Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

cr250r-shock-bearings-linkage-2Tökum nokkrar léttar ábendingar, næstu daga og vikur, um hvað gott er að gera fyrir hjólin eftir notkun sumarsins. Það fyrsta sem við leggjum til að hjólafólk geri, eftir notkun sumarsins, er að yfirfara allar legur í link og fjöðrun. Ef þið hafið ekki verið dugleg við að hreinsa og smyrja í sumar þá er næstum öruggt að nú er ekki bara þörf heldu nauðsyn til að gera það. Ef legurnar í linknum hafa lifað sumarið af án smurningar þá er samt lítil von til þess að svo verði líka eftir veturinn ef ekkert er gert fyrir vetrarstöðuna.

Hér er linkur á hvernig skal yfirfara link.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Motocross of Nations / Team Iceland í Þýskalandi

Hægt er að fylgjast með landsliðinu okkar í gegnum facebook hér:  Team Iceland MXoN

Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!

Sumarið hefur aldeilis verið upp og ofan en nú er það að baki og vetur framundan og svo kemur aftur sumar og þá er eins gott að vera klár í slaginn. Fimmtudaginn 3. október byrjum við aftur með Moto Crossfitæfingarnar sem VÍK hefur boðið upp á í samstarfi við Crossfit Reykjavík. Við Árni Gunnar Gunnarsson #100 höfum stýrt æfingunum undanfarin þrjú ár og ætlum að byggja á þeirri reynslu og bæta enn frekar við í vetur.cfr

Lesa áfram Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!

Krakkakeppni í kvöld mánudag 23.9

Í kvöld mánudaginn 23.9 er síðasta umferð í krakkamótaröð VÍK og að því tilefni hvetjum við sem flesta til að mæta í Bolöldu

Keppt verður í 50cc flokk, 65cc flokk, 85cc flokk og kvennaflokki

Komið með krakkana í kvöld! Byrjar stundvíslega kl 18:00 / Mæting 17:30

UNDUR OG STÓRMERKI!!!!

Það spáir líka þessu fína veðri um helgina. Brautarnefndin er alveg gáttuð á þessu.

Í tilefni þess er Garðar búinn að vera í því að fínpússa brautina í allan dag. Öll uppstökk, lendingar já og bara öll brautin er í super standi. Um að gera að nýta sér veðrið.

Sjáumst í brautinni um helgina. Munið miðana og góða skapið.

Brautarnefndin.

Styrktarmót á morgun í MotoMos / Krakkakeppni næsta mánudag

Minnum alla Motocross / Enduro ökumenn á styrktarkeppni landsliðsins á morgun í MotoMos, byrjar kl 18 / Mæting 17. Hvetjum alla byrjendur til að mæta í C flokkinn. Puslur og fleira í boði Ölgerðarinnar og Norðlenska.

Næst komandi mánudag er síðasta krakkakeppni sumarins og ætlum við að hafa 1.000 krónur keppnisgjald sem rennur beint til landsliðsins. Við minnum þó foreldra á að ef þeir vilja borga meira þá er það velkomið. Nánar um þetta um helgina.

Bolalada