboðaliða til að láta dæmið ganga upp. Því ef ekkert er sjálfboðastarfið þá er ekki hægt að reka klúbbana af myndarskap. Í öllum brautum landsins eru grjóthart fólk sem vinur að hugsjón við uppbyggingu fyrir sitt félag. Í okkar klúbbi eru að sjálfsögðu svona hetjur. Undanfarna daga hefur hinn grjótharði Róbert og hans félagar verið að koma upp aðstöðu fyrir Enduro-Cross  og svona í leiðinni verið að græja og gera vökvunarkerfið. Í gær mættu þeir fyrstir á svæðið og þegar fréttaritari vefsins fór, með síðustu mönnum af svæðinu, voru Robert og co enn að störfum. Þeir eru hluti af okkar grjótharða fólki sem elskar sportið mikið og fórnar frítíma sínum fyrir okkur hin.photo 1

photo 22

Bolaalda opnaði i gær

Stóra brautinn og hluti slóðakerfis Bolaöldu opnaði í gær 10 Maí. Það má með sanni segja að bæði brautinn og slóðarnir komi vel undan vetri eins og vel sést á Gopro video sem Atli Már tók í gær og er hér fyrir neðan. Við hvetjum félagsmenn sem og aðra að nýta sér þetta frábæra svæði sem við eigum þarna upp frá. Við minnum líka á hagstæð ársgjöld í brautir og svæðinn okkar sem eru 12000kr á ári og er innifalið í því gjaldi allur akstur á svæðum VÍK og félagsgjald í klúbbinn.

 

LOKSINS ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. OPNUN BOLAÖLDUSVÆÐISINS

Bolaöldusvæðið OPNAR á morgun, Laugardag, kl 13:00 

Það er búið að vinna töluvert í brautunum og eru þær allar nokkuð góðar. EN!!!!!!!!! Fyrir þá duglegu er mæting kl 11, reyndar þurfa þeir aðeins að hjálpa okkur fyrst við að hreinsa nokkra steina úr brautinni. Í staðinn fá þeir líka að keyra í brautinni frá 12:00-13-00.

Almenn opnun er kl 13:00

Slóðakerfið er því miður ekki ALLT tilbúið í opnun. En við ætlum að opna neðra svæðið fyrir umferð.

Ekkert gjald er í barnabrautirnar en 1000 kr dagpassi fyrir motocross og slóðakerfið. ATH ENGINN MIÐI Á HJÓlI þýðir brottvísun af svæðinu. Miðar fást í Olís Norðlingaholti sem og í Litlu Kaffistofuni.

Árskortin eru að komast í sölu og er sama lága gjaldið enn í boði kr 12.000 fyrir brautar og félagsgjald. Nánar um það bráðlega.

Breytingar.

KLAUSTURSKEPPNIN 2014 SPURNINGAR OG SVÖR

Klaustur 2014.

Hvernig verður brautin?

Einfalt svar við því: Frábær og 100% frábrugðin frá því í fyrra.

Verður brautin erfiðari en áður?

Nei, hún ætti að vera svipuð í erfiðleikastigi en þó erum við alltaf að reyna allt sem hægt er til að halda hraða og þá slysahættu niðri.

Hvernig verður startið?

Óbreytt frá fyrri árum. Í fyrsta hring verður keyrður ca 1/4 hluti brautarinnar eins og fyrri ár sem síðan mun koma inn í öfuga akstursstefnu.

Verður það ekkert ruglingslegt fyrir keppendur?

Nei það ætti ekki að vera, allar merkingar verða þannig að enginn ætti að ruglast. 

Verða einhverjir drullupyttir sem fólk þarf að hræðast?

Vonandi ekki, þó að svona pyttir geti verið mikil skemmtun fyrir áhorfendur og suma keppendur, þá er vandamálið að við missum alltaf marga starfsmenn í að aðstoða fasta keppendur og þarf af leiðandi verður brautargæslan ekki eins góð. Þessi keppni á að snúast um þol og hæfileika keppenda en ekki heppni-óheppni með drullupyttina.

Hversu lengi stendur skráningin yfir?

Við lokum skráningu 18. maí 2014

En ef það kemur eitthvað upp á,  verður hægt að breyta skráningu?

Það verður hægt  að breyta skráningum fram að lokun skráningar.  Eftir það verða keppendur að ákveða sín á milli ef þarf að breyta einhverju í liðinu. Ef keppandi dettur út og annar kemur í staðinn þarf að tilkynna breytinguna með tölvupósti á vik@motocross.is en nýjum keppendum verður ekki bætt við eftir 18. maí og keppnislistanum verður ekki breytt.

Hvað kostar að taka þátt í keppninni?

Okkur finnst gjaldið mjög sanngjarnt kr 13.000.-

Er VÍK að hagnast vel á þessari keppni?

Ef klúbburinn væri í þessu einungis til að hagnast þá væri keppnisgjaldið mun hærra. En að sjálfsögðu ætlum við okkur einhvern hagnað til að geta boðið upp á öflugt félagsstarf. Það má geta þess að það eru einhverjar þúsund vinnustundir sem sjálfboðaliðar gefa í mjög óeigingjarnt starf.

Hvernig er hægt að skrá sig?

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Hvaða flokkar eru í boði?

Tvímenningur

Járnkallinn

Járnkellan

Para/hjónaflokkur

Afkvæmaflokkur

Kvennaflokkur

Þrímenningur

90+ flokkur

100+ flokkur

150+ flokkur

Er góð skráning það sem af er?

Við erum sæmilega sátt, það eru komnir um 250 manns. Við erum að vonast eftir ríflega 300 skráningum til að áætlanir gangi upp.

SUMARIÐ ER KOMIÐ og BARNASTARFIÐ HAFIÐ

Það var gaman að sjá krakkana sem mættu í fyrsta tíma sumarsins. Að sjálfsögðu eru æfingarnar í nýlöguðum brautum félagsins í Bolaöldu. Einnig er gaman að sjá hversu foreldrarnir eru vikrir með krökkunum.

Æfingar eru mánudaga (Helgi) og miðvikudaga (Gulli). Æfingatímabil er Maí, Júni, Ágúst & September (Júlí er frí)

18:00-19:00 = 50cc og byrjendur 19:00-20:00 = 65cc og 85cc

ATH að barnabrautirnar eru opnar til æfinga. Ekkert gjald er rukkað í þær brautir.Barnastarf Maí 7 Lesa áfram SUMARIÐ ER KOMIÐ og BARNASTARFIÐ HAFIÐ

KLAUSTUR 2014 BARNA – UNGLINGA – KEPPNI.

Barna og unglingakeppni á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Barna/Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 65/85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 24 Maí milli 09-10.

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is  eða í gegnum síma 864-3066.

Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer.

Bolalada