Opnunarhátíð Nítró

Kæri hjólamaður/kona, við viljum bjóða þér og þínum í partý til okkar í tilefni opnunar verslunarinnar Nítró laugardaginn 20. desember nk. kl. 14:00 – 18:00 að Járnhálsi 2, 110 Rvk.

Erum búin að fá nýju Kawasaki KX- seríuna í hús og er þar á meðal hið eftirsótta KX250F ásamt Kawasaki Sport Z1000, sem er stórglæsilegt hjól. Eigum von á fleiri götuhjólum eftir áramót, þ.a.m. stolt Kawasaki, Vulcan 2000 og hið hrikalega Ninja ZX10 (rúmlega hestafl á kíló).

Einnig sýnum við Kawasaki KFX400 sport fjórhjól og KVF360 4×4 fjórhjól ásamt 3 Husaberg hjólum. Aðrar vörur s.s. götuhjóla- og torfærufatnaður og aukahlutir eru á leiðinni en ekki er víst að þær verði komnar fyrir opnunarpartý.

Erum komin með umboð fyrir Rieju skellinöðrur sem allir unglingar verða að eignast. Skoðið heimasíðu Rieju: riejumoto.com. Hjólin koma til landsins milli jóla og nýárs.

Stefnt er að því að vera með sölu á notuðum hjólum í sýningarsal á neðri hæð verslunarinnar. Unnið er að því að setja upp verkstæði, þar sem við komum til með að þjónusta okkar viðskiptamenn ásamt öllum öðrum, sem vilja góða þjónustu og gott verð.

Við hvetjum alla hjólaunnendur til að mæta og fagna þessum merka áfanga með okkur. Kær kveðja, Haukur og Tedda

VÍF – Nýtt félag

Á haustdögum var stofnaður í Fjarðabyggð vélhjólaíþróttaklúbbur VÍF. Unnið er að því með bæjaryfirvöldum að finna svæði þar sem leggja má braut og hafa tveir verktakar á Eskifirði, Bragasynir EHF og Kranabíll.is boðið klúbbnum vinnu við gerð brautarinnar að verðmæti 1.000.000.- kr.

Sjá heimasíðu þeirra www.kranabill.is og hafa þeir að undanförnu kynnt sér brautir á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um brautir og brautargerð eru vel þegnar á netfangið bragasynir@simnet.is. Vonumst til að sjá sem flesta fyrir austan næsta sumar. kveðja Vélhjólaíþróttaklúbburinn Í Fjarðabyggð

Nýtt félag í Garðabæ?

Nokkrir áhugasamir aðilar vilja kanna hvort áhugi sé fyrir því að stofna vélhjólafélag í Garðabæ. Umrætt félag yrði stofnað sem íþróttafélag til þess að vinna að því í samráði við bæjaryfirvöld í Garðabæ að fá úthlutað æfingasvæði sem gæti þjónað öllum aldursflokkum en þó einkum þeim yngri. Varðandi æfingasvæði er sérstaklega horft til fyrirhugaðs byggingarlands í nánd við Garðarholt. Áhugasamir eru beðnir um senda vefpóst á veffangið jh@isl.is með nafni, kt. og símanúmeri. Kveðja Jóhann Halldórsson

24 mínus 22 klst

Fresturinn sem veittur var vegna „Dulkóðuninnar“ er runninn út. Var hann styttur úr 24 klst. niður í 2 klst. eftir símaviðtal við Hauk Þorsteinsson.
Málavextir eru þeir að 5 manna hópur hjólamanna hætti sér inn á 110 svæðið í einum og sama bílnum. Umráðasvæði Karls Gunnlaugssonar. Kalli sér bílinn og ber kennsl á farþegana. Pikkar upp símann og hringir í félaga sinn sem síðan hringir í næsta mann. Orðrétt kom síðan „Heyrst hefur…“ skot sem hljóðaði eftirfarandi.
…að Yamaha Haukur hafi sést á leynifundi með Bjarna Bærings, Bjössa Túpu, Jóa Bærings og Benidikt Eyjólfs.
Ekki leið langur tími þangað til haft var samband við vefinn og beðið um að upplýsingarnar yrðu teknar af vefnum. Vefurinn neitaði en úr varð samkomulag um að dulkóða fréttaskotið í 24 klst.
Stuttu síðar kom ábending frá sama aðila um að þess væri ekki lengur þörf. „Heyrst hefur…“ skotið hefði verið aðeins of lengi á vefnum og hefði síminn hjá Yamaha Hauki ekki stoppað.
Það sem Kalli sá upphaflega og var síðan túlkað í gríni hjá þriðja aðila sem leynifundur er nú orðið staðfest. Ein af stærri fréttum mánaðarins.
Haukur Þorsteinsson hefur handsalað samning við Bílabúð Benna. Mun hann aka á Cannondale á næsta ári. Aðspurður um ástæður sagði hann að allt væri betra. Miklu betra hjól og miklu betri samningur.
Toyota sem er nýbúið að taka yfir Yamaha umboðið frá Merkúr, ætlar ekki að hafa neitt lið og ekki heldur að koma nálægt neinu keppnishaldi með beinum hætti. Eru þeir einungis „hugsanlega“ tilbúnir til að styrkja einstaka keppendur þannig að þeir geti ekið á Yamaha hjólum. Að lokum ítrekaði Haukur að hann væri mjög ánægður með samninginn og vildi koma því áleiðis að hann hefði 2 Yamaha hjól til sölu.

20 jólapakkar fyrir jólin 2003

20 jólapakkar fyrir jólin 2003.

6 verslanir skiluðu inn þremur jólapökkum hver ásamt einum innflutningsaðila sem skilaði inn tveimur pökkum.

Þegar kom að því að setja þetta upp þá fóru hlutirnir að flækjast.  Verslanir skiluðu inn mismiklum upplýsingum á misgóðan hátt.  Engin leið var fyrir vefinn að láta alla jólapakkana líta eins „vel“ út.  Til að gæta alls hlutleysis var því ákveðið að láta „orginal email“ inn á vefinn ásamt link inn á verslunina.  Hver verslun getur því skreytt sína jólapakka með eigin skrauti!

Jólaverð Verslun Jólapakki
-25% SMITH gleraugun, allar gerðir.  (orginal email)
1.450,- UFO MX sokkar (orginal email)
2.900,- DVD mynd frá Extreme Video (orginal email)
3.800,- Phase hanskar.  (orginal email)
4.000,- Motul.com ! STR MIX Crosspeysa (6.600,-)  (orginal email)
4.900,- Ingó & Víðir Verkfæratöskur frá Dirt-bike-gear.  (orginal email)
5.200,- SCOTT VOLTAGE MX Mótorhjólagleraugu. (orginal email)
5.865,- Bikers Síðbuxur m/windstopper (föðurland) (15% afsl.) fullt verð er kr. 6.500)  (orginal email)
7.650,- O´NEAL Element Cross buxur. (8,800,-) (orginal email)
9.000,- Motul.com ! Harris stýrispúði + 2 pör Harris handföng + Spy Crossgleraugu (12.400,-)  (orginal email)
9.800,- Force Hnéhlífar.  (orginal email)
13.890,- MDS RC 4 Crosshjálmar. (16,350,-) (orginal email)
14.900,- Sinisalo TECH krosspeysu og krossbuxur. (orginal email)
17.512,- UFO MX galli.  (m/20% afsl) fullt verð er kr. 21.800,- (orginal email)
17.900,- Phase motocrossgalli, buxur, peysa og flískragi.  (orginal email)
20.000,- Motul.com ! STR Endurobuxur + STR MIX peysa (26.500,-)  (orginal email)
20.995,- O´NEAL Hardwear buxur og peysa.  (24,500,-) (orginal email)
23.900,- AXO MX-1 crossskór (einnig fáanlegir í barnastærðum á 15.900,-) (orginal email)
25.900,- Vemar hjálmur, einn sá léttasti á markaðnum aðeins 1180 gr (orginal email)
45.500,- Ingó & Víðir GPR stýrisdempari með öllum festingum bolt on turn og klömpum á öll hjól. (orginal email)

Fjör um helgina

Hörkufjör var á Hvaleyrarvatni um helgina og gera menn ráð fyrir að hátt í 40 manns hafi látið sjá sig í það heila. Kleifarvatn heillaði einn tug manna sem léku sér þar á laugardag og sunnudag. Staðfestar fréttir herma að sunnudagsrúntur bifreiðar endaði í átta hringjum á Krísuvíkurvegi og síðan tveim veltum.

Bolalada