Menn eru byrjaðir að streyma á svæðið. Veðrið er ekki upp á marga fiska, austan rok og rigning, en spáin er skárri fyrir morgundaginn, 8-13 m/s og skúrir.
Góða ferð
Nú þegar allir eru að fara að leggja í hann austur á Kirkjubæjarklaustur er ekki annað að segja en góða ferð og sjáumst kát. Munið að allur akstur mótorhjóla er stranglega bannaður á svæðinu ( nema í keppninni 😉 ) og að lögreglan verður með öflugt eftirlit á staðnum.
Guðm.P.
Keppnisnúmer 2004
Eins og mönnum er kunnugt samþykkti stjórn VÍK nýtt fyrirkomulag á númerakerfi s.l. vor og kemur það nú til framkvæmda. Fyrirkomulagið er ferils-númerakerfi sem er byggt á AMA kerfinu í USA og FIM kerfinu í GP-inu. Úthlutunarreglur eru eftirfarandi Lesa áfram Keppnisnúmer 2004
Platan selst þokkalega
Vefurinn hafði samband við Heimi Barðasson pönk idol og spurðist fyrir um hvernig salan á stimpilhringja diskinum gengi. Sagði hann að 130 diskar hafa verið seldir en þá á eftir að athuga hvað selst hefur í þeim 10 verslunum sem diskinum var dreift í. Miðað við Dr. Gunnar þá eru Stimpilhringirnir fjórða besta plata ársins á undan Hljómum.
Sagði hann þetta vera að skríða á núllið fljótlega þannig að allir diskar sem seljast héðan af koma til með að renna beint til VÍK. Vefurinn hætti að pikka en það var mikill vaðall á Heimi. 37 mínútum síðar náði Heimir jarðsambandi og vefurinn gat slitið viðtalinu.
Klaustur 2004
Opnað verður fyrir skráningu í keppnina á Klaustri eftir þrjá daga (15 janúar). Ég hvet alla áhugasama á að kynna sér vefsíðunahjá Kjartani.
Paris Dakar
Paris Dakar,
11.01.04 / Hjörtur Jónsson
Nú þegar 9 leiðum er lokið ag Dakar rallinu og 10. og 11. leiðum hefur verið aflýst vegna hættu á ræningjum og ekki neinar keppnis fréttir að fá næstu tvo daga ætla ég að hella smávegis úr viskubrunni mínum og miðla til þeirra sem vilja lesa.
Fyrsta keppnin fór fram í janúar 1979 og voru engin sérútbúin mótorhjól í keppninni. Þessi keppni var svo frumstæð að tímatökumennirnir fóru um það bil tveim tímum á undan fyrsta manni af stað inn í eiðimörkina með klukkurnar og þegar fyrsti keppandinn náði þeim skelltu þeir upp endamarki þar sem þeir voru ef þeir náðu ekki á þann stað sem þeir áttu að fara á samkvæmt upphaflegu plani. Fyrstu keppnina vann Frakkinn C. Neveu á Yamaha XT 550. Aðeins 8 mótorhjólamenn hafa unnið keppnina á hjóli. Oftast hefur Frakkinn Stephane Peterhansel unnið keppnina 6 sinnum, en hann er fyrstur í dag á bíl með rúmlega klukkutíma forskot. C. Neveu hefur unnið 5 sinnum og E. Orioli hefur unnið 4 sinnum, en hann datt út úr keppninni fyrir nokkrum dögum á bílnum sem hann ók.
Sú mótorhjólategund sem oftast hefur unnið er Yamaha með 9 sigra, BMW og Honda er með 5 sigra hvor tegund, KTM er með 4 sigra og Gagiva með 2 sigra.
Það er magnað hversu margir fyrrverandi hjólamenn eru að keppa á bílum í ár og á meðal efstu 8 eru þrír fyrrum hjólarar úr París Dakar. Þetta eru Peterhansel sem er fyrstur, Mayer í 6 og Magnaldi í 8. sæti, en þegar keppnin hófst voru þeir mun fleiri.
Upphafsmaðurinn og hugmyndafræðingurinn af þessari keppni var Frakkinn Thierry Sabine, en hugmyndina fékk hann 1977 þegar hann villtist á mótorhjólinu sínu í Líbönsku eiðimörkinni þegar hann var að taka þátt í rallý þar. Sabine fórst í þyrluslisi 14. janúar þegar hann var að stjórna 8. Paris Dakar rallinu. Hans einkunnar orð um Paris Dakar voru “ Paris Dakar er áskorun fyrir þá sem taka þátt og draumur þeirra sem ekki taka þátt“.