Sumarið er liðið og veturinn kominn, þá er gott að gera og græja.

960160_458310794287403_573839059_n
Límmiðakitt í framleiðsluferli.

Þar sem veðurspá næstu daga gefur ekki mörg tilefni til að leika sér á drullumallaranum er tilvalið að fara í smá dund og fínerí. Smellum hér inn myndbandi um hvernig er gott að bera sig að við ásetningu á límmiðakittum. Útlitið á hjólunum er að sjálfsögðu mikið atriði. Það eru nokkrir aðilar sem gefa sig út fyrir að búa til merkingar á hjól hér á landi. Kynnið ykkur málið áður en rokið er í að panta kittin erlendis frá.

Sjá tengil á myndband HÉR.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

BR-MCC-_is
Kælivökvi

Nú er komið að því að skipta um kælivökvann. Fyrir utan olíuna er kælivökvinn mikilvægasta atriðið að hafa í lagi upp á endingu hjólsins. Kælivökvinn sér ekki bara um að verja fyrir frosti og ofhitnun heldur ver hann líka gegn tæringu. Það eru til margar gerðir af kælivökva, við notum hellst „long live“ kælivökva á okkar hjól. En flóran í kælivökvum er mikil og misjöfn á milli framleiðanda, leytið ráðlegginga hjá þeim aðila sem þið kaupið vökvann hjá. Það er líka til kælivökvi með hærra suðuþol, hann er góður fyrir hjól sem eru viðkvæm fyrir ofhitnun. Gott er að miða við að endurnýja kælivökvann amk tvisvar á ári.

Hér er tengill hvernig á að skipta um kælivökva.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Skemmtikeppni laugardaginn 19.10. kl 12.

Mynd0486Spáin er brilliant fyrir helgina og þar sem brautin í Bolaöldu er í toppstandi kom upp hugmynd að henda upp einni skemmtikeppni fyrir þá sem eru í stuði.
Fyrirkomulagið er einfalt, start  + 3 hringir, mæting er kl. 11. keppni hefst kl 12. 3000 keppnisgjald, enginn sendir og bingó. Hvað segiði – hverjir eru til í þetta?

Það voru nokkrir sem voru til í þetta með okkur í dag,  OG ÞAÐ VAR GAMAN hjá þeim. Frábært veður, brautin ótrúlega góð miðað við árstíma og reynda batnaði hún bara eftir því sem leið á daginn. Það voru tekin fjölmörg stört og þar af leiðandi fullt af hringjum eknir. Þetta var meira að segja alvöru hjá okkur, bikarar og allt. Sölvi tók 1. sætið með glans og þurfti þó að starta öfugur, langt á bakvið með dautt á hjólinu, en allt kom fyrir ekki hann vann öll hítin nema eitt. Aron P tók annað sætið og Orri P og Ævar voru jafnir í þriðja. Tilþrifaverðlaun hlaut Víðir Tristan fyrir flottan akstur. Gaman saman í góðu veðri.

Takk fyrir okkur.

Stjórn VÍK. Lesa áfram Skemmtikeppni laugardaginn 19.10. kl 12.

Miðasala hafin

rubinMiðasala er hafin á lokahóf MSÍ sem fram fer í Rúbín Öskjuhlíð þann 9. nóvember n.k.

Dagskráin er glæsileg að vanda og mun  Arnar Svansson stýra veislunni. Veitt verða verðlaun fyrir síðastliðið keppnistímabil, ný myndbönd frumsýnd, happdrætti, Steindi Jr. og Bent skemmta og Kiddi Bigfoot mun svo trylla liðið á dansgólfinu fram á nótt.

Matseðillinn er girnilegur, en að þessu sinni ætlum við að hafa hlaðborð sem samastendur af eftirfarandi réttum:

Forréttur:
Koníaksbætt humarsúpa með rjómatoppi.

Aðalréttir:
Ofnbakaðar kjúklingabringur og Rósmarín grillað lambalæri.
Meðlæti: Smjörsteikt rótargrænmeti, sætar kartöflur, karftöflugratín, ferskt salat, grænpiparsósa og Sherrysveppasósa.

Eftirréttur:
Súkkulaðikaka með rjóma og hindberjasósu.

Miðaverð er það sama og í fyrra, 8.900,- kr. og er miðasala hafin á vef MSÍ / mótaskrá (www.msisport.is)
Sama kerfi er notað fyrir miðasöluna og er notað til þess að skrá sig í keppni, þannig að viðkomandi verður að vera skráður í kerfið.
Þeir sem geta ekki keypt sér miða á netinu geta gert það í Nítró. Miðarnir verða svo afhentir við innganginn.
Brjálaða Bína tekur við borðapöntunum á bjork@motosport.is
Ath. Miðasölu lýkur 6. nóvember og takmarkað magn miða er í boði.

 

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

Afturdempari
Afturdempari

Setjum inn hér eitt kennslumyndband fyrir lengra komna. Í myndbandinu eru mjög góðar leiðbeiningar hvernig á að skipta um olíu og þétti í afturdempara. Það skal tekið fram að þetta er fyrir LENGRA KOMNA í hjólaviðhaldi, eða fyrir þá sem er góðir mekkar. Öllu jöfnu þarf að skipta um olíu á efturdempara einu sinni á ári, Fyrir þá sem nota hjólin lítið ætti að nægja að skipta um olíuna annað hvert ár en þá er olína að sjálfsögðu ekki að skila sínum bestu eiginleikum allan tímann. ATH það þarf að setja KÖFNUNAREFNI í demparan líka, það er einungis hægt að gera með til þess gerðum tækjum sem hjólaverkstæðin hafa.

HÉR er tengillinn.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

filling-a-2-stroke-with-oil
Olíuskipti

Næst á dagskrá er að huga að mótorolíunni. Að sjálfsögðu kunna allir að skipta um olíuna á hjólinu enda eitt það nauðsynlegasta í viðhaldsprógramminu. Þeir sem ætla að leggja hjólinu fram á næsta sumar ráðleggjum við að setja nýja olíu á mótorinn áður er gengið er frá hjólinu í geymslu. Ástæða þess er að gömul olía inniheldur ýmis óhreinindi sem geta farið illa í legurnar ofl. Svo er að sjálfsögðu skipt um olíu aftur í vor þegar á að taka fram tugguna aftur. Ástæða þess er að olían sýgur í sig raka og óhreinindin sem verða eftir í mótornum við olíuskiptin. Ekki gleyma að endurnýja olíusíuna þar sem það á við.

ATH tíðni olíuskipta er ráðlögð í „Manual“ sem ætti að fylgja og vera til með öllum hjólum. Tíðni getur verið allt frá eftir 5 tíma akstur upp í 20 tíma, misjafnt hvað framleiðendur ráðleggja. Við gerum ráð fyrir því að skipta um olíur á okkar hjólum eftir ca 10 tíma notkun.

Hér er ágætis tengill grein um olíu. 

Ef á að geyma hjólið yfir veturinn er gott að gera eftirfarandi:

Pumpa vel í dekkin. 30-40 psi.

Hafa nýjan og góðan frostlög á kælikerfinu.

Tæma allt bensín úr blöndungnum.

Fylla bensíntannkinn af bensíni, eða tæma hann algjörlega.  Skipta síðan út bensíninu næst þegar nota á hjólið. Nota það bara á heimilisbílinn.

Og að sjálfsögðu geyma hjólið inni. Útivera fer illa með hjólið.

Nú er bara að græja og gera, skemmtið ykkur vel.

 

Bolalada