Jafnt !

Gera má ráð fyrir að fjöldi skráðra keppanda eigi eftir að breytast eitthvað örlítið.  Vefurinn hefur ekki náð sambandi við stjórn VÍK (í nótt) og er ekki ólíklegt að eitthvað sé um breytingar  sem borist hafa beint á email.

Vefurinn veit fyrir víst að á þessari stundu er verið að fara yfir númeraúthlutanir þar sem nokkrir voru ekki með keppnisnúmer, rangt keppnisnúmer og/eða sumir nýjir skráðu sig undir sama númeri.  Úr þessu verður greitt á morgunn.

Það má teljast ólíklegt að keppendum fækki eða fjöldi aukist um fleiri en einn, plús/mínus og er staðan í dag sú að 43 hafa skráð sig í Baldursdeild og 44 í Meistaradeild.

Er þetta ótrúlegt, sérstaklega í ljósi þess að Baldursdeild hefur ætíð verið skugginn af Meistaradeild.  Hvort sem það er kvöldsólin sem lengir skuggann eða von um einhverja viðurkenningu sem fær menn til að skrá sig í Baldursdeildina þá er eitt víst.  Baldursdeildin er orðin að alvöru deild.

ps.  Hver sagði að það mundi rigna í allan dag?

Spjaldhryggja vandamál

Strax eftir síðustu motocross keppni á Ólafsvík fór Ragnar I. Stefánsson í stuttan enduro túr. Í einni pásunni stóð hann við hliðina á hjólinu og setti aðra löppina upp á hjólið til að styðja við það. Sneri sér við til að fylgjast með og við það rann hina löppin með þeim afleiðingum að hann datt mjúklega niður á afturendann. Fyrir var grjót sem olli því að spjaldhryggurinn og mjaðmagrindin skekktist.

Undanfarið hefur hann stuðst við hækjur og verið sárkvalinn. Jóhannes Sveinsson, öðru nafni Jói Kef tók hann til meðferðar og segir Ragnar það hafa skipt gríðarlegu máli. Hækjurnar eru komnar upp í hillu og fyrst í gær fór hann í hjólatúr. Ragnar telur sig vera orðinn nokkuð góðan og mun taka þátt í keppninni um næstu helgi.

Bann sett á númer

Ragnar I. Stefánsson sem keppt hefur undanfarið með keppnisnúmeri 68 óskaði eftir því við stjórn VÍK að fá númerið 0. Stjórnin tók þetta fyrir og hafnaði þessari beiðni.

Finnst honum fáránlegt að geta ekki fengið númer 0 þar sem reglurnar sem farið er eftir, eru upphaflega teknar úr Nascar. Þar eru menn að keppa með númer 0 og tvöfallt 00. Aðspurður sagði Ragnar vera „sæmilega“ sáttur. Þetta er meiri sálfræði en annað. Á hann góðar minningar með bæði númerin, 68 og 0.

1987 fór hann erlendis og prófaði að komast inn í heimsmeistarakeppnina. Var spurður af þarlendum skipuleggjendum hvort hann gæti eitthvað og taldi hann sig geta unnið heimsmeistarakeppnina.  Fékk þar af leiðandi að taka þátt í forkeppninni. Mætti viku fyrir keppni og fékk úthlutað númer 68.  Þó svo hann hafi ekki náð lágmarksárangri til að geta tekið þátt í sjálfri heimsmeistarakeppninni þá fékk númerið 68 að vera á hjólinu lengi vel. Svipað má segja með númer 0 en undir því númeri, ásamt 68 hefur hann oftsinnis keppt erlendis og tengjast bæði númerin góðum minningum.

Aðspurður segist hann munu hlýta úrskurði stjórnar VÍK og hjólið verða merkt með númerinu 68. Treyjan sem hann keppir í hefur hinsvegar bókstafinn O, og er hún því bein auglýsing fyrir fatnaðinn frá ONeal þó svo sumir komi ekki til með að sjá bókstafinn O heldur tölustafinn 0.

Skipting hjólategunda

Búið er að taka saman upplýsingar um skiptingu milli hjólategunda í næstu enduro keppni.  Upplýsingarnar voru settar fram í súlu- og kökuriti og kemur þar fram að fjórðungur allra hjóla eru KTM hjól.


Svínhagi

Á laugardaginn var brautin lögð og er hún um 15 km löng.  Það voru 13 vaskir sveinar sem komu að lagningu hennar.  Þetta voru Grettir, ´Guðberg, Kalli, Gulli, Ingvar Hafberg, Helgi Valur, Bergmundur og Sigurður frá Hveragerði ásamt syni sínum honum Hirti.  Einnig komu í stutta stund 85cc tríóið sem fluttir voru í Svínhaga af Ómari úr Grindavík ásamt frú sem bauð upp á veitingar.

Það þurfti einnig að rífa girðingu sem var í kringum „pittsvæðið“ og var notaður Raminn hans Guðbergs og Fordinn hans Sigurðar.  Með þessum amerísku tryllitækjum tók þetta ótrúlega stuttan tíma, en band var sett í girðinguna, húkkað á krókinn og ekið af stað og við þetta spíttust upp staurar með miklum látum.  Dregið var í hrúgu þar sem Grettir beið með gröfu og tók draslið upp á vörubíl og fjarlægði síðan.

Brautin er að mestu tilbúin, en það á eftir að setja slaufur á stikurnar og breyta brautinni aðeins vegna hættu sem er í brautinni á einum stað.  Verður hún stytt á einum stað um 1 km, en lengd í staðin á öðrum um svipaða vegalengd.

Á föstudagsmorgun mun ég fara í það að laga restina og setja slaufur á stikurnar.  Ef einhver hefur áhuga er þeim sama velkomið að hjálpa mér og jafnvel fá far austur, en síminn hjá mér er 660-4028.

Veðurspáin er góð og ætti að vera hægt að vera í tjaldi þarna um helgina, en Viggó kom með skúr sem klúbburinn fékk gefins til að nota sem salernisaðstöðu.  Skúrinn verður þarna áfram fyrir en með þessu er komin upp góð aðstaða til að vera við æfingar í Svínhaga um helgar.  Þess ber að geta að það er bannað að hjóla utanvega hvar sem er í landinu og mun keppnisstjórn sýna í máli og myndum hvar má aka í landi Grettirs „hins góða“ í framtíðinni.

Hjörtur Líklegur keppnisstjóri.

Sauðarkrókur með cross braut

Króksarar eru að smíða flotta cross braut.  Fengu þeir styrk frá bænum ásamt svæði þar sem þeir hafa leyfi til æfinga.  Brautinn er byrjuð að myndast og er nú bara beðið eftir 20 hlössum af möld og fínni möl sem verður síðan þjappað og gerð geggjuð braut.

Pitturinn er stór og útsýni áhorfenda með ágætum.  Svo þegar snjóa tekur þá er ætluninn að keyra snjónum úr bænum og nota hana undir snocross fyrir okkur Team Morgan menn.  Fylgist með á www.morgan.is þar sem myndir verða settar inn af brautinni í smíðum.

Bestu Kveðjur, Binni Morgan

Bolalada