Skipulag Reykjavíkur hefur óskað eftir ábendingum um skipulag á gömlu ruslahaugunum á Gufunesi. Þeir sem vilja fá þarna litla motocross braut fyrir 4-12 ára ættu að senda tölvupóst á skipbygg@rvk.is fyrir 30.des 2003 og tjá sig um kosti slíkrar brautar. VÍK hefur nú þegar sent inn póst. Skrifið undir nafn og heimilisfang.
Kveðja, Hákon Orri Ásgeirsson, Formaður VÍK
Nýr KX250F verður sýndur í kvöld
Haukur Þorsteinsson frá Nítró hafði samband við vefinn rétt í þessu. Er hann í þessu að sækja nýjan Kawasaki KX250 4stroke. Hjólið verður sýnt á Chefs í kvöld jafnhliða útgáfupartýinu hjá Stimpilhringjunum.
Jón Hafsteinn frá JHM Sport hafði samband við vefinn og verður hann einnig með splunkunýtt hjól, TM450 4stroke til sýnis á Chefs í kvöld.
Nánar um Stimpilhringina – útgáfupartý
Geisladiskur Stimpilhringjanna er gefinn út í tilefni af 25 ára afmæli V.Í.K og hefur öll vinnsla hans til þessa verið „TOP SECRET“
Diskurinn heitir að sjálfsögðu „Í BOTNI…“
Á honum eru átta þjóðkunn lög sem öll eru beint úr smiðju þessarar ótrúlegu framsæknu hljómsveitar. Flestir ykkar hafa heyrt suma þessara standarda eins og „Blindhæð & Beygja“ og „Hafsteinn Hestafl“ Enda hafa Stimpilhringirnir tryllt upp á sviði á öllum árshátíðum klúbbsins nema þeirri seinustu.
Blindhæð & Beygja er í nýrri og óþekkjanlegri útgáfu á þessum frábæra geisladisk.
Fleiri lög en þessi átta hafa Stimpilhringirnir ekki samið. Þetta er semsagt allur lagabálkurinn og hefur Diskurinn því ótvírætt söfnunargildi.
Sándið er geggjað og krafturinn ógurlegur…………..Það er allt að springa!!!!!
Má með sanni fullyrða að þessi diskur er framar öllum öðrum hljómdiskum sem um mótorhjól fjalla. Sumir vilja ganga svo langt að segja að hér sé á ferðinni „Best varðveitta leyndarmál íslenskrar Mótorhjólatónlistar“!!!!
Þeir örfáu sem diskinn hafa heyrt, eru breyttir menn á eftir………….
Allir meðlimir gefa sína vinnu og hugsanlegur hagnaður rennur óskiptur til okkar félags. Því er það von okkar að menn kaupi afmælisdiskinn handa öllum sem þeir þekkja, einnig ömmu og afa.
Stimpilhringirnir.
Útgáfuteitið verður haldið n.k. föstudag kl. 20:00 á Chefs (áður Kebab-húsið) Grensásvegi 3 við hliðina á Pizza Hut. Þar verður í fyrsta skipti leikinn nýi diskurinn með Stimpilhringjunum, „Í botni“, ásamt því að hægt verður að að tryggja sér eintak og jafnvel fá það áritað af hljómsveitarmeðlimum. Einnig verður hægt að kíkja á Idol þáttin til kl. 9:30 en þá verður sýnt frá fyrstu Supercrosskeppnina í USA undir styrkri stjórn Reynis og Inga McGrath. Hægt er að fá sér að borða á staðnum og stór bjór verður á Stimpilhringjatilboði á kr. 400,- og snaffs á 250,- Ekki klikka á Stimpilhringjunum og Supercrossi á föstudaginn!!! Skemmtinefndin
Stjórnarfundur VíK
Vefnum hefur láðst birta fundargerð síðasta stjórnarfundar VÍK sem haldinn var fyrir 13 dögum eða 27 nóvember.
Diskurinn kemur fyrir helgi
Stimpilhringirnir eru að gefa út sinn fyrsta geisladisk en gert er ráð fyrir hann verði kominn í flestar hjólaverslanir um helgina. Nánari upplýsingar um hvar hægt verður að nálgast diskinn berast síðar.
VÍK stendur að útgáfunni og fer allur ágóði til styrktar félaginu. Stimpilhringirnir samanstanda af Heimir Barðarsson á bassa, Þorvarður Björgúlfsson á gítar, Þorsteinn Marel á rafmagnsgítar og Jón Bjarnarson lemur húðirnar. Diskurinn verður seldur á 1900 krónur og gefinn út í takmörkuðu upplagi.
Stefnt er að því að halda útgáfupartý Stimpilhringanna næstkomandi föstudag og mun tilkynning berast síðar um staðsetningu. Með diskinum fylgir vegleg textabók en diskurinn er silfurlitaður eins og sannur stimpill.
Stökkpalla forrit
Til að taka af allan vafa og ágreining um hönnun stökkpalla sendi ég ykkur forrit sem vinur minn, Jakob Már Rúnarsson, bjó til fyrir nokkrum árum. Það sýnir hvernig þetta virkar allt saman. Þið setjið inn þær tölur sem þið viljið hafa, halla í gráðum, lengd á stökki og svo framvegis. Þá getið þið látið líkanið reikna eitt gildi sem vantar með því að merkja í reitinn fyrir aftan t.d. hraðann og teikna mynd af ferlinu (stökkinu).
Stökk kveðjur, Gummi Sig