Nýidalur um helgina

Ég og Hóla-Palli erum á leið ( kl o9.oo ) inn í Sandbúðir, norðan Fjórðungsöldu. 30 mín. hjóla akstur á sprengisandi frá Nýjadalsskálanum. Verðum þar með „Base“ yfir helgina. Hjólamenn og konur sérstaklega, eru velkomin í kaffisopa hjá okkur yfir helgina. Það er góð spá fyrir miðhálendið í dag og enn betri á morgun. Næst í okkur í 855-4324.

Siggi Baldurs.

Eitthvað fyrir hjólamenn á Menningarnótt

Baldur Björnsson mun framkvæma gjörning í höggmyndagarði Listasafns Einars Jónssonar á Skólavörðuholti. Gjörningur kallast „Performance“. Gjörningurinn er samansuða af nokkrum atriðum sem listamaðurinn mun hefja flutning á kl. 21:30. Til þess að gjörningur geti með sanni kallast „Performance“ þá verður eitt af aðalatriðum gjörningsins, gangsetning Husabergs 550 þar sem kraftur vélarinnar mun óma um öll Þingholtin. Áætluð gangsetning þessa „high performance“ hjóls verður kl. 21:45.

Þar sem Baldur Björnsson „thunder“ mun sjálfur sjá um gangsetningu þessa „beast’s“ undir andlegri leiðsögn Sveins Markússonar þá verður forvitnilegt að sjá þessa tvo, Baldur annarsvegar reyna að setja hjólið í gang og Svein reyna að gefa frá sér andlega leiðsögn. Kl. 21:30, fyrir þá sem eru á svæðinu, þá missið ekki af þessu.

ágúst 2003

30.08.03 …Að þetta sé það nýjasta til að öðlast góða tilfinningu fyrir brautinni….

29.08.03 …að árshátíð VÍK verði haldin 11. október.

…að haldið verði upp á 25 ára klúbbsins sama kvöld.

…að rétt sé að bóka þennan dag strax.

…að þetta verði flottasta árshátíðin hingað til.

26.08.03 …að ekki er vitað hvort Reynir var að  skrifa undir sjálfsskuldarábyrgð eða nýjan samning við Team Suzuki.

25.08.03 …að það sé allur vindur úr íslenskum hjólamönnum eftir helgina.

…að Svíarnir tóku okkar menn í kennslustund í motocrossi.

…að sumir séu enn í sjokki eftir að hafa uppgvötað hvað þeir eiga langt í land með að verða góðir ökumenn.

19.08.03 …að undanfarið hafa margir verið að prufa GasGas FSE 450.

…að allir eru tíst af ánægju og sagt hjólið höndla frábærlega og virka mjög létt í akstri.

19.08.03 …að Reynir Jónsson sé kominn í leyfi frá næstu keppni vegna meiðsla.

…að Dirt Bike Rider ætli að ráða til sín tvo íslendinga til að reynsluaka glænýju fjórgengishjóli.

…að hjólið sé gult og heiti Suzuki RMZ 250

…að Reynir Jónsson eigi ónotaðan FOX galla í gulum lit.

16.08.03 …að í Eyjum sé motocrossbraut tilbúin til keppni.

…að það taki aðeins 10 mínútur að fá leyfi fyrir keppni í Eyjum.

…að það kosti ekki krónu að gera brautina klára fyrir keppni og meðan keppni stendur.

13.08.03 …að eftir að síminn kom í sveitirnar hefur ekki verið þörf á öllum þessum sýslumannsembættum.

…að Mississipi var þekkt í gamla daga fyrir fordóma og illa meðferð á minnihlutahópum.

Álfsnesbrautin klár!!!

Stór og breiður hópur vaskra drengja mætti á vinnukvöldið í Álfsnesi, lagði hönd á plóg og sannaði að margar hendur vinna létt verk. Motocross nefndin sá um skipulag framkvæmda. Kvöldið endaði síðan með myndarlegu kvöldkaffi í boði VÍK og sérútbúinn hjómflutningstækjabíll sá um að slá rétta bítið – langt fram á nótt.

Beygjur hafa verið stílfærðar, battar myndaðir, stökkpöllum fjölgað, uppstökk steypt og hert og dekk mokuð niður meðfram allri brautinni. Í kvöld stendur síðan til að mála dekkin, ef veður leyfir.

Brautin verður lokuð í dag. „GENERAL PRUFA“ brautarinnar fer fram á morgun, föstudag – en þá er brautin EINGÖNGU opin þeim sem unnu í henni í vikunni. Motocross nefndin hefur séð um að skrá niður nöfn allra sem tóku þátt í vinnunni og þeim einum verður leyft að keyra á morgun, öðrum verður vísað frá og eru menn vinsamlegast beðnir um að virða í hástert umbun þeirra sem lögðu hönd á plóg.

HELGARGLEÐI verður í Álfsnesi um næstkomandi helgi því yfir helgina, laugardag og sunnudag, verður brautin opin öllum landsmönnum, þar sem allir geta hjólað, kynnt sér aðstöðuna og brautina.

MÁNAÐARPASSI: Á mánudaginn hefst sala á mánaðarpassa sem gilda mun í brautina. Passinn kostar kr. 2.500 og gildir það sem af er Ágúst og út September. Sölustaðir passans verða væntanlega hjólabúðir og umboð. Tekjum af sölu passans verður varið í viðhald brautarinnar en verið er að gera þjónustusamning við jarðýtu-verktaka sem mun væntanlega mæta í brautina 1 sinni í viku, slétta, laga og bæta eftir þörfum. PrentLausnir hafa boðist til að hanna passann og prenta án kostnaðar fyrir VíK (takk kærlega fyrir það Mr. Thor) en þetta verður límmiði sem límdur verður efst á framdemparann, þannig að miðinn snúi að ökumanni. Frekari upplýsingar um passann og sölustaði verða settar á netið um helgina.

Í lokin þakkar VÍK öllum sem unnið hafa að brautinni kærlega fyrir hjálpina en margir hafa gefið af sér mikinn tíma og aðrir lagt til vélar, efni og verkfæri í mjög gott málefni.  F.h. stjórnar VÍK, Bjarni Bærings

SUPERSPORT „POWER-SHOW“ í kvöld.

Nú gerist það… SUPERSPORT frumsýnir extra langan og XXXtra flottan þátt í kvöld á PoppTíVí kl. 21.55. Eyþór Hemmert Björnsson setti Íslandsmet í stökki um daginn á risapalli við Húsavík. SUPERSPORT filmaði brjálæðið, sem fer í loftið í kvöld. Viðkvæmar sálir (og forstöðumenn tryggingafélaga) eru vinsamlegast beðnar um að einbeita sér að smákökubakstri í kvöld…!!!

SUPERSPORT er í boði HONDA.  Bjarni Bærings.

Álfsnes

Motocrossnefndin vill þakka þeim 43 sem mættu í gær í rjómalogni og blíðu í Álfsnes. Við höfum eytt miklum tíma og fjármunum í að byggja brautina okkar. Undanfarin ár hafa verið byggðar brautir með miklum myndarskap en oftar en ekki hefur dæmið ekki verið hugsað til enda. Brautirnar spólast upp og skemmast og sjaldnast lagaðar fyrr en nokkrum dögum fyrir keppni. Þá er rokið til og vinnan við endurbyggingu lendir á fáum útvöldum (oftar en ekki á Reyni Jónssyni).

Til að hefja sportið á hærra plan hefur motocrossnefndin ákveðið að mánaðargjald verði tekið af hjólamönnum. Mánaðrgjaldinu verður varið til viðhalds á brautinni. Þegar hefur verið samið við verktaka sem kemur vikulega og lagar eða endurbætir brautina. Með þessu telur nefndin að brautin eigi eftir að haldast eins góð og kostur er. Mánaðargjaldið er 2500 kr. fyrir 17 ára og eldri en 1000 kr. 16 ára og yngri (árið gildir).

Þegar hefur verið prentað mánaðarkort sem gildir í þetta skipti út September. Menn eru beðnir um að líma kortið á hægri framdemparann ofantil að aftanverðu. Við verðum svo öll að fylgjast með því að eingöngu séu menn í brautinni sem hafa mánaðarkortið á demparanum. Mánaðrkortin eru í númeraröð. Söluaðilarnir munu halda skrá yfir hverjir hafa keypt miðan, þeir senda nöfnin inná motocross.is og Guðjón ætlar að birta nafnaskrána á netinu. Söluaðilar eru Vélhjhól og sleðar verkstæði, JHM SPORT, Púkinn og MOTO.

Á morgun föstudag hefst sala miðanna í áður upptöldum búðum. Á laugardag verður brautin svo opnuð kl. 11.00 þeim sem hafa greitt.

Brautin opnar á Laugardaginn kl .11.00 en þeir sem hafa verið að vinna í brautinni undanfarna viku eru velkomnir að hjóla í henni frá 16.00 til 21.00 á morgun föstudag. Motocrossnefndin vill þakka Viggó (eldri), Gunna Sölva, Víði Ívarssyni, Svenna pípara, Aroni Reynissyni og Þorra Ásgeirssyni sérstaklega fyrir hjálpin. En þessir aðilar lögðu allir til frí tæki og sinn tíma við endurbygginguna.

Opnunartími brautarinnar er sem hér segir:

Þriðjudaga 16.00 – 21.00
Fimmtud. 16.00 – 21.00
Laugardaga 11.00 – 18.00
Sunnudaga 11.00 – 18.00

Munið svo að margt smátt gerir eitt stórt. Veitum öll aðhald til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á Álfsnesi. Fh. Motocrossnefndar þór Þorsteinsson Ragnar Ingi Stefánsson Reynir Jónsson Haukur Þorsteinsson

Bolalada