Leið dagsins frá Salta/Uyuni til Calama og hefst á 24km ferjuleið og svo 462km sérleið, liggur hún til að byrja með um Salta De Uyuni sem er stæðsta saltslétta í heimi. Verður hjólaði í stórum hring meðfram henni að mestu en einnig inná sléttuna. Hið mikla eldfjall Tunupa mun gnæfa yfir þeim í allan dag með sína 5300m hæð. Eftir saltsléttuna liggur leiðin í gegnum Andes Cordillera fjallgarðinn og yfir í Chile, þar verða bæði tæknilega leiðir og svo baráttan við þunna loftið. Það kom svo í ljós þegar átti að fara af stað að það varð að breyta leiðinni aðeins af sömu ástæðum og síðustu daga, leiðin ekki talin örugg vegna rigninga. Tafðist startið einnig um 15mín þar sem það var of lágskýjað fyrir þyrlurnar, það voru samt engar stórbreytingar.
Fimmfaldi sigurvegarinn í Dakar Cyril Despres(Yamaha) átti loksins góðan dag. Var hann þriðji af stað í morgun á eftir þeim Joan Barreda(Honda) og Marc Coma(KTM). Þegar 50km voru búnir af sérleiðinni var Marc Coma(KTM) orðin fyrstur, 49sek á undan Cyril Despres(Yamaha) og Joan Barreda(Honda) 51sek á eftir og Juan Pedrero Garcia(Sherco) var svo fjórði 1:29mín á eftir. En þetta átti eftir að breyttast því þegar Helder Rodrigus(Honda) kom að tímapunkti við 50km var hann orðin 8sek fljótari en Marc Coma(KTM) en það gengur ekki vel hjá öllum, Alain Duglos(Sherco) sem hefur verið að berjast á toppnum stoppaði rétt eftir fyrsta tímapunkt vegna bilunar, var hann stopp í um 15mín og það er ekki gott en hann er komin á fulla ferð aftur.