Í kjölfar fréttarinnar í DV

Í kjölfar fréttarinnar í DV sem getið er hér að neðan finnst mér rétt að vekja máls á eftirfarandi.  Mikið hefur breyst sl 10 ár í hjólabransanum. Hundruðir Íslendinga stunda vélhjólaakstur (enduro og MX).  Íþróttin veltir hundruðum milljóna á ári, ásókn í hálendisferðir hefur aukist, tugir þáttakenda eru í hverri keppni og svo framvegis.

Þegar íþróttin verður svona stór fer að myndast áður óþekkt pólitískt umhverfi í kringum hana og ábyrgð sem getur verið jafnt jákvæð sem neikvæð. Það sem ég á við er að við erum að verða mun sýnilegri í þjóðfélaginu og getur það verið við mis skemmtileg tilefni eins og dæmið úr DV sýnir þar sem mislyndismenn eru á óviðeigandi hátt tengdir við íþróttina okkar.

Ég þekki ekki til hlítar hvernig þessum málum er háttað innan VÍK en ég vil brýna mikilvægi þess fyrir stjórn VIK og félagsmönnum að við eigum okkur formlegan talsmann sem getur brugðist við slíkum uppákomum á viðeigandi hátt.

Það eru til margir framtakssamir menn og konur í mótorhjólasportinu sem geta haldið uppi málsvörn fyrir íþróttina en mér finnst etv að við svona tækifæri þurfi að vera til taks fulltrúi samtakanna sem getur tekið á svona málum í fjölmiðlum á skipulagðan hátt. Ekki þarf mikið til að æsifréttamenn komist í feitt. Hvað með ef einhver slasast í keppni? Hvað með ef krakki handleggsbrýtur sig í keppni? Sannarlega matur í æsifrétt! Hvað ef menn valda gróðurspjöllum? Það liggur í augum uppi að við þurfum að eiga okkur svaramann sem getur á skipulagðan hátt haldið utan um umræður um hluti sem miður fara í félagsskap okkar og kunna að ná inn í fjölmiðla.

Einnig þurfum við að eiga okkur rödd þegar við gerum eitthvað jákvætt, sem er jú langoftast þannig. Við erum orðin það stór og svo mikið í húfi að við þurfum að axla þessa nýju ábyrgð og ber ég því fram þessa litlu tillögu um talsmann VÍK. Það er svo félagsskaparins að fjalla um málið og taka næstu skref.   

4

Dakarinn

Kannski man einhver eftir herra Lundmark, sem keppti á Klaustri síðasta ár.  Lundmark er komin á fullt í Afríku.  Er í 13.sæti tæpum 16 mínútum á eftir Esteve Pujol.  Lundmark er sá sem er efstur ef frá eru taldir atvinnumennirnir.  Á pgdakar.com  getið þið fylgst með keppninni dag frá degi og fræðst um ýmislegt sem kemur að slíkri keppni, kostnaður, æfingar o.fl.  Einnig ber að nefna að sýnt er frá keppninni á Eurosport á hverju kvöldi, 21.30 og aftur 00.00.  Góða skemtunn.   sveinn@enduro.

Ís-akstur

Afturdekk með 600 tréskrúfum

Þór Þorsteins sendi vefnum grein um ís-akstur og fjallar þar um þær hættur sem fylgja slíkum akstri.

Ég fór á ísinn um hátíðarnar. Þar voru u.m.þ.b. 20 hjól. Menn hittust og skiptust á skoðunum. Ísaksturinn brúar bilið á milli hausts og vors, þannig að menn detti ekki alveg úr öllum hjólagír.

Haukur var með nýja KXF 250cc four stroke og leifði mönnum að prufa. Þvílík græja.

Það er vert umhugsunar efni sem við hjólamenn þurfum að hugleiða. Oft er talað um að birgja brunninn áður enn barnið dettur ofan í hann. Ég held tvímælalaust að það eigi við í þessu efni. Við ísaksturinn eru menn annað hvort á Trellleborg nöglum eða á þar tilgerðum  skrúfudekkjum með allt að 600 skrúfur í afturdekkinu. Menn eru að ná allt að 100 km hraða. Oftast eru menn að keyra í miklu návígi, í beygjum eru menn yfirleitt á miklu spóli (sérstaklega Trelleborginn). Því má líkja dekkinu sem keðjusög á miklum snúning. Skrúfurnar eru smíðar til að borast inn í timbur og eru því flugbeittar og oddhvassar. Það er því mín skoðun að menn þyrftu að setja einhverjar reglur eins og að hafa sjálfvirkan ádrepara þegar menn detta af hjólinu og jafnvel skerma(bretti) sem fylgja dekkinu og hylja allt að 50% af dekkinu. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef svona dekk færi á spóli á 80 km hraða yfir andlit eða löpp.

600 flugbeittar skrúfur. Ímyndið ykkur þetta á 80 km hraða í spóli

Vona að menn hugleiði þetta. Nú er lag fyrir mótorhjólabúðirnar að bjóða ádrepara og bretti fyrir hjólamenn.

Þór Þorsteinsson

Erum við útlagar?

Góðan daginn og Gleðilegt ár, ef það telst gleðilegt að vakna, borða Cherios og lesa Morgunblaðið laugardaginn 3. janúar.

Á íþróttasíðum blaðsins er mynd og grein um “53 íþróttamenn heiðraðir af  ÍSÍ” frábært !

Framúrskarandi og góðir íþróttamenn heiðraðir fyrir afrek sín á árinu sem var að líða, Badmington, Blak, Borðtennis, Dans, Fimleikar, Frjálsíþróttir, Golf, Glíma, Handknattleikur, Íþróttir fatlaðra, Júdó, Karate, Keila, Körfuknattleikur, Knattspyrna, Hestaíþróttir, Lyftingar, Siglingar, Róður, Skautaíþróttir, Skíðaíþróttir, Skotíþróttir, Sund, Taekwondo, Tennis, Skylmingar, Hnefaleikar, Hjólreiðar og Skvass.

En halló, akstursíþróttir, nei engan sá ég á listanum enda Vélhjólaíþróttaklúbburinn ekki nema 25 ára !

Hvað þurfum við að gera til að fá viðurkenningu á sportinu okkar ?

Smá upprifjun, VÍK var innan LÍA Landsambands Akstursfélaga þangað til fyrir 4 árum þegar MSÍ Mótorsportsamband Íslands var stofnað í janúar 2000. Markmið MSÍ var að sameina hagsmuni mótorhjóla og vélsleðamanna í keppnisíþróttum samanber skiptingu heimssambandanna FIM (2, 3, 4 hjól og sleðar) og FIA (bílar).

Með tilkomu MSÍ árið 2000 hefur uppgangur “sportsins okkar” verið þvílíkur,

50 – 100 keppendur í hverri keppni í Íslandsmótinu í MX eða Enduro svo ekki sé minnst rúmlega 200 keppenda á Klaustri í maí 2003.

Engu að síður er ÍSÍ að tefja fyrir ingöngu MSÍ sem sérsambands með því að reyna að koma þessum (MSÍ og LÍA) samböndum inn sem einu sérsambandi í ÍSÍ.

Ég spyr þá af hverju er ekki Karate og Taekwondu innnan Júdósambands Íslands, þetta eru jú allt austurlenskar sjálfsvarnaríþróttir, eða Skautaíþróttin með Skíðasambandinu.

Það er með öllu óþolandi að við séum alltaf settir út í horn, keppnisleifi, brautarsvæði, ofl.ofl.

MSÍ og félög innan þess uppfylla nú þegar eða með litlum breytingum skilyrði til inngöngu sem sérsamband í ÍSÍ, að ætla að þröngva okkur með öðrum akstursíþróttum eins og Rally og Torfæru er ekkert annað en kúgun og verið er að halda verulega aftur af  framgöngu “sportsins okkar”.

Hópur góðra manna hefur unnið mikla og góða vinnu til að koma okkur þangað sem við erum komnir, þeir ykkar hinir sem lumið á hugmyndum til að koma okkur enn lengra stígið fram og látið í ykkur heyra.

Ég get engan veginn þolað að vakna 3. janúar 2005, fá mér hollan og staðgóðan morgunverð og sjá enga mótorhjóla / vélsleðamenn á lista þeim sem ÍSÍ kemur til með að heiðra fyrir frammistöðu sína á árinu sem er að hefjast.

Guð gefi ykkur fulla ferð og ………………..

Kveðja,

Karl Gunnlaugsson

desember 2003

29.12.03 …að Gulli sé ánægður með nýja hjólið sitt.

…að það sé miklu betra en gamla KTM.

15.12.03 …að Valdi er ekki rússneskt nafn.

…að hann gengst við nafninu Vladimír í Rússlandi.

11.12.03 …að í umræddu viðtali við Valda, haldi hann því fram að það séu bara Niggarar sem keyri Yamaha. (Stay Black)

…að Valdi haldi uppi merkjum “white trash kynslóðarinnar”.

…að hann pikkaði þetta upp í æfingabúðunum í Texas síðasta vetur.

…að Artick Trucks ætli að senda hann til Rússlands í æfingabúðir til þess að vinda ofan af vitleysunni í honum.

…að hann verði kallaður “Valdi Pútín” þegar hann kemur til baka.

10.12.03 …að Valdi Pastrana láti gömlu kallana heyra það í viðtali á www.motoxskolinn.is

…að þar sé engin miskunn á ferð …

09.12.03 að á www.FMXramps.com er hægt að finna teikningar af mjög góðum palli

09.12.03 …að ný tegund af vetrarklæðnaði verði í jólapakkanum frá Artic trucks.

09.12.03 …að dúndur græja sé komin í skúrinn hjá JHM Sport.

…að græjan sé þrusu flott.

…að hárin rísi við að heyra í vélinni.

…að aflið sé þvílíkt að driverinn hafi ekki haft undan að skipta upp.

…að driverinn verði að eignast svona hjól.

…að test driverinn eigi núna KTM 450 EXC.

05.12.03 …að íslenskir hjóla menn eru hættir að drullumalla og byrjaðir í eðlisfræði þ.e.a.s. Newtons lögmálum..

..að equation’ið fyrir Range sé m.v. const hraða og án loft mótsstöðu : Range = byrjunarhraði í öðruveldi * sin (2 * hornið) /þyndaraflinu

..að þú stekkur sex sinnum lengra á tunglinu m.v. jörð

..að Newton var snillingur.

03.12.03 …að mikil biðröð sé að myndast fyrir utan Skífuna.

…að þar sé fólk að bíða eftir plötunni frá Stimpilhringjunum.

…að þetta verði metsöluplatan í ár.

…að brauðsendillinn sjái um dreifinguna.

26.11.03 … að Stimpilhringirnir hafa verið í hljóðveri í allt sumar.

… að afraksturinn eigi að koma út á geislaplötu fyrir jólin.

… að ástæðan fyrir útgáfunni sé 25 ára afmæli VÍK.

… að öll lögin á disknum fjalli um mótorhjól… skrítið!

…að þessi diskur verði skyldueign allra sannra hjólamanna.

Plata Stimpilhringjanna í 4.sæti

Í DV í dag er viðtal við alla helstu poppskríbenta, meðal annars Dr. Gunna sem valdi plötu Stimpilhringina “ Í Botni“ í 4. sæti sem bestu geislaplötu ársins. Það er greinilegt að bandið okkar er að gera góða hluti og aldrei að vita nema erlend plötufyrirtæki sýni þeim áhuga.

Ert þú ekki örugglega búinn að tryggja þér eintak. Allur ágóði rennur beint í vasa okkar sjálfra, þ.e. V.Í.K.

Bolalada