Á fréttasíðu motocross.is er tilkynning frá Arctic-Trucks þar sem því er haldið fram að þeir sem umboðsaðilar Yamaha séu fyrstir til að bjóða lán á mótorhjól. Þetta er EKKI RÉTT! Við hjá Berhard ehf / Honda höfum útvegað lán á mótorhjól frá því fyrir 1998! Lánshlutfall hefur verið allt að 70% og lánstími allt að 48 mánuðir. Okkur þykir undarlegt og miður að Yamaha umboðið skuli fara með svona rangfærslur í fjölmiðla þar sem við höfum auglýst opinberlega reglulega lánamöguleika á Honda hjólum frá því fyrir 1998. Öll samkeppni er þó af hinu góða og með heiðarleika að leiðarljósi munum við hjá Honda halda áfram að leita bestu leiða til fjármögnunar og þjónustu fyrir okkar viðskiptavini nú sem fyrr.
Hlynur Björn Pálmason, söludeild Honda.
SUPERSPORT Action-þáttur í kvöld.
Nýr SUPERSPORT verður að vanda frumsýndur í kvöld kl. 21.55 á PoppTíVí. Í þættinum verður sýnt frá fyrra mótinu í Motocross-Torfæru sem KKA hélt á Akureyri í Júní. Troðfullur pakki af krössum, dettum, dýfum og brjálæði. Valdi Pastrana sýnir freestyle stökk, t.d. “no hand // no feet // no brain”-stökkið. Hápunkturinn verður síðan fyrsta opinbera tilraunin á Íslandi til að stökkva BACKFLIP, en Stjáni Skjól frá Akureyri gerði mjög svo heiðarlega tilraun til þess. Sýningatímarnir eru sem fyrr: Fim. + Fös. + Mán. kl. 21.55, Lau. kl. 19 og Sun. kl. 23 á PoppTíVí.
SUPERSPORT er í boði Honda á Íslandi, Bernhard ehf. Bjarni og Jói Bærings
Arctic Trucks fyrstir að bjóða lán á mótorhjól
Lengi hefur verið ógerlegt að fá lán til kaupa á mótorhjólum á Íslandi en bílalán hafa verið vinsæl við kaup á nýjum bifreiðum. Nú hefur verið brotið blað í þeim málum því frá og með fimmtudeginum 28. ágúst verða slík lán fáanleg hjá Arctic Trucks, umboðsaðila Yamaha á Íslandi. Um er að ræða lán til kaupa á götuhjól um, fjórhjólum og torfærutækjum. Lánshlutfall er allt að 70% af kaup verði og er lánað til mest 5 ára. Al mennt verður lántaki að vera orðinn 30 eða 35 ára og hjólin ábyrgðar- og kaskótryggð allan lánstímann. Vext ir og lántökugjöld eru þau sömu og á sambærilegum bílalánum. Lánin eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða kaup á götuhjóli, torfæruhjóli eða fjórhjóli. Þannig er t.d. lánshlut fallið mest við kaup á götuhjóli en minnst við kaup á torfæruhjóli. Arctic Trucks verður með hjóla daga sem opna á morgun og þar verða nýjustu gerðir Yamaha kynnt ar og auk þess nýju lánamöguleikarnir.
Lyklafell
Í gær þá fór ég í lyklafell ásamt fleirum.Þá kom maðurinn sem er með svæðið úthlutað frá orkuveituni eða þeim sem eiga svæðið og sagði hann að það eru margir sem fara í gegnum móan frá aflekjarinum sem er stranglega bannað.Og sagði hann ef við ætlum að fá að hjóla þarna þá ættum við EKKI að fara yfit móan heldur eftir veginu hann er með kindur þarna sem hræðast hjólin og hafa þær hlupið útum allt og sumar týndst.Hann sagði að hann væri með tæki og tól til að eyðileggja brautina ef við mótorhjóla menn erum að þessu (spóla og tæta um móan).Hann kom þarna í byrjun sumars með gröfu og var byrjaður að taka palla úr henni en þá talaði *Yamaha*Haukur við hann og fékk hann til að hætta við skildist mér á honum i gær. Ef við viljum halda áfram að hjóla í lyklafelli farið þá eftir veginum eða einhverja slóða uppeftir ekki móan!! Það þarf bara einn hálfvita til að eyðileggja!! En ef þið viljið vita hvað maðurinn heitir þá heitir hann Þorvaldur.
Kveðja Gulli#111
Brautin á Selfossi
Ég fór á Selfoss í gærkvöldi og athugaði aðstæður eftir miklar og misjafnar sögusagnir. Niðurstaðn er þessi: Staðan á Selfossi er bara nokkuð góð. Eftir rigningu í siðustu viku hefur brautin þornað mikið í sólinni gær og lítur nokkuð vel út. Nýjir stökkpallar hafa vakið upp nokkrar spurningar vegna hversu krefjandi þeir eru og verða þeir lagaðir í kvöld. Veðurspáin er góð: Á föstudag og laugardag: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Súld eða þokuloft norðanlands, einkum að næturlagi. Annars víða léttskýjað. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Á sunnudag: Vestan 3-8 m/s og súld við vesturströndina, en víða bjart veður austantil. Hiti 10 til 18 stig.
Á mánudag og þriðjudag: Vaxandi suðvestanátt og rigning, en þurrt austanlands. Fremur hlýtt í veðri.
Íslensk þýðing: Sól
Munið síðan eftir sólarvörninni og flugnanetinu, kveðja, Hákon Orri Ásgeirsson
Fleiri myndir og umfjöllun frá Álfsnesi
Er með umfjöllun í máli og myndum um vígslu brautarinnar í Álfsnesi á heimasíðu minni www.siv.is. Gangi ykkur vel.
Kveðja, Siv Friðleifsdóttir.