Það er komið að því sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Skráning í Klausturskeppnina hefst nk. þriðjudagskvöld kl. 21 á vef MSÍ – www.msisport.is Fyrstir koma – fyrstir fá og því hefst keppnin strax á þriðjudagskvöldið! Hverjir verða á fremstu línu? Raðað verður á línur eftir flokkum í þetta sinn og verður tvímenningur fremstur, síðan járnkarlar aftast þrímenningur.
Keppnin fer fram 24. maí. Keppnisgjald verður það sama og á síðasta ári, 13.000 kr. á mann – flokkar eru þeir sömu að viðbættum 100+ í tvímenningi og 150+ í þrímenningi. Þeir sem skrá lið til keppni verða að vera með nafn og kennitölu liðsfélaganna á hreinu og skrá þá inn um leið til að létta á „skráningardeildinni“ síðar. Hugmyndir um breytingar á braut og annað skemmtilegt eru á teikniborðinu og aldrei að vita hvað gerist 24. maí – en sama hvað gerist, þá verður þetta geggjuð skemmtun! Látið orðið berast 🙂