Jólapakkinn í ár

Vefurinn mun bjóða öllum verslunum að setja saman jólatilboð. Þann 12 desember verða síðan öll tilboðin (jólapakkarnir) birtir hér á vefnum.

Skilyrðin eru þau að hver verslun bjóði að hámarki upp á 3 mismunandi jólapakka og að í hverjum jólapakka séu vörur sem eru / verða til í versluninni fyrir 24 desember og um leið aðgengilegir undir jólatréið.

Verslunum verður gefið það pláss sem þarf til að kynna jólapakkana. Ef verslun kýs að setja saman fleiri en eina vöru í einn jólapakka þá er ekki heimilt að birta sundurliðun á verðum. Einungis er heimilt að birta heildarverð jólapakkans ásamt upplýsingum um hversu mikill afsláttur er veittur (ef veittur) frá almennu útsöluverði.

Það er von vefsins að flestar verslanir sjái sér fært að setja saman einhverja jólapakka og senda vefnum. Upplýsingar verða að berast fyrir 12 desember. Ekki verður tekið við neinum upplýsingum eftir þann tíma.

Hangtime rules

Þó að grunnskóla stærðfræðin með hinni margfrægu fallbyssukúlu sem Sveinn vitnar í hafi margt gott til síns máls þá er ekki alveg allskostar rétt að það sé best til að stökkva mótorhjóli!

Flestir sem hafa gert eitthvað að ráði í því að stökkva sér til skemmtunar og eru ekki að reyna að slá lengdar met vita að það er „hangtime“ sem er málið og til að gera trikk þá er meira en 45 gráður eiginlega skilyrði!!
Kveðja raggi

Stökkpallar!

Að gefnu tilefni,vill undirritaður benda mönnum sem hafa hug á að stökkva sem lengst á heimasmíðuðum pöllum eða náttúrufyrirbrigðum sem notast má til slíkra stökkva, að velja ramp sem er nokkru undir 45 gráður frá láréttum fleti.

Þá mun ökutækið fljúga í gegnum loftið í fallegum boga sem kallast Parabóla(fleygbogi), og allir aðrir hallar á palli, rampi eða hól, gefa styttri fluglengd.  Farið varlega,og gleymið ekki stóra málbandinu hans Lopa og að sjálfsögðu botngjöf, sem miðast skal jafnan við aðstæður.   Kveðja, sveinn@enduro.is

P.S ef þér mistekst jafnan við fyrstu tilraun! þá er fallhlífastökk ekki fyrir þig.

Nýr stökkpallur

Team KFC var að smíða sér glæsilegan stökkpall.  Nánar á www.teamkfc.tk

Hvaleyrarvatn

Táp og fjör var um helgina á Hvaleyrarvatni. En þó að vatnið hefði víðast hvar verið vel frosið voru þó staðir sem voru varasamir eins og þessi garpur komst að raunum um. Hjólið fékk að kenna á því en ekkert amaði að ökumanninum þrátt fyrir byltuna.
4

Fréttatilkynning frá Nítró

Jæja þetta mjakast hjá okkur. Erum loks búin að skrifa undir samninga við Kawasaki, Husaberg, Rieju (skellinöðrur) og fl. aðila.
Fyrir þá sem ekki vita þá erum við staðsett að Járnhálsi 2 og opnum þar 220 fm. verslun með mótorhjól, varahluti og fatnað. Einnig verðum við með stóran sýningarsal fyrir notuð hjól og verkstæði verður sett upp eftir áramót.

Hjólin eru að fara í skip, c.a. 15-20 hjól í fyrstu sendingu af ýmsum gerðum og þar af eru nýju 250F hjólin frá Kawasaki, en eftirspurnin eftir þeim er mikil. Fáum við 5 hjól með fyrstu sendingun og næstu síðan fljótlega eftir áramót.

Unnið er að gerð heimasíðu og verður slóðin www.nitro.is.

Formleg opnun verslunarinnar verður 20. desember ef allt gengur eftir og bjóðum við öllum hjólamönnum og öðrum velkomna. Nánar auglýst síðar.

Að sjálfsögðu mun Nítró verða með keppnislið, bæði Kawasaki og Husaberg. Áhugasamir keppnismenn endilega hafið samband. Ein hugmyndin fyrir sumarið er að halda fjórhjólakeppni og einnig stefnum við að léttum uppákomum fyrir skellinöðrueigendur.

Við viljum þakka Yamaha mönnum fyrir frábært hjólasumar, góðan stuðning og stemmningu. Kveðja, Haukur og Tedda

Bolalada