Ben Townley sem keppir nú á KTM SXF250, keppir á næsta ári í MX1 á nýju SX450. Hann tekur þátt í hönnun nýja hjólsinns, en hann var í Hollandi fyrir 2 vikum að testa. KTM ætlar að halda öllum sínum mönnum á næsta ári, vera með 3 í MX1 og trúlega 3 í MX2. Þeir sem eru nú með samning hjá þeim eru Ben Townley, Tyla Rattray, Steve Ramon, Kenneth Gundersen og Marc Dereuver.
Skráningar- og félagakerfi mótorhjólaklúbbanna tekið í notkun
Skráningar og félagakerfi mótorhjólaklúbbana er hér með tekið í notkun. Hér geta menn skráð sig í alla mótorhjólaklúbba á landinu og borgað félagsgjöld. Keppnisnúmer eru fengin í kerfinu þó svo nokkra næstu daga virðist sem að mörg góð númer séu laus þá er alls ekki svo og verður það lagað á næstu dögum þegar félagalistar annarra félaga verða uppfærðir. Skráning í allar keppnir í Íslandsmóti auk nokkurra bikarmóta fer einnig fram í gegnum kerfið. Skráning hefst nú í fyrstu Endúrókeppni ársins auk annarra keppna. Langbest er fyrir skipuleggjendur mótanna að greitt sé með kreditkorti. Kerfið er sjálfvirkt og mun upphæðin takast út af kortinu um leið og umsókn er staðfest. þeir sem millifæra fá upplýsingar á skjáinn hjá sér um hvaða reikning á að millifæra á og leiðbeiningar um tilvísunarnúmer. Hægt er að skrá sig í allar keppnir ársins eða eina í einu. Til að geta keppt í Íslandsmótinu í motocrossi eða enduro þurfa menn að vera félagsbundnir í einn af klúbbunum sem eru listaðir upp í kerfinu.
Skráning er þá hafin í endurokeppnina við Leirtjörn 12 júní og henni lýkur á miðvikudagskvöld kl 23.59
Bruni
Línan milli þess að vera með tjúnað ofurhjól eða tifandi tímasprengju getur verið æði þunn eins og þessi góði maður komst að raun um á Klaustri.
Enduro keppni um næstu helgi
Um næstu helgi verður haldin Endurokeppni við Leirtjörn. Brautarlagning fer fram á morgun Sunnudag, og eins og segir í keppnisreglum „Ekki er ekinn prufuhringur, þeir sem aðstoða við brautarlagningu fá hins vegar að aka einn hring að lokinni vinnu við brautarlagningu“. Þannig að þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til hafi samband við Enduronefnd . Vefurinn var að fá sendar keppnisreglurnar sem eru hér. Skráning verður auglýst síðar, en trúlega verður skráð á mánudag og þriðjudag.
Álfsnes opnar
Nú rétt í þessu er jarðýtan að klára í Álfsnesi. Brautin opnar 12.30. Viljum við minna alla á að passarnir fyrir Álfsnes eru seldir í Esso Mosfellsbæ. Meiri hluti ökumanna virðir reglur varðandi passana og viljum við þakka fyrir það. Flestir betri félagar líma miðana á hjólin eins og beðið er um. Nokkuð hefur þó borið á því að menn kaupi passa en lími þá ekki á hjólin heldur geymi þá inní bíl. Þetta gerir allt eftirlit sem við eigu allir að stunda erfitt. Við sem erum að eyða fleirri fleirri klst. í að halda þessum brautum gangandi svo þið og aðrir getið skemmt ykkur við akstur í brautinni eigu ekki að þurfa að standa í því þá daga sem við förum í brautina til að hjóla að þurfa að jagast í mönnum um að líma miðana á hjólin. Við erum oft búnir skrifa á netið og biðja menn um að líma miðana á án árangurs. Það eru þrjár úrlausnir til ef menn fást ekki til að fara eftir reglum.
- 1. Ef menn eru ekki með miðana á hægri frammdempara eða hafa ekki keypt miða þá fara þeir í mánaða bann í Álfsnesi og Sólbrekku.
- 2. Hækka gjaldið í 1000 kr. á dag. Þannig að þeir heiðarlegu borgi fyrir trassana.
- 3. Hætta að halda brautunum við og hverfa til fortíðar þar sem brautirnar eru bara lagaðar daginn fyrir keppni.
Þetta eru allt leiðinda lausnir. Við verðum allir að sýna þroska og samheldni. Láta alla í brautinn finna að við lýðum ekki að menn keyri miðalausir. Við sem stöndum í allri vinnunni gerum það af því að við höfum gaman af þessu, en gamanið kárnar ef við þurfum að standa eins og löggur í hvert sinn sem við förum að hjóla, þannig endumst við ekki í þessu. Tökum okkur nú allir saman í andlitinu og vinnum að þessu saman.
„Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum við“
Smets hættir vegna meiðsla
Fimm faldi heimsmeistarinn Joel Smets verður nú að hætta að keppa fyrir Suzuki á RM-Z450 í MX1, vegna skurðaðgerðar sem hann verður að fara í á hægra hné. Smets hefur átt í erfiðleikum með hnéð síðan hann slasaði sig í byrjun tímabilsins og milli keppna hefur hann verið að eiga við bólgur og verki, sem hafa orðið verri síðustu vikur.
Það lítur út fyrir að Smets haldi áfram að keppa fyrir Suzuki á næsta ári í MX1 og vinna í þróun RM-Z450, sem á að fara í fjöldaframleiðslu síðar á þessu ári.