Allir krakkar geta komið í verslunina Moto í þessari viku og fengið Plakat fyrir Álfsnes keppnina. Krakkarnir mega bæði fá handa sjálfum sér og einnig til að fara með í sjoppur í sínu hverfi og auglýsa upp keppnina.
Kv. Stjórnin
Allir krakkar geta komið í verslunina Moto í þessari viku og fengið Plakat fyrir Álfsnes keppnina. Krakkarnir mega bæði fá handa sjálfum sér og einnig til að fara með í sjoppur í sínu hverfi og auglýsa upp keppnina.
Kv. Stjórnin
Beztu þakkir til þeirra sem styrktu og aðstoðuðu við uppbyggingu á barna og unglingabrautinni á Álfsnesi!
Fyrirtæki og umboð, Beztu þakkir!
Tískuhús Zikzak ehf.
JHM Sport ehf.
Suzuki umboðið ehf. Kaplahrauni 1.
Gullsmíðav. Hjálmars Torfa ehf.
Bernhard ehf.
Kjartan Hjalti Kjartansson (ORC Klaustur 2002 og 2003)
Grétar Johannesson ehf.
Arctic Trucks / Yamaha.
Eistaklingar sem veittu styrk í brautirnar, Beztu þakkir!
Guðjón Magnússon.
Ágúst H Björnsson.
Guðni Friðgeirsson.
Steingrímur Leifsson.
Einnig var einn ónafngreindur einstaklingur (engin tilvísun) sem lagði málefninu fjármagn og þökkum við honum stuðninginn. Ýmislegt er enn ófrágengið við barna og unglingabrautirnar. En lengi má gott verða betra og munum við vinna hörðum höndum að því að klára allan frágang svæðisins meðfram brautunum eins fljótt og tími vinnst til.
Viljum við einnig þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn og gáfu alla sína vinnu við gerð brautanna. (Taki til sín sem eiga) Við viljum benda á að reikningurinn er enn opinn (545-14-604020 kt.3001713979), þeim sem vilja leggja grunnin fyrir framtíðar ökuþóra motocross á Íslandi. Því lengi má góð braut verða betri og barna og unglingastarfið er bara að byrja. Beztu þakkir. F.h. Barna og unglingastarfs Vík og AÍH. Nikulás S.Óskarsson (Nikki) og Reynir Jónsson (# 3).
Það verður sannkölluð hátíðarstemming um helgina hjá okkur mótorhjólamönnum þegar vígð verður ný braut á Álfsnesi. Til að hífa stemminguna og auka spennuna hefur Team Suzuki fengið til liðs við sig tvo motocross kappa frá Svíþjóð en það eru þeir Morgan Carlson og Fredrik Johansson. Þeir félagar hafa atvinnu af sýningum á freestyle mótorhjólastökkum. Þeir félagar verða væntanlega í Íslandi í bítið á fimmtudags morgun, þar munu þeir kynna keppnina á Álfsnesi.
Nú um helgina mun Reynir nokkur Jónsson halda utan til að prufa nýju ´“Súkkuna“ Suzuki RMZ 250cc. Það er nýtt fjórgengis cross hjól frá Suzuki. Hjólið hefur fengið frábæra dóma, en Pichon tvöfaldur heimsmeistari sendi nýlega frá sér grein þar sem hann lofaði hjólið í hástert, gaman verður að heyra álit Reynis á þessu hjóli. Reynir mun skrifa um „Testið“ í DV bílablað.
Motocrossnefndin vill enn og aftur þaka þeim 43 sem mættu á seinasta vinnkvöld í Álfsnesi. En nú þurfum við að leggja lokahönd á verkefnið. Menn eru hvattir til að mæta á föstudaginn og reka niður stikur til að afmarka pittinn. Valli ætlar að sprauta dekkin og þar á eftir ætlar hann að sprauta stikurnar. Mæting milli 16.00 – 21.00. En endilega koma með stóra slaghamarinn með sér.
Sjáumst hress Motocrossnefnd
Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) er áhugamannafélag um torfæruhjólaakstur, æfingar og keppnir í Motocross, Enduro og sambærilegum greinum. VÍK hefur verið starfrækt í áratugi og lengi barist fyrir framtíðarsvæði fyrir íþróttina. VÍK er aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og er þ.a.l. aðili að ÍSÍ.
Síðastliðin 2 ár hefur VÍK unnið náið með borgarstjórn og skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur að farsælli lausn sem nú er fundin. Stórt svæði á Álfsnesi var úthlutað og hefur VÍK byggt þar upp keppnisbrautir í Motocross, annarsvegar fyrir börn og unglinga og hinsvegar fyrir fullorðna.
Formleg opnun svæðisins verður n.k. laugardag, 23. ágúst 2003 kl. 13.00 með ræsingu fyrstu Motocross keppni í Meistaradeild á svæðinu. Okkur þætti vænt um það ef Borgarstóri, Þórólfur Árnason, eða hans fulltrúi, t.d. sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviðs eða Anna Kristinsdóttir, formaður ÍBR gæti opnað svæðið formlega og ræst keppendur.
Stjórn VÍK langar að bjóða sérstaklega velkomna á þessa opnun og Motocross keppni borgarstjóra, borgarstjórn, borgarráð, skipulags- og byggingarnefnd, stjórnar- og nefndarmenn ÍBR og ÍSÍ. Ég mun senda boðsmiða til þessara aðila og jafnframt láta liggja boðsmiða í móttöku ráðhúss Reykjavíkur.
Keppendur mótsins verða allt að 100 í barnaflokki, unglingaflokki, byrjendaflokki og Meistaradeild. Von er á fjölda áhorfenda ásamt fjölmiðlafólki sem fjalla mun um opnunina og mótið. Frú Siv Friðleifsdóttir, heiðursfélagi í VÍK hefur jafnframt boðað komu sína.
Með von um að sjá sem flesta, f.h. stjórnar VÍK, Bjarni Bærings.