Stóra brautin í Bolaöldu verður LOKUÐ áfram næstu daga. Enn er eftir að lagfæra vökvunarkerfið og setja upp stikur til að afmarka brautina.
Lesa áfram Bolaöldubraut LOKUÐ Næstu daga. Vinsamlegast virðið það.
Stóra brautin í Bolaöldu verður LOKUÐ áfram næstu daga. Enn er eftir að lagfæra vökvunarkerfið og setja upp stikur til að afmarka brautina.
Lesa áfram Bolaöldubraut LOKUÐ Næstu daga. Vinsamlegast virðið það.
Vífa menn héldu 2. umferð Íslandsmótsins á Akrabraut sem stendur rétt norðan við Akranes. Rigning síðustu daga gerði þeim lífið ekki auðveldara en góður þurrkur í gær og nótt og dugnaður strákanna gerði gæfumuninn. Brautin var vel blaut víða og drullupyttir og mjúkir blettir hér og þar. Brautin breyttist mikið eftir hverja umferð og því var keyrður skoðunarhringur fyrir báðar umferðir til öryggis fyrir keppendur. Þegar upp var staðið tókst keppnin mjög vel, brautin þornaði þegar leið á daginn og engin meiriháttar óhöpp en hörkukeppni í öllum flokkum.
Kári Jónsson endurtók leikinn frá Selfossi innbyrti heildarsigur dagsins en þó með Eyþór og Sölva nartandi í hælana á sér allan tímann. Eyþór sigraði reyndar fyrra mótóið en Kári tók það síðara og sigraði því daginn í heild.
Stóra brautin í Bolaöldu er lokuð næstu daga vegna breytinga.
Það verður tilkynnt hér þegar hún opnar aftur. Það verður farið í verulegar endurbætur sem taka nokkra daga.
Brautarstjórn.
Fyrsta umferð af þrem í krakkacrossi VÍK fór fram í kvöld við frábærar aðstæður í Bolöldu. Eiður Orri Pálmarsson var maður kvöldsins, keyrði einsog meistari í bæði 65 & 85 flokki, þetta er drengur sem við eigum eftir að sjá fara langt í framtíðinni en hann hefur æft á æfingum með VÍK síðastliðin 4-5 ár og er stöðugt að bæta sig. Í 50 flokki voru það Ingvar Sverrir & Arnar Búi sem unnu sitthvort moto-ið en Ingvar vann það seinna og sat því uppi sem sigurvegari dagsins, báðir strákarnir keyrðu af miklu öryggi.
50 Flokkur:
1. Ingvar Sverrir Einarsson KTM 50 SX
2. Arnar Búi KTM 50 SX
3. Gauti Jónsson KTM 50 SX
65 Flokkur:
1. Eiður Orri Pálmarsson KTM 65 SX
2. Guðlaugur Árnason Kawasaki KX 65
3. Bergþór Ólafsson Kawasaki KX 65
Lesa áfram Fyrsta umferð í krakkacrossi / Úrslit
Við minnum á krakkakeppnina í kvöld kl 18:00. Keppnin byrjar 18:00, mæting 17:40. Hlökkum til að sjá ykkur. Gulli, Helgi & Pálmar. 500 krónur keppnisgjald fyrir krakka sem ekki sækja æfingar VÍK.