Enduro – Klaustur 2013

Nokkri punktar til að fara yfir:

Reglur fyrir keppnina: HÉR.

Gott að vita: HÉR.

Svo er bara um að gera að mæta í skoðun með hjólin á morgun. Muna eftir pappírum yfir tryggingar, taka með hjálminn, vera búinn að skipta út öllu því sem er brotið og hættulegt á hjólinu.

Ingvi Björn keppti í Svíþjóð í dag

Akstursíþróttamaður ársins 2012, Ingvi Björn Birgisson, heldur áfram að keppa í sænska meistaramótinu í motocrossi. Önnur umferðin fór fram í Saxtorp brautinni við Landskrona í Svíþjóð í dag í mikilli rigningu og frekar erfiðum aðstæðum.

Ingvi Björn keppir í MX2 flokknum en náði sér ekki á strik í fyrsta motoinu og endaði í 21. sæti af 30 keppendum. Í seinna motoinu endaði hann í 19.sæti en samtals í því 25.í keppninni.

Ingvi Björn í Saxtorp í dag

Lesa áfram Ingvi Björn keppti í Svíþjóð í dag

Enduro – Klaustur 2013

Miðvikudaginn 22.05.13. Munum við vera með skoðun og skráningu fyrir Enduro – Klaustur 2013.

Skoðun og skráning verður hjá BL Sævarhöfða 2. Hefst kl 18:30 og stendur til kl 19:30. 

Afhent verða keppnisnúmer á hjólin, skráning og greiðslur staðfestar.

Hvað þarftu að hafa með:

HJÓLIÐ Í LAGI. Ekkert brotið plast, engin brotin handföng, bremsur og legur í lagi og gripin heil á endum.

STAÐFESTINGU á greiðslu félagsgjalda ef þú hefur ekki greitt félagsgjöld til VÍK.

KVITUN fyrir tryggingum eða skráningarnúmer.

HJÁLMINN sem verður að standast skoðun.

 

ATH: Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að vísa keppendum úr keppni ef hjólin standast ekki skoðun.

Enduro – Klaustur 2013 Keppendalisti

Hér kemur listi yfir þá sem bæst hafa við á keppendalistann í ár.

K6   Tvímenningur 148 Jóhann   Jóhannsson Stephen Bainbridge
K6   Tvímenningur 149 Þórður Þorbergsson Karl   Lilendahl Ragnarsson
K6 Járnkallinn 150 Einar Sigurðsson
K6 Járnkallinn 151 Stefán Jarl   Martin
K6 Járnkallinn 152 Tryggvi Þór   Aðalsteinsson
K6   Tvímenningur 153 Árni Gunnar   Gunnarsson Guðni   Rúnar Kristinsson
K6   Tvímenningur 154 Hörður Másson Magnús   Másson
K6 90+ flokkur 155 Ólafur Gröndal Jón   Hafsteinn Magnússon
K6   Þrímenningur 156 Jóhannes   Sveinbjörnsson Pálmi   Blængsson Logi   Geirsson
K6   Tvímenningur 157 Eyþór Reynisson ???
K6   Tvímenningur 158 Gunnlaugur Karlsson Edwar   D Jones
K6 Járnkallinn 159 Andri Kristján   Ívarsson
K6   Tvímenningur 160 Erlendur Kári Kristjánsson ???
K6 Járnkallinn 161 Arnar   Gauti þorsteinsson
K6 Járnkallinn 162 Steinar   Smári Sæmundsson

Enduro-Klaustur 2013 Barnakeppni og Vintage hjól.

Það verður svaka fjör hjá öllum á Klaustri.

Barna og unglingakeppni á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 25 Maí milli 09-10.

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is  eða í gegnum síma 864-3066. Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer ef það er til. 

 VINTAGE hjól. Í ár bjóðum við þeim sem eiga frábæra, flotta og eldgamla drullumallara uppá að taka einn sýningarhring um hluta brautarinnar. Gert er ráð fyrir því að hjólunum verði síðan stillt upp til að gestir geti barið hjólin augum yfir daginn. Áhugasamir geta haft samband við Guðbjarti í vefpósti guggi@ernir.is  Einnig er líka bara velkomið að mæta með djásnið og skella sér hring.

 

Ingvi Björn 22 í dag

Ingvi Björn endaði í 22.sæti í Uddevalla, Svíþjóð í dag en þar fór fram fyrsta umferðin í sænska meistaramótinu. Ingvi er nú á leið yfir til Malmö þar sem hann mun æfa þessa vikuna og keppir svo annarri umferð sænska meistaramótsins næstu helgi. Næsta keppni fer fram í Saxtorp en Ingvi er vanur að hjóla þar, hann hefur æft þar af kappi síðustu 2 ár yfir páskahátíðina. Drengurinn stefnir hátt og markmiðið er að keppa í sænska og norska meistaramótinu í sumar og verður því eitthvað lítið með í íslandsmeistaramótinu sem fer af stað eftir fjórar vikur. Hægt er að fylgjast með honum nánar hér: Ingvi Björn Birgisson

 

Bolalada