Eitt af því sem skemmist reglulega hjá okkur hjólafólki eru gripin. Það eru fjölmargar aðferðir til að skipta um gripin en hér er góð aðferð frá vinum okkar hjá Trans World Motocross.
Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.
Eitt af því sem skemmist reglulega hjá okkur hjólafólki eru gripin. Það eru fjölmargar aðferðir til að skipta um gripin en hér er góð aðferð frá vinum okkar hjá Trans World Motocross.
Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.
Teinana þarf að yfirfara reglulega í tuggunum.
Þeir sem eru hvað duglegastir í viðhaldinu græja það í hvert skipti sem tuggan er þrifin og yfirfarin. Reyndar er mjög misjafnt hversu oft það þarf og fer það oft eftir gæðum teinanna.
Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.
Fyrsti skammtur af félagsskírteinum og árskortum fór í póst í dag en framvegis munu allir sem greiða félagsgjald og árskort fá þau send í pósti. Félagsgjaldið er ekki nema 5000 kr. og árskort sem gildir í bæði motocross og endurobrautir félagsins og veitir afnot af allri þjónustu félagsins er aðeins 7000 kr. að auki. Nú kostar orðið í enduroslóðana í Bolaöldu og því er árskortið enga stund að borga sig. Félagsskírteinið veitir að auki afslátt hjá fjölmörgum samstarfsaðilum – nánar um það hér
Hægt er að borga félagsgjaldið og árskortið í gegnum vefinn með korti HÉR eða millifæra á reikning félagsins og láta okkur vita með pósti á vik@motocross.is
Svæðin opna vonandi á næstu dögum þegar jörð þiðnar en undirbúningur er kominn vel af stað – líf og fjör!
Allir sem eru í hjólamennsku kunna að sjálfsögðu að hreinsa loftsíurnar. En oft vill það samt vera þannig að þetta er drullu jobb og hund leinðilegt. Góð regla er að yfirfara loftsíuna eftir hvern hjólatúr, versta afleiðing af stíflaðri síu er að það kemst sandur og drulla meðfram og í gegnum síuna og endar þá inn í mótor. Það getur kostað úrbræddan mótor. Hrein og vel undirbúin loftsía er góð fjárfesting. ATH loftsíuolían þornar upp ef langt er á milli þrifa, alveg sama þó að hjólið sé ekki notað. Hreinsið upp síuna og setjið nýja loftsíuolíu áður en hjólið er tekið í notkun aftur.
Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.
Brautarstjórinn hefur talað, Selfoss brautin verður opnuð núna á eftir KLUKKAN 2, miðar verða til sölu í pulsuvagninum en einnig er hægt að skrá sig í deildina og fá árskort í brautina á 10þús samtals… Júlli brautarstjóri verður uppí braut og skráir niður ef menn vilja fá 10þús kr dílinn og hjóla eins og þá lystir það sem eftir er af sumrinu, annars er verðið 1000kr fyrir félagsmenn og 1500 fyrir utanfélagsmenn.
Oft viljum við trassa það að skipta út keðjunni og tannhjólunum, afleiðing þess getur orði sú að keðjan slitnar í verstu mögulegu aðstæðum, hjá MX ökumanni er versti staðurinn í loftinu eftir uppstökk á palli. Hjá Enduro ökumanni er það langt uppí sveit og enginn til aðstoðar. Þegar farið er út í keðjuskipti er ráðlagt að skipta um tannhjólin í leiðinni. Ef sett er ný keðja á gamalt tannhjól þá mun nýja keðjan teygjast í samræmi við gömlu tannhjólin. Þið fáið ráðleggingar um hvaða keðja hentar fyrir ykkar hjól í næstu hjólabúð.
Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.