Tilkynning frá MSÍ

Fyrsta umferð Íslandsmótsins i Motocross fer fram núna um helgina á svæði UMFS að Hrísmýri.

MSI vill benda keppendum à að dagskrá Íslandsmótsins hefur verið breytt þetta àrið.

Helsti tilgangur þessara breytinga er að stytta viðveru keppenda og starfsmanna á keppnisdag.

 Því sem hefur verið breytt er eftirfarandi:

Hér eftir verða hjól ekki skoðuð fyrir keppni.Í stað fyrirskoðunar verður skoðunarmaður MSÍ á staðnum sem mun gera úrtakskönnun á keppnishjólum à meðan keppni stendur.Keppendur geta átt von á því hvenær sem er á keppnisdegi að þurfa vera tilbúnir með hjólin til skoðunar ef þess er krafist.

Standist hjólið ekki þessa úrtakskönnun þá geta keppendur átt von á því að þurfa gera úrbættur áður en áfram er haldið. Það er því töluverð pressa á eigendum hjóla að vera með þessa hluti i lagi allan keppnisdaginn.

Atriði sem MSÍ kemur til með að skoða á hjólum er sömu atriði og gamla fyrirkomulagið gerði ráð fyrir.

Sem dæmi eru þetta hlutir eins og að hjálmur sé í lagi og ekki með djúpum rispum,handföng heil og ekki með opnum endum,Kúplings og bremsuhaldföng séu ekki brotin og með oddhvössum brúnum,Plöst séu ekki brotin,bremsur séu í lagi,og keppandi getið framvísað annaðhvort skráningarnúmeri eða kvittun fyrir tryggingargreiðslu fyrir hjólið.

MSÍ mun líka í sumar framkvæma hljóðmælingar á hjólum.

Athugið að forráðarmenn keppenda undir 18 ára verða eins og áður að skila inn undirritaðri þáttökuyfirlýsingu.

Önnur breytting sem hefur verið gerð er að Tímataka hefur verið stytt í öllum flokkum.

Þriðja breyttingin er að Moto tími hefur verið styttur i MX1 og MX2.

MSÍ vonar að með þessum breyttingum verði hugsanlega auðveldara að fá fólk til starfa við keppnirnar þar sem að keppnisdagurin hefur verið styttur í báða enda.

 

Leiga á tímatökusendum.

Þeir sem ætla að leiga sér sendi fyrir motocrosskeppnina á morgun er beint á að það þarf að ganga frá leigunni fyrir kl. 18 í dag (föstudag) í Nítró. Leiguverð er 5.000,- kr.
ATH. EKKI VERÐUR HÆGT AÐ LEIGJA SENDI Á STAÐNUM!

Áminning!!!! VINNUKVÖLD Í SLÓÐUM. Miðvikudagskvöld.

Gallhörðu slóðameistararnir okkar verða með vinnukvöld Í KVÖLD miðvikudagskvöld kl 19:00.

Mæting er að sjálfsögðu aðeins fyrr til að skipta liðinu niður í hópa.

Yfirfara á merkingar á slóðunum og loka einhverjum, svo þarf að sá þar sem komin eru mikil sár.

Gott að hafa með sér bakpoka og slaghamar.

Slóðanefndin.

PS: Veðrið er aldeilis orðið flott. Geggjað útivistarveður. Verður bara gaman saman.

Bolaöldubrautir og Slóðar Opið í DAG. Frábærar aðstæður.

Rakastigið eins og best getur orðið.

Brautarnefnd og Garðar Boli.

Enduro CC sem átti að vera á Akureyri 15 júní færð suður vegna ástands jarðvegar fyrir norðan

Því miður hefur sú staða komið upp vegna ástands jarðvegar fyrir norðan að færa þarf keppnina sem halda átti 15 júní á svæði KKA manna á Akureyri suður.  Keppnin mun því fara fram á suðvesturhorninu og hugsanlega á suðurlandi en MSÍ mun auglýsa það nánar þegar endanleg staðsetning hefur verið ákveðin.  Eins og staðan er í dag að þá er líklegast að keppnin fari fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bölaöldu en enduronefnd VÍK er að skoða aðra staði sem koma til greina og það verður að viðurkennast að fátt er um fína drætti hvað þetta varðar.  Skráning í keppnina hefur ekki verið opnuð á vef MSÍ en það mun gerast á næstu dögum.  Þannig að fólk verður að bara að vera duglegt að fylgjast með tilkynningum á vef VÍK og MSÍ.  Jafnframt munum við tilkynna nýjan keppnisstað á fésið.

Íslandsmótið í motocrossi að hefjast

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motocrossi fer fram á laugardaginn 8. Júní á Selfossi. Opnað hefur verið fyrir skráningu á MSIsport.is. Skráningu í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ líkur alltaf kl: 21:00 á þriðjudagskvöldum vikuna fyrir mótsdag (4 dögum fyrir keppni). Engar undanþágur eru frá þessari reglu. Keppendum sem eru að keppa í fyrsta skipti er bent á að skrá sig vel tímanlega, allavegana 10 dögum fyrir keppni til þess að hægt sé að lagfæra hluti sem geta komið upp og hamlað geta skráningu. Ef keppendur eru í vandræðum með skráningu inn á www.msisport.is skulu þeir hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þeir eru skráðir í. Aðrar athugasemdir eða vandræði skal tilkynna með tölvupósti á skraning@msisport.is.

Lesa áfram Íslandsmótið í motocrossi að hefjast

Bolalada