Útlendingar í Íslandsmótinu

Til umhugsunar fyrir alla. Allmikil skoðanaskipti hafa verið að undanförnu um það hvort leyfa eigi útlendingum að taka þátt í Íslandsmótinu í Moto-Cross / Enduro. Þessi umræða er tilkomin vegna sænska ökumannsins Micke Frisk, sem vill taka þátt í mótaröðinni. Þetta er það mikilvægt mál fyrir sportið að ég sé mig tilknúinn að velta þessu upp Lesa áfram Útlendingar í Íslandsmótinu

Íslandsmótið í enduro

Um helgina hófst íslandsmótið í Enduro, því miður voru keppnishaldarar og keppendur óheppnir með veður en því er auðvitað ekkert við að gera. Þó nokkrir hnökrar voru á keppnishaldinu varðandi hvenær og hvernig refsingum ætti að beita ef menn þóttu vera brotlegir. Vonandi eru þetta mannlegir byrjunarörðuleikar sem keppnishaldarar geta bætt fyrir næsta mót. Einnig stóðum við keppendur og þ.m.t undirritaður sjálfa okkur að fáránlegum ákvörðunum eins og að senda menn á móti umferð inní pitti aðrir skiptu um gleraugu út í braut o.s.f.r.v.

Við hin sem tökum þátt, mætum á mótsstað og keyrum í brautinni finnst oft eðlilegt að allt sé 100% og klappað og klárt, enn við megum ekki gleyma að þarna eru fullt af fólki að vinna að keppnishaldinu í sjálfboðavinnu svo að við hin getum keppt. Þannig skulum við öll halda þessu á góðu nótunum. Gera skriflegar ígrundaðar athugasemdir við mótshaldara ef okkur finnst eitthvað mega betur fara. Þannig fáum við á endanum betra og skilvirkara mót. Vonandi sjáumst við öll hress og kát á Akureyri næstu helgi. PS. Við megum ekki gleyma aðal atriðinu sem er að við erum að þessu til að hafa gaman, verði það undir þá mun keppnishaldið hnigna með tímanum.

Þór Þorsteinsson

Tjaldstæði á Akureyri

Búið að er bóka tjaldstæðið á Húsabrekku (það sama og í fyrra) fyrir VÍK um næstu helgi í sambandi við Motocrosskeppnina á Akureyri 19. Júní. Þar er mjög góð aðstaða fyrir fólk, bæði sturtur og rafmagn fyrir tjaldvagna. Einnig er hægt að leigja sér lítil hús á svæðinu, síminn er 4624921.
Líklegt að að Eyjafjarðaleikarnir verðir endurvaktir með klassískum keppnisgreinum eins og Drumbakasti, Breakdanskeppni o.fl. Svo verður sjálfsögðu nóg um að vera á Akureyri á 17. Júní. Þannig að það er um að gera að taka sér frí þann 18. og mæta snemma með sólarvörn nr. 25 því Veðurklúbburinn á Dalvík er búin að spá þvílíkri blíðu fyrir norðan þessa helgi að annað eins hefur ekki sést…

Leirtjörn úrslit

Frisk

Úrslitin eru kominn frá Endurokeppninni við Leirtjörn. Þau eru undir Dagatal og Úrslit. Þessari mynd náði vefstjóri af Frisk þar sem hann var með Valda á hælunum.

Bolalada