Áramótaveisla

Bjóðum alla hjólamenn, fyrrverandi og núverandi, velkomna á áramótaveislu Arctic Trucks á morgunn, 30. desember milli kl. 17.00 og 20.00 í tilefni af komu nýju 2004 torfæruhjólanna frá Yamaha. Það verður margt nýtt og spennandi að sjá. 14 ný torfæruhjól af öllum stærðum og gerðum; Frumsýnum nýja Yamaha YFZ450 fjórhjólið.

Komdu og sjáðu allt það nýjasta fyrir sumarið og gæddu þér á léttum veitingum. Starfsfólk Arctic Trucks

Snæfellsjökull

Árleg tilraun til að komast á Snæfellsjökul um áramót, sem er sennilega einn ruglaðasti tími ársins til þess, var gerð á annan í jólum. Leiðangurinn er gerður út frá Hafnarfiði undir nafninu “ Heimskan vinnur fyrir rest“ og er gerður til úrvinnslu á jólamat.

Toggi & Væringinn ásamt 4 félögum djöfluðust frá birtingu og fram í myrkur, og komust skellihlæjandi um 2/3 áleiðis og ca. 2 jólalítrum léttari.

Staðan er sem sagt: 3-0 fyrir jöklinum.

Tækni og tips

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að setja inn á heimasíðuna www.raggi.is undir Tækni og Typs stuttar greinar um viðhald Cross, Enduro,vélsleða götuhjóla og fleiri tækja! Þetta dettur inn smátt og smátt núna næstu vikur!

Öllum er eftir sem áður velkomið að hringja í mig í Vélhjól og Sleðar 5871135 ef spurningarnar brenna á sálinni!!!

Jólabolti – síðasti tími ársins

Strákar, það verður bolti í Fífunni á sunnudaginn (28. des.) kl. 22:00 eins og vanalega. Mætum allir og hlaupum af okkur jólaspikið!

Gleðileg Jól

Vefurinn óskar öllum gleðilegra jóla um leið og hann birtir þær jólakveðjur sem hafa borist vefnum.

Gleðileg (H)Jól og farsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Verslunin MOTO verður lokuð á milli Jóla og Nýárs, opnum aftur mánudaginn 5.janúar. Neyðarþjónusta í síma 893-2098 Kveðja, MOTO & KTM Ísland

Við viljum þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að enda og einnig viljum við óska þér og þínum Gleðilegra jóla og farsælt komandi ár, þökkum það liðna. Jólakveðja, Guðni,Bryndís og Pukinn.com

Ný verslun opnuð

Á laugardaginn var opnuð ný verslun, Nítró. Að versluninni standa hjónin Haukur og Tedda. Verslunin er til húsa á Járnhálsi 2 í Reykjavík.

Þegar vefurinn leit við var heljarinnar fjöldi á staðnum og mikið og dýrðir og veitingar. Fjöldinn allur af glænýjum hjólum í öllum stærðum, fyrir alla aldurshópa. Ein af stærri jólagjöfum landsmanna var til sýnis fyrir utan verslunina en þar gaf fjölskylda Steina honum nýjan 650 Husaberg. Vefurinn óskar Hauki og fjölskyldu til hamingju.
Sjá myndir í vefalbúminu

Bolalada