Úrslit frá Speedway á Neskaupsstað

Frábær Speedway keppni var haldin af heimamönnum á Neskaupstað s.l. sunnudag í tengslum við Neistaflug. Fjöldi hátíðargesta mætti á völlinn til að fylgjast með glímunni. Úrslitin urðu sem hér segir:

1. Bjarni Bærings – Yamaha YZF450
2. Hjálmar Jónsson – Honda CR250R
3. Tómas Kárason – KTM380

Frekari umfjöllun um mótið ásamt myndum birtist í bílablaði Morgunblaðsins í dag. Bjarni Bærings

Bréf frá Keppnisstjóra

Vefnum var að berast bréf frá Hirti Jónssyni, keppnisstjóra í Svínhaga.  Bréfið fjallar um svindl í keppni.

Bréf frá Hirti Jónssyni, keppnisstjóra, 30 júní 2003.

Að gefnu tilefni og áskorana frá mönnum ákvað ég að skrifa lítið bréf um Svínhagakeppnina.

Það er flestum ljóst að það voru menn í keppninni sem svindluðu á meðan að á keppni stóð í því formi að setja á bensín á hjólin inn í braut. Þessir menn stimpluðu sig svo inn í lokin og náðu þar með einum hring. Þessir sömu menn ættu að sjá sóma sinn í því að fara fram á það við yfirtímavörð (Guðjón tölvukall) að láta fella út þennann síðasta hring eins og keppandinn sem fór hálfan hring við Úlfarsfell 3. mai og fór hann fram á það að sá hringur væri felldur út þetta er virðingarvert og sýnir að Ríkharður Reynirsson no 57 er sá keppandi sem setur heiðarleikann ofar öllu öðru.

Keppnisstjórn getur ekkert gert í málinu því það sem dómarar sjá ekki geta þeir ekki dæmt á. Dómarar geta og meiga aldrei dæma á hluti sem þeir sjá ekki.

Hvað varðar að Einar no 1stoppaði ekki á réttum stað eftir fyrsta hring þá hefði hann átt að fá 5 mín Víti fyrir það. Ástæðan fyrir því að ekki var dæmt á hann Víti er sú að STOPP skiltið var ekki nógu vel sjáanlegt. Í reglunum er sagt að sá fær Víti sem ekki stoppar við STOPP FLAGGARA mjög loðið eftir að tímatökubúnaður var gerður sjálfvirkur og á ábyrgð keppanda sjálfra, en Einar stoppaði þó seint væri og hljóp til baka og stimplaði sig inn.Ef hann hefði fengið Víti hefði Einar hefði bara kært þennann úrskurð og örugglega unnið á því að vafaatreiði í reglum eru alltaf keppanda í hag.

Það er búið að hamra á því að keppendur ættu að vera heiðarlegir í garð hvors annars og keppnisstjórn reynir að gera sitt besta í vali á stafrsmönnum til að keppnishaldið gangi vel fyrir sig.

Hjörtur keppnisstjóri.

PIRELLI umboð

JHM Sport hefur hafið innflutning á PIRELLI dekkjum.  Í tilkynningu frá JHM Sport kemur fram að ný sending hafi verið að berast sem innihaldi mismundandi PIRELLI dekk, frá 10″ upp í 21″, m.a. sandskófludekk.

2nd Arctic-Trucks enduró áskorun!

Nú á laugardaginn 28.06 munum við í Arctic Trucks bjóða til sannkallaðrar enduró veislu!  Allir sannir enduró menn eru því vinsamlegast beðnir um að mæta í Skálafell kl.9:30 á laugardagsmorgunn.

Lagt verður af stað frá Skálafellsafleggjaranum kl. 10:00 stundvíslega, farið verður síðan um Þingvelli, upp Lyngdalsheiði (norður) og stoppað á Laugarvatni þar sem fyllt verður á bensín, hægt verður að setja bensín í trúss bílinn eða taka með sér pening og kaupa bensín á Laugarvatni. Grillið verður að sjálfsögðu með í för og fullt af „Keti og Smjeri“ svo allir geti troðið duglega í sig hvort sem þeir eru á bláum, gulum, appelsínugulum eða grænum hjólum.  Haldið verður svo áfram með mannskapinn vel nærðan upp Lyngdalsheiði (suður) að Ljósafossi, yfir Mosfellsheiði og komið til baka í Skálafell.

Gulli „Sonax“ og Yamaha Haukur eru keppnis menn í Yamaha liðinu og einir af fremstu enduró ökumönnum landsins og munu þeir leiða hópinn ásamt því að taka létta enduró kennslu á leiðinni.  Mætum með góða skapið og gerum þennan laugardag að ánægjulegum og eftirminnilegum enduró degi.

Ath. Öllum er boðið að taka þátt í þessari ferð með okkur, þeim að kostnaðarlausu.   F.h. Arctic Trucks Sigurjón Bruno

Frábær fjölmiðlaumfjöllun um Svínhaga keppnina

Hjörtur líklegur skrifaði frábæra grein í DV s.l. þriðjudag um keppnina. Greinin var prýdd meiriháttar myndum, teknum af einum af okkar allra bestu torfæruhjóla-ljósmyndurum landsins, Stefáni Jökli. Í gær kom grein á bílasíðum MBL um sama mót. Í gærkvöldi sýndi RÚV síðan sjónvarpsþáttinn hans Kalla, Vélhjólasport, til að fylgja þessu betur eftir. Myndir af mótinu hafa birst á heimasíðum www.hondaracing.is og www.icemoto.com. Sportið okkar er greinilega í miklum vexti og er þegar orðið ein af best kynntu íþróttagreinum í fjölmiðlum, að boltagreinum undanskildum.

Bjarni Bærings

SUPERSPORT í kvöld – dúndur þáttur frá Klaustri

Nýr SUPERSPORT þáttur fer í loftið á PoppTíVí í kvöld kl. 21.55. Að þessu sinni verður þátturinn frá Klaustri og tileinkaður „Backstage“ stemningunni sem var á svæðinu. Þetta er fjórði þáttur sumarsins og eru þættirnir farnir að braggast, þroskast og lengjast. Viðtöl við fullt af fólki og ótrúleg skot tekin í hita leiksins. Sýningar þáttanna eru sem hér segir:

Fimmtudagur, frumsýning kl. 21.55
Föstudagur, endursýning kl. 21.55
Laugardagur, endursýning kl. 19.03
Sunnudagur, endursýning kl. 23.03
Mánudagur, endursýning kl. 21.55

Okkur Jóa langar að benda öllum ofurhugum landsins á að hafa samband, supersport@popptivi.is, ef þeir hafa hugmyndir eða stönt í þættina.  Bjarni Bærings

Bolalada