Brautin lokar eftir kl 16.00 í dag föstudag á Álfsnesi vegna framkvæmda. Brautin opnar ný og endurbætt á mánudaginn. Um helgina munu stórvirkar vélar vinna að endurbótum í brautinni. Á sunnudaginn kl 14.00 auglýsum við eftir mönnum á stórum jeppum á breiðum dekkjum til að þjappa brautina, fyrir þá sem þjappa frá kl. 14-16 fá 5 dagsmiða í brautina fyrir unna klukkustund. Einnig óskum við eftir duglegum mönnum vopnuðum hrífum og skóflum þeir eiga að mæta stundvíslega kl. 12 og unnið er til 14. Þeir sömu fá 2 miða fyrir unna klukkustund (munið að koma með verkfæri með ykkur). Ath. að á meðan á vinnu stendur á sunnudeginum er krakkabrautin opin.
Mbkv. Reynir Jónsson
Hestar og hjól
Þessa dagana er mikið um að það sé verið að koma hestum í haga. Oftar en ekki nota hestamenn tækifærið og ríða í sveitina, hvort sem þeir eru á leið á suðurlandið, Borgarfjörðinn, eða þaðan af lengra. Mikil traffik hesta er því á slóðum og vegum á þessum svæðum og á leiðum út frá borginni. Biðjum við alla hjólamenn að sýna ýtrustu varkárni og tillitsemi, fara út í kant og drepa á hjólunum og bíða þar til að ljóst þykir að hestarnir fælist ekki vélarhljóðið. Tillitsemi kostar ekkert.
Umhverfisnefndarbæklingurinn
Bæklingurinn sem umhverfisnefnd VÍK gaf út er nú kominn inn á vefinn og er linkurinn á hann hér til hliðar. Þeir örfáu sem ekki hafa kynnt sér innihaldið hafa nú tækifæri til þess á aðgengilegan hátt.
Byrjunarhnökrar á skráningarkerfinu
Skráningarkerfið er búið að hökta aðeins núna á fyrstu metrunum en helstu böggarnir hafa verið lagaðir í dag og nú á kerfið að vera í lagi.
Nú er hægt að skrá sig í keppni með því að slá inn keppnisnúmer. Einungis þeir sem hafa greitt félagsgjald hafa þó keppnisrétt og því gefst mönnum nú kostur á að greiða félagsgjaldið samhliða keppnisgjaldinu ef greitt er með kreditkorti.
Þeir sem ekki eru skráðir í félag fara inn á linkinn „Borga félagsgjöld“ og skrá sig þar og velja félag en um leið geta þeir greitt félagsgjaldið. Þeir geta svo farið á linkinn „sækja um númer“ og valið þar úr lausum keppnisnúmerum. Eftir það geta þeir skráð sig í keppnir.
Félagsmenn annarra klúbba geta skráð sig inn í gagnagrunninn og greitt félagsgjöld síns félags sem við skilum þá inn til viðkomandi félags. Ef menn eru búnir að borga gjöld sinna klúbba ( annara en VÍK ) á annan hátt og eru með keppnisnúmer, þá verður að senda póst á vik@motocross.is til að tengja mann við númer handvirkt. Stefnan er síðan sú að allir klúbbar geti haldið utan um sína félagsmenn í gegnum þetta kerfi.
Hákon Ásgeirsson fyrrverandi formaður og Kristinn Örn forritari hafa hannað þessa veflausn fyrir VÍK sem er algjör bylting í utanumhaldi um keppnir og félagatöl klúbbanna og er full ástæða til að þakka þeim og hrósa fyrir gott verk.
Kveðja, Keli
Olísssport um daginn
Guðni í Púkanum sendi okkur upptöku frá því þegar þeir í Olissporti sýndu frá Klaustri um daginn. Þetta er frekar lítil upplausn, eins og hann segir sjálfur…. sjá video
Everts vinnur í Frakklandi
Everts á Yamaha vann bæði mótoin og hefur nú unnið 8 af 16 mótoum ársinns og unnið 4 keppnir overall. Kallinn er nú með 88 stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Annar um helgina var Coppins á Hondu og þriðji Steve Ramon á KTM.
Pichon á Hondu var óheppinn eftir að vera sá eini sem hélt í við Everts og endaði fyrra mótoið í öðru sæti, þá braut hann frambremsuna í því seinna og varð að hætta keppni, verulega svekktur á heimavelli og í banastuði.
Í MX2 vann Tyla Rattray á KTM, annar varð Mickael Maschio á Kawasaki og þriðji Alessio Chiodi á Yamaha. Ben Townley KTM sem leiðir keppnina vann fyrra mótoið og Stephen Sword á Kawasaki sem er í öðru sæti, varð þriðji í fyrra mótoinu, en þeir duttu báðir úr keppni í því seinna.