MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró og mun framvegis sjá um útleigu á þeim til keppenda sem ekki eiga sendi. Þannig verður allt utanumhald keppna og tímatöku í höndum MSÍ. Því miður tókst ekki að klára að setja upp leigukerfi fyrir sendana í keppnisskráningarformið en það verður vonandi klárt fyrir næstu keppni. Þeir sem vilja leigja sendi fyrir keppnina um helgina geta pantað sendi með því að senda SMS með fullu nafni og kennitölu í síma 669 7131. Leigan á sendi kostar 5000 kr. fyrir fullorðna en MX-unglingar og 85 flokkur greiða 3000 kr.
Krakkaæfingar byrja í kvöld
Við byrjum aftur í kvöld með krakkaæfingar VÍK kl 18 í Bolöldu! Látið sjá ykkur.
Bolaöldubraut er opin í dag 5.8.13
Brautin er opin til kl 18.00 í dag.
Brautin verður vökvuð eftir hádegi.
Munið eftir miðum og góða skapinu.
Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum
Veðrið lék við keppendur í 2. umferð Íslandsmótsins í enduro sem fram fór á Egilsstöðum í gær. Á tímabili leit út fyrir að veðrið yrði hreinlega of gott og að ryk myndi hafa áhrif á keppnisdag. Aðfararnótt laugardags gerði Austfjarðaþokan vart við sig og kom nægilegum raka í brautina til að dempa mesta rykið. Brautin var nánast sú sama og í fyrra og var orðin nokkuð grafin og reyndist mörgum ansi snúin.
Kári Jónsson hélt uppteknum hætti og rúllaði hreinlega upp báðum umferðum með þá félaga Ingva Björn og Guðbjart í humáttina á eftir sér án þess þó að þeir næðu nokkurn tímann að ógna forystu Kára. Keppnin gekk vel og stórslysalaust fyrir sig og heimamenn stóðu sig vel í keppnishaldinu. Helstu úrslit eru hér á eftir:
Lesa áfram Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum
Íslenska landsliðið í Motocross
Íslenska landsliðið í Motocross óskar eftir styrktar-aðilum fyrir Motocross of Nations sem fer fram í Þýskalandi næstkomandi September. Þeir sem vilja leggja liðinu styrk geta sett sig í samband við Gunnlaug í gegnum gk@ktm.is / Einnig ef einhver einstaklingur þarna úti sem hefur áhuga á að vinna fyrir liðið í því að sækja um styrki væri það vel þegið.
Íslenska landsliðið í Motocross verður valið í Ágúst.
Traktor með reynslu og safnar enn í bankann.
Það er ekki ofsögum sagt að gamli VÍK traktorinn sé reynslumikill enda margir höfðingjar farið um hann höndum. Í dag er hann í góðum höndum VÍFA sem hafa strokið honum mikið og gert vel við hann. Þó er það ekki svo að hann geti allt eins og sjá má á mynd frá VÍFA mönnum í dag. Mikil rigning hefur plagað skagamenn sem aðra hér á vesturhelmingi landsins og brautin þeirra mjög blaut.