Litla kaffistofan

Haft var samband við vefin vegna Litlu Kaffistofunar, þar sem við hjólamenn erum ávalt velkomnir. Borið hefur á því upp á síðkastið að menn fari aðeins offari á svæðinu, eru með óþarfa spól og hávaða í kring um húsið og bílastæðið. Þetta er trúlega hugsunarleysi fárra manna, og biðjum við alla að fara þarna sérstaklaega varlega þar sem grjót getur kastast í bíla og fólk og hávaði veldur leiðindum og pirring. Vinir okkar í Kaffistofunni hafa ætíð boðið okkur velkomin, selt okkur bensin, kaffi og nesti. Sýnum þeim og öðrum tillitsemi !

Erlendir Íslandsmeistarar!!

Í mínum huga er þetta ekki spurningin um það hvort einhverjar reglur stangist á við aðrar reglur sem hugsanlega gilda ekki nema stundum og þá aðeins ef viðkomandi er meðlimur hér eða þar..! Þetta er einfaldlega spurning um hvað mönnum finnst rökrétt eða sanngjarnt og síðan verði reglurnar látnar endurspegla það. Málið er skýrt í mínum huga; Allir eiga að hafa möguleikann á að taka þátt í hvaða móti sem er og þá eðlilega geta allir sem á annað borð fá að keppa unnið viðkomandi keppni. Gefi viðkomandi keppni stig til Íslandsmeistara titils þá eðlilega fá ekki aðrir slík stig nema þeir sem á einhvern hátt teljast til Íslendingar – t.d. vegna langrar búsetu eða annarrar varanlegrar tengingar við landið. Hér nægir ekki að vera „íslandsvinur“. Hér þarf náttúrulega að setja einhver skynsamleg mörk fyrir því hvenær menn hætta að vera „íslandsvinir“ og teljist til Íslendinga. Sumir kynnu að heimta ríkisborgararétt og aðrir láta sér nægja skilgreininguna „þriggja ára samfeld búseta“. Málið er bara að um titilinn séu að keppa menn og konur sem hafa haft svipaða möguleika á að þróa sína færni í íþróttinni og standi því uppúr sem þeir bestu meðal jafningja. Hvernig litist mönnum annars á ef árlega kæmu hingað rússneskir fimleikamenn og notuðu íslandsmótið til æfinga og tækju svo með sér Íslandsmeistaratitilinn í fimleikum með sér til Rússlands á hverju ári! ?? Vissulega nauðsynleg lyftistöng fyrir íþróttina en ég efast um að menn myndu sætta sig við þetta til frambúðar!

Kær kveðja / Best regards,

Einar Sverrisson

Útlendingaumræðan frá Kalla Katoom

Til umhugsunar II

Mikil umræða hefur verið um hvernig eigi að taka á málum Micke Frisk varðandi þáttöku hans í Íslandsmótinu í Enduro / MX. Mjög skiptar skoðanir eru á málinu og verð ég að vera algjörlega ósammála greinum Heimirs Barðasonar og Hjartar sem að þeim ólöstuðum finnst vera hent fram algjörlega án þess að kynna sér málið. Lesa áfram Útlendingaumræðan frá Kalla Katoom

Bolalada