Gjöf VÍK og keppenda, Enduro – Klaustur 2013

IMG_4232
Hér tekur Ragnar Jónsson á móti ávísuninni góðu úr hendi Hrafnkels formanns VÍK.

Öll þau ár sem Enduro – Klaustur ( Offroad Challenge ) hefur verið haldin við Kirkjubæjarklaustur hefur heilsugæslan þar staðið að baki okkur með góðri og dyggri þjónustu. Til að þakka fyrir færðum við, Vélhjólaíþróttaklúbburinn og keppendur, Heilsugæslunni á Kirkjubæjarklaustri veglegan styrk til tækjakaupa, en heilsugæslan þar stendur í ströngu við að fjármagna mælitæki til fjarheilbrigðisþjónustu.  Það er deginum ljósara að við öll sem stöndum að og í keppni á svæðinu gætum þurft að á þessari þjónustu á að halda. Það var því gleði í okkar hjarta að geta fært þeim þakkarvott í hendur sem í leiðinni gæti  jafnvel hjálpað okkur sjálfum.

Nánari skýring á því hvað liggur í Fjarheilbrigðisþjónustu og orðsending frá
Auðbjörgu B. Bjarnadóttur, hjúkrunarstjóra :

Meginmarkmið með fjarheilbrigðisþjónustu er að auka aðgengi sjúklinga sem og heilbrigðisstarfsfólks að sérflæðisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu, sem ekki er aðgengileg heima í héraði.  Til eru mælitæki sem geta sent frá sér upplýsingar um t.d lífsmörk eða hjartalínurit sjúklinga, eyrnaskoðun, áverka, útbrot  o.fl sem myndi skila sér á myndrænu formi til fjarstadds sérfræðings. Mun þessi tækni draga úr óþægindum vegna ferðalaga sjúklinga sem og tryggja frekara mat. Í raun fjölnotatæki sem eru ætluð til notkunar í heilbrigðisþjónustu. Engin slík tæki eru til hér á landi, en þekkist næstum allsstaðar í heiminum S.s Grænlandi, Usa, Ástralíu, Noregi ofl löndum. Tækin eru notuð þar sem fáir búa og vegalengdir miklar. Tæknin styrkir sjúkdómsgreiningu, fækkar „óþarfa“ ferðum úr héraði og er það sparnaður fyrir alla  aðila þegar til lengri tíma er litið. Í raun um tímamótaverkefni að ræða.

Þetta er stærsta verkefnið sem er í gangi hjá okkur, svo er fleira framundan S.s að endurnýja eitt og annað sem komið er til ára sinna.

 Bestu þakkir fyrir rausnarlegt framlag ykkar sem kemur sér svo sannarlega vel að notum við að efla heilbrigðisþjónustuna á staðnum ekki síst á niðurskurðartímum!

 Sjáumst svo að ári!

 Kær kveðja,

Auðbjörg

 

Úrslit frá Klaustri 2013

Hér eru opinber úrslit frá Klaustri. Heildarúrslitin eru hér tilbúin en flokkaúrslit koma mjög fljótlega hér í fréttina.

Overall Klaustur 2013 PDF HTML

Barna og Unglingakeppnin Enduro – Klaustur 2013

Eins og venjulega þá héldum við barna og unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Skráðir keppendur voru 20 að þessu sinni og margir að stíga sýn fyrstu skref í keppnismensku.

Keppnin var ekin í frábæru veðri kl 9 um morguninn og ekið var í 45 Mínútur í kringum vatnið á Ásgarði.

Eins og venjulega var farin prufuhringur,og síðan ræst með dautt á hjólunum rétt eins og í aðalkeppnini.

Keppnin heppnaðistt vel og allir fóru í það minnsta einn hring og ekki annað að sjá en að krakkarnir hafi verið ánægð með daginn.

Í lok keppni fengu svo allir medalíu fyrir þáttökuna og þrír efstu keppendur voru lesnir upp.

Hér Fyrir neðan má sjá úrslit keppninar.

Lesa áfram Barna og Unglingakeppnin Enduro – Klaustur 2013

Frábærri keppni lokið á Klaustri

Ellefta Klausturskeppnin fór fram í landi Ásgarðs við Kirkjubæjarklaustur í gær, 25. maí.

klaustur 1Keppt er í 6 klukkutíma þar sem keppendur taka þátt í tveggja og þriggja manna liðum auk Járnkallaflokki þar sem keppandi keyrir einn allan tímann. Keppendur voru ríflega 300 í ár í 162 liðum. Á föstudaginn hellirigndi á svæðinu og stefndi í netta drullukeppni á laugardag. Enduroguðinn var þó með okkur í liði og á laugardagsmorguninn var komin glampandi sól og létt gola, fullkomið veður, frábært og ekkert ryk í brautinni. Rigningin virðist þó hafa fælt einhverja frá því talsvert mörg lið létu ekki sjá sig og misstu af einhverri skemmtilegustu keppni sem við höfum haldið.

Keppnin fór fram í landi Ásgarðs en ábúendur þar þau Eyþór og Þóra ásamt Herði syni þeirra og Grétur systur Þóru ásamt Guðmundi Vigni og Auði í Skaftárskála hafa tekið frábærlega á móti okkur og við getum hreinlega ekki þakkað þeim nægilega vel fyrir samstarfið. Og ekki má gleyma snillingnum Kjartani sem á heiðurinn af upphafi keppninnar en hann hefur verið óþreytandi í brautarlagningu og alls konar útréttingum á staðnum. Takk öll saman!

Þrír keppendur urðu fyrir meiðslum og voru tveir fluttir með þyrlu til Reykjavíkur til nánari skoðunar. Annar er enn á gjörgæslu og verður til morguns til öryggis, hann reyndist með marið milta og verður því á spítala undir eftirliti næstu daga. Hinn er á almennri deild en hann braut 3 rif og marðist einnig innvortis. Hann á þó að  útskrifast á morgun enda annálað hörkutól. Meiðsl þriðja mannsins voru ekki alvarleg.

Eftir mikla baráttu og gríðarlega góðan akstur voru það þeir Viktor Guðbergsson og Sölvi Borgar Sveinsson sem stóðu uppi sem heildarsigurvegarar dagsins. Járnkallinn 2013 er Jónas Stefánsson. Önnur úrslit urðu sem hér segir:

Lesa áfram Frábærri keppni lokið á Klaustri

Enduro – Klaustur 2013

Nokkrir puntktar sem gott er að hafa í huga:

Skoðun á Klaustri: Föstudag 18.00 – 21:00  Laugardag 09:00 – 10:45

Vert er að minnast þess að hjólin skulu vera í lagi, öll plöst heil, höldur heilar og GRIPIN í lagi.  það bar mikið á því í skoðun í gær að gripin væru ónýt á endum.

Tjaldstæði: Boðið er uppá tjaldstæði hjá Ásgarði eins og í fyrra. Gjaldið er 1000 kr á mann fyrir helgina, frítt fyrir börn undir 16 ára.

Óheimilt er að tjalda á pittsvæðinu, húsbílar og ferðavagnar þar með taldir.

Muna: Þetta er skemmtikeppni ekki heimsmeistaramót. Koma með góða skapið og bros á vör.

Í keppninni á laugardaginn verður hægt að fylgjast með stöðu keppenda á netinu á síðunni http://www.racetimerlive.com/ með því að slá inn leitarorðið „Klaustur 2013“. Lesa áfram Enduro – Klaustur 2013

Enduro – Klaustur 2013. Brautargæsla.

Nú er komið að aðalmálinu.

Okkur vantar brautargæslu fólk. Boðið er uppá bensín á hjól og í skrokk.

Brautargæsla er eitt aðalmálið í svona keppni og ekki verður hún haldin nema að öllu öryggi verði gætt. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Svavar Kvaran ( lögreglustjórann okkar ) með því að senda á hann vefpóst svavark@gmail.com.  Gott væri ef tekið er fram Nafn, Símanúmer og aldur.

Fjórhjól eru líka velkomin, eiginlega mjög velkomin. Svo henta trial hjól líka mjög vel í hlutverkið.

Bolalada