Lokaumferð Íslandsmótsins í motocrossi

Þar sem keppnin 10 ágúst á Selfossi féll niður vegna veðurs hefur sú síða verið virkt aftur með öllum þeim keppendum sem voru búnir að skrá sig.  Sú bilun sem var á vefnum í síðustu viku hefur verið lagfærð og virkar skráningarblaðið.  Menn eru minntir á að athuga hvort þeir eru ekki örugglega skráðir.

Ekki verður keppt í 80cc flokki.

Vel heppnuð keppni

Keppnisstjórn á hól skilið fyrir frábært starf um helgina. Almennilegt hátalarkerfi og flottur þulur voru á staðnum. Tímatakan tókst og öll úrslit lágu strax fyrir. Öll úrslit ásamt nánari sundurliðun á vefnum strax eftir keppni. Það lögðu margir hönd á plóg við þetta að öðrum ólöstuðum ber að þakka sérstaklega Hákon, Aron og Magga(x.form) fyrir frábært starf. Nú er bara að leggja lokahönd á árið og klára Selfoss kepnina með með sama myndarskap.

Motocrossnefnd

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu – Álfsnes

Þriðja umferð íslandsmótsins í motocrossi fór fram á nýrri braut VÍK í Álfsnesi laugardaginn 23 ágúst. Keppnin fór vel fram, mikil fjöldi áhorfenda kom á staðinn og brautin var betri en nokkur þorði að vona. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og var þurrt alla vikuna og einnig á keppnisdag.

Tveir Sænskir gestir tóku þátt í keppninni, þeir Fredrik Johanson og Morgan Carlson en þeir hafa keppt í motocross frá barnæsku í Svíþjóð og eru í dag atvinnumenn í freestyle eftir að hafa lagt stígvélin á hilluna í motocrossinu. Þeir voru hér á landi á vegum Team Suzuki og kepptu fyrir hönd liðsins sem gestir.

Það er skemmst frá því að seigja að gestirnir voru í sérflokki og munaði þar mest um hraða þeirra í gegnum beygjurnar. Í A-flokki var Viggó Viggósson í nokkrum sérflokki meðal íslensku keppendanna en þó vantaði nokkuð upp á að hann næði þeim hraða sem Svíarnir voru að aka á. Ragnar Ingi var nokkuð langt frá sýnu besta en náði þó að sigra Viggó í síðasta móto. “Yamaha Haukur” varð þriðji af íslendingunum og var jöfn og hörð barátta á milli Ragga, Hauks og Einars Púka. Einar var þó óheppinn þegar hjól hans bilaði í öðru mótoi og náði hann ekki að klára. Hann keppti á 125cc hjóli í síðustu umferð og það vantaði mikið uppá að hann hefði afl til þess að fylgja toppmönnunum eftir.

Í B-flokki voru Gullarnir í nokkrum sérflokki. Hörð barátta var um þriðja sætið allan tímann og fór Egilstaðabúinn Hjálmar Jónsson með sigur af hólmi í þeirri baráttu. Það má eflaust vænta mikils af Hjálmari í framtíðinni. Í 125cc flokki voru breytingar frá fyrri keppnum þar sem Kári Jónsson og Ágúst Már Viggósson tóku óvænt þátt í þeim flokki eftir að hafa setið hjá í allt sumar. Þetta var ánægjuleg viðbót en þó vildum við gjarnan sjá fleiri keppendur í þessum flokki í framtíðinni.

Í kvennaflokki voru úrslitin í takt við það sem við höfum séð í sumar og er ánægjulegt hvað stelpurnar eru duglegar að vera með.

Í 80cc flokki voru miklar sviptingar og spenna. Sigurstranglegasti keppandinn Aron Ómarsson datt óvænt úr leik í fyrri umferð vegna bilunar í hjóli hans og tapaði þar með dýrmætum stigum. Þar með sannaðist hið gullna orðatiltæki að: “það er ekki búið, fyrr en það er búið”. Freyr Torfason sigraði eftir að hafa keyrt sig upp í þriðja sæti úr því síðasta í öðru móto.

Rétt er að geta þess að Formaður ÍSÍ, Ellert B. Schram vígði brautina formlega með því að ræsa keppendur í A-flokki. Auk þess voru margir góðir gestir á svæðinu og má þar nefna Lopa (Heimir Barðason) og Siv Friðleifsdóttur en þau hafa að öðrum ólöstuðum unnið einna mest að því að gera draum okkar að veruleika. Þ.e. keppnissvæðið okkar í Álfsnesi sem oft er nefnt “Lopavellir” í daglegu tali. Að lokum vill Motocrossnefnd þakka öllum þeim sem haft lagt hönd á plóginn undanfarnar vikur til þess að þessi stórkostlegi dagur yrði að veruleika.  Kveðja „Motocrossnefnd”

Aprillia inn á MX markaðinn

Ég hef mjög áreiðanlegar heimildir fyrir því að aprilia ætli sér á motocross markaðinn. Í byrjun næsta árs koma þeir með 125 2 stroke og síðla árs koma þeir svo með 450 4 stroke.  Þetta hefur ekki verið kynnt opinberlega ennþá þannig að motocross.is er fyrstur með fréttirnar.

Kveðja Karen Gísladóttir aprilia Íslandi

Uppfærður keppendalisti

Búið er að birta uppfærðan keppendalista fyrir þriðju umferð íslandsmótsins í motocrossi.

Keppendur.

Nafn Keppnisnúmer Flokkur Hjól
Viggó Örn Viggósson 2 Meistaradeild TM Racing 300 Cross
Einar Sigurðarson 4 Meistaradeild KTM 525 SXS
Helgi Valur Georgsson 5 Meistaradeild KTM 525 SX
Þorvarður Björgúlfsson 6 Meistaradeild HONDA CRF 450
„Yamaha“ Haukur Þorsteinsson 10 Meistaradeild Yamaha YZ 450F 2003
Gunnar Þór Gunnarsson 11 Meistaradeild Honda CRF450
Steingrímur Leifsson 13 Meistaradeild Honda crf 450
Gunnar Sölvason 14 Meistaradeild KTM 200SX
Jóhann Ögri Elvarsson 17 Meistaradeild KTM 450 SX
Michael B David 23 Meistaradeild KTM 250
Magnús Ásmundsson 27 Meistaradeild Suzuki Rm
Þorvaldur Örn Ásgeirsson 30 Meistaradeild Honda CR 250
Rúnar Jóhannssson 32 Meistaradeild TM
Árni Stefánsson 33 Meistaradeild KTM 450sx
Ingvar Hafbergsson 37 Meistaradeild KTM 450 MXC
Bergmundur Elvarsson 45 Meistaradeild Suzuki RM 250 cc
Kári Jónsson 46 Meistaradeild TM Racing 125 Cross
Gylfi Freyr Guðmundsson 54 Meistaradeild Suzuki Rm 125cc
Rikarður Reynisson 57 Meistaradeild Yamaha yz 125
Ragnar Ingi Stefánsson 68 Meistaradeild Honda CRF 450
Ívar Guðmundsson 71 Meistaradeild YAMAHA YZ 250F
Jóhannes Már Sigurðarson 76 Meistaradeild Yamaha YZ250F
Bjarni Bærings 80 Meistaradeild Cannondale X440
Valdimar Þórðarson 199 Meistaradeild Suzuki RM125
Arnar Freyr Stefansson 323 Meistaradeild yamaha .
Guðmundur bjarni pálmason 444 Meistaradeild honda cr 125
Ismael David 555 Meistaradeild KTM 250
Fredrik Johansson Meistaradeild Suzuki RM 250cc
Morgan Carlson Meistaradeild Suzuki RM 250cc
Nafn Keppnisnumer Flokkur Hjol
Gunnar Atli Gunnarsson 20 B deild HONDA CRF 450
Pétur Smárason 35 B deild KTM 450 MXC  2004
Þór Þorsteinsson 53 B deild Suzuki Rm 250cc
Gunnar Örn Svavarsson 56 B deild Honda CRF 450
Árni Gunnar Haraldsson 74 B deild Honda CR125
Árni Gunarsson 100 B deild Suzuki Rm 250cc
Guðni Friðgeirsson 105 B deild Honda Cr250
Gunnlaugur Karlsson 111 B deild KTM 125sx 03
Friðrik Arilíusson 119 B deild YAMAHA YZ-250 F
Ragnar kristmundsson 125 B deild Tm racing 125cc
Þorvaldur Geir Sigurðarson 133 B deild Husquarna CR250
Hjálmar Jónsson 139 B deild Honda cr 250 2003
Heiðar Hlöðversson 187 B deild Suzuki RM 125
Vignir Sigurðsson 207 B deild KTM 200 EXC
Jón Ágúst Garðarsson 250 B deild KTM 250 sx
Jakob Arnar Oktosson 252 B deild KTM 200 exc
Ágúst Már Viggósson 299 B deild honda cr125 02
Hjálmar Óskarsson 333 B deild Suzuki Rm 125
Guðmundur Bjarni Pálmason 444 B deild Honda CR125
Alexander LEXI Kárason 747 B deild Honda CRF 450
Gunnlaugur Rafn Björnsson 757 B deild Yz450
Helgi Már Gíslasson 888 B deild KTM 125 sx 03
Björgvin Björgvinsson 909 B deild HONDA CR 250 2002
Vignir Sigurðsson B deild KTM 200 EXC
Nafn Keppnisnumer Flokkur Hjol
Kári Jónsson 46 U deild TM Racing 125 Cross
Steinar Aronsson 72 U deild Kawasaki kx.
Gunnlaugur Karlsson 111 U deild KTM 125 sx 02
Ragnar kristmundsson 125 U deild Tm racing 125cc
svavar friðrik smárason 134 U deild yamaha yz.
Jökull Gunnarsson 140 U deild Honda CR125
Heiðar Hlöðversson 187 U deild Suzuki RM 125
Einar Skúli Skúlason 198 U deild yamaha YZ.
Aðalheiður Birgisdóttir 202 U deild Yamaha TTR125
Freyr Torfason 210 U deild Suzuki RM .
Helgi Már Hrafnkelsson 213 U deild Suzuki RM 80
Elías Marel 224 U deild Kawasaki KX
ágúst már viggósson 299 U deild hondacr 125 02
Baldvin Þór Gunnarsson 301 U deild Honda cr .
Aníta Hauksdóttir 310 U deild Yamaha TTR 125
Arnar Freyr Stefánsson 323 U deild yamaha .
Aron „Pastrana“ Ómarsson 666 U deild Suzuki RM .
Sara Ómarsdóttir 669 U deild KTM SX125
Kristófer Daníel Guðnason 717 U deild Kawasaki Kx125
Helgi Már Gíslason 888 U deild KTM 125sx 03

Ísland í bítið

Valdi, Fredrik og Morgan voru í Ísland í bítið í morgun. Þar auglýstu þeir nýju brautina og keppnina Álfsnesi. Fyrir þá sem hafa gaman af freestyle þá geta þeir downlodað videó af þeim félögum Fredrik og Morgan.

Bolalada