Ingvi Björn #19 akstursíþróttamaður ársins 2012 er að gera flotta hluti erlendis. Ingvi er staddur í Uddevalla, Svíþjóð þar sem fyrsta umferðin í sænska meistaramótinu fer fram, Ingvi komst í gegnum qualification race í gær þar sem hann varð í 11. sæti og komust 30 ökumenn inn í keppnina sem er í dag. Ingvi keppir fyrir KTM á Íslandi í MX2 flokknum á KTM 250 SXF 2013 árgerð.
Sænska mótaröðin er gríðalegt sterk og vita það flestir sem tengjast þessu sporti hvað svíarnir eru framalega, þeir eiga ökumenn í heimsmeistakeppninni, AMA supercross & motocross röðinni ásamt því sænska landsliðið endaði í tólfta sæti á Motocross of Nations í Belgíu 2012.
Það hafa nokkrir Íslendingar keppt í sænska meistaramótinu en óstaðfestar heimildir mínar segja mér það að aðeins tveir ökumenn hafa náð að keppa í aðalkeppnini, semsagt ná uppúr tímatökum eða tímatöku race-i og það eru þeir Ragnar Ingi Stefánsson sem keppti til margra ára í svíþjóð og Ingvi Björn. Hægt er að fylgjast með Ingva hér: MX-LIVE.SE / Hér eru myndir frá SM í svíþjóð: MXCarro.SE