Verslunin Nítró býður öllum sem hafa áhuga á að horfa á Supercross, að mæta á föstudagskvöldum til okkar á meðan húsrúm leyfir. Við erum með skjávarpa og verðum með léttar veitingar til sölu. Að sjáfsögðu verða þetta áfengis og tóbakslaus kvöld. Mætið endilega föstudagskvöldið 16. jan. 2004. Kveðja Haukur
Hvaleyrarvatn er frosið
Staðfesting á ástandi vatnsins var að berast vefnum rétt í þessu. Vatnið er frosið og eins og allir höfuðborgarbúar sjá, meiriháttar veður. Daginn er farið að lengja þannig að menn ættu að geta hangið á vatninu eitthvað lengur en þeir gerðu rétt fyrir jól.
Mikið fjör á Chefs
Það var gífurlegt fjör á Supercrossinu í kvöld á Chefs. Enginn smá akstur á Chad reed Yamaha manni eins og Bubbi segir vá… En varðandi framhaldið u.þ.b. 20 manns mættu til að horfa á Supercrossið. Margir þeirra voru í yngri kantinum semsagt framtíðar ökunaglar landsins.
Það er hálf aumkunarvert að þurfa að bjóðu ungum mönnum að koma á vínveitingastað til að horfa á bestu menn heims stunda íþróttina okkar. Er ekki einhver þarna úti sem gæti haft hag af því að bjóða okkur eldri og þessum drengjum að horfa á Supercrossið á tjaldi. Þetta er líkt og að mæta á félagsfund þar sem menn hittast og skiptast á skoðunum. Þetta myndi tvímælalaust þjappa mönnum saman. Eru ekki einhver umboð sem hafa áhuga á þessu. Gaman væri að fá viðbrögð frá ykkur. Kv Þór Þorsteinsson
Vafrari janúar mánaðar
Þó einungis séu tæpir átta dagar liðnir af þessum mánuði þá hefur Sveinn Markússon tvímælalaust unnið sér inn titilinn, „Vafrari mánaðarins“. Til viðbótar við fyrri innlegg í dag þá sendi hann vefnum grein með mynd um fyrsta vélknúna vélhjólið á Íslandi. Sveinn var ekki hættur þar heldur gróf hann upp „mugshot“ af einum af frægustu mótorhjólamönnum síðustu aldar. Og enn var Sveinn ekki hættur. Hann grefur upp grein sem var skrifuð fyrir danska helgarblaðið Weekendavisen og birt helgina 21.-22. júlí 2001. Vefurinn selur þetta ekki dýrara en hann fékk það, en greinin er á íslensku, svolítið sjúskuð í uppsetningu en vefurinn hafði „ótrúlega“ lúmskt gaman af lesningunni. Grein skrifuð fyrir danska helgarblaðið Weekendavisen, birt helgina 21.-22. júlí 2001.:
Turen går til Island
Flestir ferðamenn koma til
Íslands til þess að fara útí Lesa áfram Vafrari janúar mánaðar
Hvað segja verslanirnar!
Vefurinn tók upp á því í gærmorgunn að taka viðtöl við flestar verslanir. Eftir tvö viðtöl fann vefurinn sig í frjálsu falli. Þvílíkur tími sem fór í þetta. En það var ekki aftur snúið. Öll viðtölin eru tilbúin og gaman að lesa þau. Allir voru spurðar nákvæmlega sömu spurninga. Meðal annars hvaða væntingar menn hafa til ársins 2004, hvað var eftirminnilegast frá 2003, finnst þér sportið vera að stefna í rétta átt og fl.
Bréf frá 1934 eða fyrir 70 árum síðan
Eftirfarandi bréf fékk afi minn sent frá vini sínum 1934 eða fyrir 70 árum. Afi var mótorhjóla kappi í gamla daga og ók Harley. Þeystu hann og félagar hans um sveitir landsins. Gaman er að lesa bréfið og greinilegt að dellan var engu minni 1934, mönnum líkaði bjór og fóru á kenderí og skoðuðu bíla og mótorhjólasýningar í útlöndum.
kveðja, Katoom