Skráning í Klausturskeppni hefst þriðjudaginn 25. mars kl. 21

Það er komið að því sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Skráning í Klausturskeppnina hefst nk. þriðjudagskvöld kl. 21 á vef MSÍ – www.msisport.is Fyrstir koma – fyrstir fá og því hefst keppnin strax á þriðjudagskvöldið! Hverjir verða á fremstu línu? Raðað verður á línur eftir flokkum í þetta sinn og verður tvímenningur fremstur, síðan járnkarlar aftast þrímenningur.

Keppnin fer fram 24. maí. Keppnisgjald verður það sama og á síðasta ári, 13.000 kr. á mann – flokkar eru þeir sömu að viðbættum 100+ í tvímenningi og 150+ í þrímenningi. Þeir sem skrá lið til keppni verða að vera með nafn og kennitölu liðsfélaganna á hreinu og skrá þá inn um leið til að létta á „skráningardeildinni“ síðar. Hugmyndir um breytingar á braut og annað skemmtilegt eru á teikniborðinu og aldrei að vita hvað gerist 24. maí – en sama hvað gerist, þá verður þetta geggjuð skemmtun! Látið orðið berast 🙂

 

Íslandsmeistaramótinu í íscrossi aflýst

Vegna dræmrar þátttöku að þá hefur 1 & 2 umferð í Íslandsmeistaramótinu í íscrossi verið aflýst.  Einungis skráðu sig 8 keppendur og að gefnu samráði við staðarhaldara að þá var ákveðið að fella þetta einfaldlega niður.  Þeir sem höfðu skráð sig geta sótt um endurgreiðslu hjá MSÍ með að gefa upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer í netfangið: kg@ktm.is.  Framtíð íscrossins er nokkuð óráðin sem stendur og stór spurning hvert framhaldið verður með þetta sem keppnisform á vegum MSÍ.  Hér fyrir neðan má sjá tilkyningu frá MSÍ sem birtist á fésbókarsíðu þess.

MSÍ  Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands - Mozilla Firefox 12.3.2014 123837.bmp

Krakka keppni í Reiðhöllinni í dag.

Frábær krakka-keppni var haldin í Reiðhöllinni Víðidal í kvöld. Flottir krakkar, duglegir foreldrar og flottar veitingar í boði Snæland Videó. Þökkum öllum sem komu að keppninni.

Hér er tengill á nokkrar myndir sem teknar voru í keppninni. 

IMG_5359

 

IMG_5382

Krakkaæfingar og krakkakeppni sunnudaginn 9. mars

Komin er niðurstaða á krakkaæfingarnar, en þær verða áfram á sunnudögum en nú frá 19-21 og verða 2 hópar í stað 3. Skiptingin verður því 50cc/65cc og 85cc þar sem reyndari ökumenn á 65cc færast upp á seinni æfingarnar. Þetta er fyrirkomulag sem við ætlum að prófa núna til að byrja með en munum svo endurskoða það ef þess er þörf.

Kosturinn við það að hafa æfingarnar á þessum tíma er sá að við fengum úthlutaða tíma út mars sem við fengum ekki á öðrum tímum, og því var þetta niðurstaðan. Verð fyrir allan mars mánuð er eins og verið hefur, 10.000 kr en einnig er hægt að borga fyrir stakan tíma 3.000 kr

Sunnudaginn 9. mars ætlum við svo að halda krakkakeppni í Reiðhöllinni þar sem keyrðir verða 3 hópar, 50cc, 65cc og 85cc og keyrð verða 3 moto í hverjum hóp. Pétur Snæland mætir með grill og grillar ofan í lýðinn og allir fá medalíu. Mæting verður kl 18:45 fyrir ALLA. Á æfingunni á sunnudaginn verður sama braut sett upp og verður í keppninni svo mikilvægt er að mæta á sunnudaginn til að æfa sig í brautinni.

Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudag.

Kveðja,

Helgi Már og Össi

ENGIN KRAKKAÆFING Í DAG!

Vorum að fá þær leiðinlegu fréttir að Reiðhöllin sé upptekin í kvöld og því verður ekki hægt að halda æfingu.

Breytingar eru framundan á æfingatímum og munum við láta vita um leið og komin er niðurstaða um málið.

Vonandi komumst við aftur inn um næstu helgi en það verður þá á öðrum tímum. Fylgist með hér á motocross.is.

Bestu kveðjur,

Helgi Már og Össi

Bolalada