Kári og Karen Akstursíþróttafólk ársins 2013

Kári Jónsson
Kári varð sérstaklega sigursæll á árinu en hann varð bæði Íslandsmeistari í MX1 flokki í motocrossi og í EnduroCC.

Kári Jónsson og Karen Arnardóttir voru um helgina valin Aksturíþróttamaður- og kona ársins á lokahófi MSÍ.

Verðlaun 2013 Uppskeruhátíð MSÍ 9.11. 2013

Enduro:
Íslandsmót 2013 Enduro CC
Íslandsmeistari Kári Jónsson
2. Sæti. Guðbjartur Magnússon
3. Sæti. Haukur Þorsteinsson

Íslandsmót 2013 Enduro Baldursdeild
Íslandsmeistari Haraldur Björnsson
2. Sæti. Guðmundur Óli Gunnarsson
3. Sæti. Viggó Smári Pétursson

Íslandsmót 2013 Enduro CC 40+
Íslandsmeistari Ernir Freyr Sigurðsson
2. Sæti. Birgir Már Georgsson
3. Sæti. Magnús G Helgasson
Lesa áfram Kári og Karen Akstursíþróttafólk ársins 2013

Í minningu góðs félaga

Jón við tiltekt í kringum skálann ofan við Jósepsdal
Jón við tiltekt í kringum skálann ofan við Jósepsdal

Félagsmaður í VÍK, Jón Gunnar Hannesson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 30. október sl.

Útför hans fór fram frá Áskirkju í dag. Jón Gunnar er mörgum mótorhjólamönnum kunnur fyrir störf sín á Bolaöldu þá aðallega við að tína grjót úr endurobrautunum omfl.

Lesa áfram Í minningu góðs félaga

ERU EKKI ALLIR AÐ DETTA Í GÍRINN?

birthday-party

 

Lokahófið er á morgun!

Hérna eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga:
Húsið opnar kl. 19:00 og matur hefst á slaginu 20:00 og mælst er til þess að fólk komi snyrtilega klætt og með góða skapið meðferðis. Börn og unglingar eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Ef einhver verður með ólæti þá verður honum samstundis vísað úr húsi, engin séns þar! En við stólum nú á að allir sýni á sér sparihliðina…

Vegna forfalla er 3 miðar til sölu, fyrstur kemur, fyrstur fær!

Miðasölu að ljúka!

Miðasölu á lokahóf MSÍ lokar á miðnætti í kvöld 6. nóvember á msí vefnum og kl. 18 hjá Magga í Nítró.
Þannig að það fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða. ATH takmarkaður fjöldi miða í boði!

3 dagar til stefnu!

Miðasölu á lokahóf MSÍ lýkur eftir 3 daga.
Hún fer fram á vef MSÍ, www.msisport.is í gegnum félagakerfið, í Nítró og einnig er hægt að hafa samband við Magga í síma 899 4313.

Munið svo að panta borð hjá Bínu á bjork@motosport.is

Hérna er svo smá myndband til þess að hita upp fyrir hófið:
https://www.facebook.com/photo.php?v=10201683362478126&set=vb.351589541572440&type=2&theater

Nýjasta nýtt í HEYRST HEFUR.

Fimleikar

Að, Íslands heitustu hetjur fari sigurför um heimsins erfiðistu braut.

Að, bæði Belgar og Hollendingar séu heillaðir af þeim

fimleikaæfingum sem hinir fjórir fræknu nái að framkvæma á hjóli.

Að, ekki hafi þótt annað fært en að sérmerkja Íslendingana í brautunum svo að aðrir iðkendur nái að víkja úr vegi fyrir þeim.

Að, Honda Park hafi fengið að njóta þeirra í dag.

Að, Miskilningur hafi verið í gangi í gær þegar ein hetjan hafi talað um „Game Over“ þá hafi menn talið að það væri verið að ræða um bíltegund en ekki hina Íslensku hetju.

Að, greinarhöfundur hljóti að vera öfundsjúkur útí þá frægð sem hinir fjórir fræknu fái.

ATH þetta eru algjörlega óstaðfestar fréttir 🙂

1394449_622095374500936_117336629_n

Bolalada