Kynsystur

Þær eru ekki margar stúlkurnar sem taka þátt í þessari íþrótt og því mikil hvatning fyrir kynsystur Heiðu að sjá hana taka þessu af alvöru.  Heiða byrjaði að hjóla snemma í vor og hefur náð undraverðum árangri á ekki lengri tíma.

Sjálf segist hún vera orðin gjörsamlega „hooked“ og þetta vera rosalega gaman.  Hún sendi okkur tvær myndir af sjálfri sér, öðrum til hvatningar.


Goslok

Í tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá lokum fyrsta áfanga í að byggja motocrossbraut Vestmannaeyja (Goslok 1973) ætlum við í VÍV að bjóða þeim sem áhuga hafa að keyra og keppa með okkur í fyrstu umferð Vestmannaeyja- meistaramótsins sunnudaginn 6.júlí.

Mótið verður allt með léttasta móti og gert eingöngu til þess að hafa gaman af. Brautin verður sett upp með svipuðu fyrirkomulagi og keppt verður á henni í Íslandsmeistaramótinu 2004 (miklar breytingar.)

Við getum tekið á móti og sent hjól með Herjólfi eða Landflutningum ef menn vilja fljúga frá Bakka (5 mínútna flug.) á sunnudeginum uppl. gefur Jón Gísli í síma 4812219 eða 8979687

Álfsnes, vinnukvöld

Vinnukvöldið gekk mjög vel. Um 15 manns mættu og ráku niður 200 girðingarstaura og settu band á milli. Veðrið var gott og þetta tók aðeins rúman klukkutíma. Nóg verður að gera á næstunni og vonandi verður mætingin þá enn betri.
Kv.Hákon

Starfsmenn í Pitt

Í fjórðu umferð íslandsmótsins í enduro kom mjög skýrt fram nauðsyn þess að starfsmenn séu þjálfaðir og viti nákvæmlega hvað þeir eigi að gera.

Vefurinn hafði samband við Torfa Hjálmarsson, starfsmann Suzuki liðsins og fékk hann til að tjá sig um ástæður þess að Valdimar lagði af stað í fimmta hring með sprungið að aftan.

Sagði hann að um leið og Valdimar kom í pitt með sprungið dekk hafi starfsmenn „panikað“.  Valdi var í fjórða sæti og mjög æstur.  Öskraði á þá að herða á dekkjastoppurunum.  Meðan Torfi var að þessu þá tók annar starfsmaður sig til og losaði dekk af öðru hjóli.  Torfi vissi ekki af þessu og áður en þeir vissu þá taldi Valdi þetta vera orðið nóg og þaut af stað.  Um leið og hann lagði af stað þá áttuðu Torfi og Tóti sig á því að þeir voru komnir með annað dekk næstum tilbúið og það þyrfti ekki nema eina til tvær mínútur til að setja nýtt dekk undir.  Hlupu þeir öskrandi yfir pittinn og reyndu að komast í veg fyrir Valda en tókst ekki.

Til stóð að skipta um eftir hringinn en Valdi var orðinn of æstur og neitaði með öllu að stoppa í pittinu.

Eftir keppnina þá bölvuðu Suzuki menn sjálfumn sér.  Þeir hefðu getað verið með dekk tilbúin fyrir flest hjólanna og búnir að skilgreina hlutverk hvers starfsmanns þannig að menn séu ekki að þvælast fyrir hvor öðrum.

Er reynsla þeirra ágætis dæmisaga fyrir aðra pitt starfsmenn.  Suzuki menn ætla sér að halda nokkra fundi á næstunni og skipuleggja og æfa viðbrögð.  Spurning hvort fleiri nýti sér ekki þessa reynslu og geri slíkt hið sama.

Þakki frá hinum ein-axlaða Jóa Bærings

Mig langar að koma þakklæti mínu til þeirra sem stukku til og aðstoðuðu mig eftir að ég lenti í þeim leiðindum að rífa hægri öxlina úr lið í seinni umferðinni í Svínhaga á laugardaginn.

Þar sem ég var kaldur og spenntur tókst ekki að kippa mér í liðinn á staðnum en eftir vænan skammt af vöðvaslakandi náðist að klára málið á sjúkrahúsinu á Hellu (ég man ekki hvort mér fannst ég vera páfagaukur eða appelsína á þeim tímapunkti).

Ég er enn að átta mig á því hve furðulega þetta vildi til þar sem ég var dottinn úr liðnum svolitlu áður en ég datt!!! Ég var ný kominn niður á veginn rétt fyrir neðan pittinn þegar ég hef líklega lent á misjöfnu eða grjóti þar sem stýrið náði að slá mig úr liðnum. Við það brá mér gífurlega, missti alla stjórn á hjólinu og hafnaði útaf. Ég vil því minna alla á að hafa hendurnar eins slakar og auðið er til að minnka höggin frá stýrinu, sérstaklega þegar ekið er hratt á gríttum jarðvegi.

Einnig vil ég nota tækifærið og óska sigurvegaranum, Einari Púka, aðstandendum keppninnar sem og öllum keppendum til hamingju með glæsilegt mót. Þetta var hörku þolraun og ljóst að tugir þúsunda kaloría brunnu þennan daginn.  Sjáumst á ráslínu í næsta móti.

Kveðja Jói „Bærings“

Bolalada