Enginn átti roð í Kára sem sigraði í 5. og 6. umferð í enduroinu í gær. Guðbjartur reyndi hvað hann gat til að brúa bilið en Kára varð aldrei ógnað. Haukur Þorsteinsson varð í þriðja sæti. Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Guðfinna Gróa varð önnur og Tedda gerði sér lítið fyrir og endaði þriðja. Góð helgi hjá þeim hjónum. Jökull Atli sigraði B flokkinn.
Þátttaka í þessari keppni var með eindæmum lítil og klárt að eitthvað þarf að breytast ef þessi mótaröð á ekki að líða undir lok. Þeir sem mættu virtust þó skemmta sér með ágætum og njóta dagsins. Við þökkum fyrir okkur og öllum þeim sem mættu.
Stjórn MSÍ hefur samþykkt samhljóða tillögur Gunnlaugs Karlssonar landsliðsstjóra um val á landsliði til þáttöku á Motocross of Nation sem fer fram helgina 28. og 29. September í Teutschenthal í Þýskalandi.
Team ICELAND 2013
MX-1 / Kári Jónsson. Kári leiðir Íslandsmótið í MX opnum flokki og er sjálfkrafa valinn í liðið samkvæmt reglum MSÍ. Kári er 25 ára, hann er margfaldur Íslandsmeistari í Enduro og hefur tvisvar keppt fyrir Íslands hönd í International Six Days Enduro í Finnlandi og í Þýskalndi, hann keppti einnig með landsliðinu í Motocross of Nation í Frakklandi 2011
MX-2 / Ingvi Björn Birgisson. Ingvi Björn er 17 ára og hefur verið við keppni og æfingar frá áramótum erlendis og hefur keppt í ýmsum mótum í Bandaríkjunum, Belgíu, Svíþjóð og Noregi. Hann hefur verið við æfingar með úvalshópi Norska keppnissambandsins frá því í mars undir handleiðslu Keneth Gunderson landsliðsþjálfara Noregs. Ingvi Björn keppti í 3. umferð Íslandsmótsins á Akranesi þar sem hann fór með sigur af hólmi í MX2 flokki. Ingvi Björn var í landsliðinu 2012 og keppti í MX-2 flokknum á Motocross of Nation í Belgíu.
MX-Open / Eyþór Reynisson. Eyþór er 21 ára en hann hefur keppt á 450 hjóli í sumar með góðum árangri og er einn hraðasti ökumaður landsins. Eyþór er margfaldur Íslandsmeistari í Moto-Cross og hefur tvívegis keppt með landsliðinu á Motocross of Nation í Bandaríkjunum árið 2010 og í Frakklandi árið 2011.
Liðstjóri / Gunnlaugur Karlsson. Gunnlaugur hefur verið landliðsstjóri síðan árið 2011. Hann hefur mikla keppnisreynslu og keppti sjálfur með landsliðinu í Motocross of Nation árið 2009 á Ítalíu.
Þetta var líklega ein skemmtilegasta motocrosskeppni sem við höfum haldið mjög lengi. 12 mótó voru keyrð á tveimur tímum í þremur flokkum, þrír hringir hvert og hörkurace allan tímann! Brautin hefur sjaldan eða aldrei verið betri, frábærar breytingar og fullkomið rakastig! Vá hvað þetta var gaman 🙂
Viktor átti besta tíma kvöldsins, 1.55,211 og var með flest stig í karlaflokki, Aron Ómarsson átti flott comeback og náði öðru sæti og Guðbjartur Magnússon varð þriðji. Í kvennaflokki var Anita Hauksdóttir fyrst með fullt hús, Einey Ösp varð í öðru sæti og Guðfinna Gróa var í þriðja sæti. Í 85 flokki var það svo Oliver Örn sem náði fyrsta sæti eftir hörkukeyrslu, Víðir Tristan varð í öðru og Elmar Darri í þriðja sæti. Í C-flokki varð Guðmundur Börkur Thorarensen fyrstur.
Hér má sjá dagskrána svona ca. ef aðstæður leyfa og allt gengur upp. Hugmyndin er að vera með 3 flokka, Karla A/B, Kvennaflokk og 85 flokk. Hver flokkur keyrir 4 moto í heildina og verður hvert þeirra aðeins 3 hringir. Við ætlum að auki keyra 2 moto saman þannig að td. 85 flokkur keyrir moto 1 og klárar og fer þá beint á startlínu og bíður þar eftir síðasta keppanda sem fær 1-2 mínútur til að jafna sig og þá er ræst aftur í moto 2. Eftir seinna motoið tekur næsti flokkur við og svo koll af kolli. Þetta er amk. tilraun og gengur vonandi sem skyldi en hugmyndin er að með svona stuttum motoum æfi menn meira hraða og auðvitað stört í brautinni.
Já og btw, eftir hjólaskóflu- og jarðýtuvinnu kvöldsins var brautin alveg geggjuð í kvöld. Reynsluökumenn kvöldsins héldu amk. ekki vatni yfir breytingunum og lagfæringum. Spáin er fín og þetta verður því fjör á morgun 🙂